Fréttir

Fjórir Selfyssingar í landsliðshópnum

Í gær valdi Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, 20 manna æfingahóp sem kemur saman milli jóla og nýárs til undirbúnings fyrir heimsmeistaramótið í Þýskalandi og Danmörku í janúar. Í hópnum eru fjórir Selfyssingar, þeir Haukur Þrastarson og Elvar Örn Jónsson ásamt þeim Janusi Daða Smárasyni og Ómari Inga Magnússyni, sem báðir leika með Aalborg í Danmörku. Áður hafði verið tilkynnt um 28 manna leikmannahóp sem komu til greina í æfingahópinn.

Tap gegn botnliðinu

Selfoss fékk vænan skell gegn botnliði Akureyrar í dag þegar norðanmenn komu og sigruðu Selfyssinga með 6 mörkum, 28-34.Akureyringar byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu fljótlega góðu forskoti á Selfyssinga sem áttu engin svör.

Selfoss áfram eftir spennutrylli í Safamýrinni

Selfoss er komið í átta liða úrslit í Coca Cola-bikarkeppni karla í handknattleik eftir sigur gegn Fram 32:31 í æsispennandi leik sem fram fór í Safamýri í gær.Framarar höfðu frumkvæðið í leiknum allan fyrri hálfleik og leiddu í hálfleik 16-14.

Eins marks sigur gegn ÍR

Selfoss sigraði ÍR-inga í Hleðsluhöllinni í kvöld með einu marki, 31-30.Selfoss byrjaði betur og náði þriggja marka forskoti í upphafi fyrri hálfleiks, ÍR-ingar náðu að minnka muninn í 10-9 en staðan í leikhléi var 15-13.

Tap gegn Stjörnunni

Selfoss tapaði sínum fyrsta heimaleik í Olísdeildinni í vetur þegar liðið tók á móti Stjörnunni í kvöld.Selfoss byrjaði betur og komst í þriggja marka forystu en Stjörnumenn komust inn í leikinn og voru komnir þremur mörkum yfir í hálfleik, 12-15.

Kvennalandsliðið áfram eftir 31 marks sigur

Stelpurnar okkar tryggðu sér sæti í umspil fyrir HM 2019 með 31 marks sigri á Aserbaísjan í lokaleik liðsins í forkeppni HM í dag.

Selfoss U tekur þátt í Íslandsmótinu

Í haust var tekin sú ákvörðun að senda til leiks Selfoss U í Íslandsmót karla. Þetta var gert til að mæta þeim fjölda iðkenda sem er að stíga upp úr 3.flokk og hafa ekki fengið sæti í meistaraflokk.

Tvö stig á Nesinu

Selfoss vann eins marks sigur á Gróttu í Olísdeildinni á miðvikudagskvöldið s.l. 23-24. Selfyssingar byrjuðu betur og voru skrefinu á undan í fyrri hálfleik.

Þakkir eftir krefjandi verkefni

Meistaraflokkur karla hefur nú lokið keppni í Evrópukeppni félagsliða eftir þrjú frábær einvígi, nú síðast gegn Azoty-Puławy.  Þetta er frækið afrek hjá strákunum en þeir voru hársbreidd frá því að komast í sjálfa riðlakeppnina.  Þetta var krefjandi en jafnframt skemmtilegt verkefni og gaf öllum dýrmæta reynslu, bæði leikmönnum, þjálfurum sem og aðstandendum liðsins. Við viljum þakka öllum þeim sem komu að þessu verkefni á einn eða annan hátt.  Stuðningsfólki sem mætti í Hleðsluhöllina og þeim sem fylgdu liðinu um Evrópu.  Við viljum þakka öllum þeim styrktar- og stuðningsaðilum sem gerðu þetta allt saman mögulegt.  Þetta var gríðarlega kostnaðarsamt verkefni og ekki hlaupið að því að geta staðið undir þátttöku í svona keppni.Síðast en ekki síst viljum við þakka liðinu fyrir þá skemmtun sem það hefur veitt okkur Selfyssingum sem og öllu áhugafólki um handbolta.Stjórn handknattleiksdeildar Selfoss

Landsbankinn styrkir handknattleiksdeildina

Í tilefni þátttöku karlaliðs Selfoss í Evrópukeppninni í handbolta í vetur hefur Landsbankinn á Selfossi, sem einn aðalstyrktaraðili handknattleiksdeildarinnar, ákveðið að styrkja deildina aukalega um 500.000 kr.