Fréttir

Tap gegn KA/Þór

Stelpurnar fengu skell gegn nýliðum KA/Þór, þegar þær töpuðu 18-23 í 4.umferð Olísdeildarinnar í gær. Selfoss byrjaði betur en eftir 10.mínútna leik tóku norðanstelpur við og leiddu út allan leikinn, staðan í hálfleik var 9-13.

Þurfum að ná okkar allra besta leik

Selfoss mætir slóvenska liðinu RD Riko Ribnica í seinni leik 2.umferðar í Evrópukeppni félagsliða nú á laugardaginn. Selfoss.net náði tali af Patreki, þjálfara liðsins og spurði hann út í stemminguna og ástandið á hópnum. Við erum að fara i mjög krefjandi verkefni á laugardaginn á móti mjög sterku liði sem er eitt það besta í slóvensku deildinni.

Tvö stig í eyjum

Selfoss gerði góða ferð til eyja og tók tvö stig gegn ÍBV í hörkuleik, 25-27.Útlitið var ekki gott framan af, en eyjamenn leiddu nánast allan leikinn með markmann sinn, Kolbein Aron, fremstan í flokki.

Þriggja marka tap út í Slóveníu

Selfoss tapaði 30-27 í fyrri leiknum gegn Ribnica frá Slóveníu í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða í gær.Selfyssingar byrjuðu betur í leiknum og komstu í 2-6 en þá hrukku Ribnica menn í gang og komust yfir 12-9.

Tveggja marka tap gegn HK

Meistaraflokkur kvenna tapaði fyrir HK með tveimur mörkum, 27-25, þegar að liðin mættust í þriðju umferð Olísdeildar kvenna í gær.

Fyrri hálfleikur spilaður í Slóveníu

Meistaraflokkur karla Selfoss mætir liði RD Riko Ribnica frá Slóveníu í annarri umferð Evrópukeppni félagsliða. Fyrri leikurinn fer fram út í Slóveníu á morgun, laugardaginn 6.október kl 19:00 að staðartíma (kl 17:00 að íslenskum tíma). Liðið hélt út til Slóveníu í gær og gistir í höfuðborginni Ljubljana, en Ribnica er einungis í um 40 km fjarlægð frá höfuðborginni.

Landsliðshelgi

Um helgina er landsliðspása i Olísdeildinni og flest landslið koma saman til æfinga eða til keppni um helgina. Í A-landsliði kvenna eru þær Perla Ruth og Hrafnhildur Hanna, en liðið leikur tvo vináttuleiki við Svía og fór fyrri leikurinn fram í fyrrakvöld.

Gylfi Már í heiðurshöll Selfoss

Gylfi Már Ágústsson er fjórði Selfyssingurinn sem tekinn er inn í heiðurshöll Selfoss, en þar komast aðeins þeir sem hafa spilað með félaginu í 10 ár eða fleiri.

Selfoss 29 - 29 Afturelding

Selfoss gerði 29-29 jafntefli við Aftureldingu í fyrsta heimaleik sínum í Olísdeildinni, en liðin mættust nú í kvöld í 3.umferð deildarinnar.Afturelding hafði frumkvæðið framan af og náði fjögurra marka forskoti þegar mest lét, staðan í hálfleik var 15-17.

Jafntefli gegn Stjörnunni

Stelpurnar tóku á móti Basta og hans stúlkum í Stjörnunni fyrr í kvöld og endaði leikurinn með jafntefli, 34-34, eftir æsispennandi lokamínútur. Stjarnan byrjaði leikinn betur og skoruðu þrjú fyrstu mörkin, Selfossstúlkur tóku síðan við sér og náðu þriggja marka forskoti, 10-7, um miðjan seinni hálfleik.