21.09.2018
Handboltaæfingar yngri flokka eru komnar á fullt. Allar æfingar eru nú í Hleðsluhöllinni, íþróttahúsi FSu. Enn eitt árið eru það mikið til sömu þjálfararnir sem sinna þjálfun krakkann og er það hornsteinn af öflugu starfi handboltans á Selfossi en yngriflokkastarfið hefur verið í fremstu röð á landsvísu undanfarin ár.Nýir iðkendur eru sérstaklega velkomnir og öllum velkomið að koma að prófa án endurgjalds.
20.09.2018
Nú er Olísdeildin farin á fullt, bæði hjá meistaraflokki karla og kvenna. Meistaraflokkur kvenna spilaði sinn fyrsta leik gegn Fram þriðjudaginn s.l.
18.09.2018
Selfoss tapaði með sex mörkum, 24-30, gegn ríkjandi Íslandsmeisturum í Fram í fyrsta leik liðsins á tímabilinu í Hleðsluhöllinni.Fram náði fljótt forskoti í leiknum og hélt því allan leikinn.
17.09.2018
Selfoss vann sex marka sigur á Akureyri fyrir norðan í annarri umferð Olísdeildarinnar sem fram fór í kvöld. Selfoss hafði undirtökin allan tímann og leiddi með fjórum mörkum í hálfleik, 14-18.
16.09.2018
Nú líður að fyrsta heimaleik í deildinni og um að gera að næla sér í árskort fyrir komandi tímabil sem fyrst. Hægt er að velja um þrjú mismunandi árskort.Platínumkort (35.000 kr) - Gildir fyrir einn á alla deildarleiki og leiki í úrslitakeppni hjá meistaraflokkum Selfoss á heimavelli.
13.09.2018
Selfoss lék sinn fyrsta leik í Olísdeild karla í vetur gegn ÍR í Austurbergi í gærkvöldi. Leiknum lauk með sex marka sigri Selfoss, 30-24 (13-11).Engri gestrisni var fyrir að fara í upphafi og áttu Breiðhyltingar frumkvæðið framanaf. Um miðjan fyrri hálfleik í stöðunni 7-5 tók Patti leikhlé og brýndi sína menn. Eftir það skoruðu strákarnir 5 mörk í röð og voru yfir í hálfleik 11-13. Í seinni hálfleik fór munurinn aldrei undir 2 mörk og þegar á leið sigldu strákarnar fram úr og lönduðu að endingu sex marka sigri, 30-24.Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 9, Árni Steinn Steinþórsson 5, Alexander Már Egan 5, Elvar Örn Jónsson 4, Atli Ævar Ingólfsson 4, Hergeir Grímsson 2, Pawel Kiepulski 1.Varin skot: Pawel Kiepulski 6 og Helgi Hlynsson 4.Næsti leikur strákanna fer fram á Akureyri mánudaginn 17.
09.09.2018
Selfyssingar eru komnir áfram í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða þrátt fyrir 27-26 tap gegn Dragunas í Litháen í gær, en liðið vann fyrri leikinn með sex mörkum.Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og var staðan í hálfleik 12-12.
06.09.2018
Mánudaginn 10. september verður Jako með tilboðsdag í Tíbrá milli klukkan 16 og 19.Frábær tilboð á félagsgalla, æfingasettum og fleiri vörum.
04.09.2018
Á dögunum skrifuðu fjórir strákar úr 3. og 4.flokk undir samning við handknattleiksdeild Selfoss. Það voru þeir Hannes Höskuldsson, Haukur Páll Hallgrímsson, Tryggvi Þórisson og Reynir Freyr Sveinsson.
03.09.2018
Frístundaakstur hefst innan Sveitarfélagsins Árborgar mánudaginn 3. september í samstarfi við Guðmund Tyrfingsson ehf.Frístundabíllinn mun aka alla virka daga frá því um klukkan 13:00-15:30 og hefur það hlutverk að keyra börn frá frístundaheimilum og skóla í íþrótta- og frístundastarf innan sveitarfélagsins.