Fréttir

Matthías Örn kominn aftur heim

Matthías Örn Halldórsson hefur gert tveggja ára samning við handknattleiksdeild Selfoss. Matthías er 27 ára Selfyssingur og spilaði með Selfoss í nokkur ár áður en hann fór til Fjölnis í eitt tímabil, en tók sér síðan pásu frá handboltanum vegna náms.

Haukar unnu Ragnarsmót karla 2018

Haukar unnu Ragnarsmót karla 2018 eftir sigur á ÍBV nú um helgina, en mótið stóð frá miðvikudegi til laugardags í síðustu viku.

Ragnarsmótið 2018

Ragnarsmótið í handbolta hefst í næstu viku, en leikið verður á sér karla- og kvennamóti eins og undanfarin ár. Mótið er æfingamót sem haldið er nú í 28.skipti og er þetta eitt elsta æfingamót á Íslandi.

Handboltaskóli Kiel

Það var kátt á hjalla í Handboltaskólanum í Kiel sem fór fram í síðustu viku, en skólinn hefur verið starfræktur í sjö ár af miklum sóma.

Fréttabréf UMFÍ

Þorsteinn nýr framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar

Handknattleiksdeild Umf. Selfoss hefur ráðið Þorstein Rúnar Ásgeirsson sem framkvæmdastjóra félagsins.Þorsteinn er góðu kunnur í félaginu en hann hefur verið viðloðandi starf handknattleiksdeildarinnar allt frá árinu 2012 þegar hann kom inn í stjórn deildarinnar og hefur setið þar síðan, þar hefur hann sinnt bæði starfi formanns og gjaldkera.

Selfoss til Litháen í fyrstu umferð

Nú er það komið í ljós að Selfoss mun mæta litháenska liðinu Klaipeda Dragunas í fyrstu umferð Evrópukeppninnar (EHF cup), en dregið var í fyrstu tvær umferðir keppninnar í gær í höfuðstöðvum EHF í Vínarborg í Austurríki.

4.flokkur á Partille Cup

4.flokkur karla tók þátt á Partille Cup í Svíþjóð í lok júní þar sem þrjú lið frá Selfossi kepptu. Mikið fjör var á mótinu og stóðu strákarnir sig gríðarlega vel þar sem eldra og liðið féll út leik á móti sterku liði í A-úrslitum, yngri 1 duttu einnig út í A-úrslitum og yngri 2 voru aðeins einu marki frá því að komast í A-úrslit.  

Selfoss í Evrópukeppnina

Í dag gaf EHF út hvaða lið munu berjast um EHF bikarinn. Þar með er það formlega staðfest að Selfoss mun taka þátt í Evrópukeppni í vetur.Dregið verður í fyrstu tvær umferðirnar á skrifstofu EHF í Vínarborg í hádeginu þriðjudaginn 17.

3.flokkur í Granollers Cup

Drengirnir í þriðja flokki karla tóku þátt í Granollers Cup sem fram fór í Granolla, lítilli borg í næsta nágrenni Barcelona á Spáni í síðustu viku.