19.08.2018
Selfoss stendur uppi sem sigurvegari Ragnarsmóts kvenna 2018 eftir stórsigur gegn Fjölni í gær, en Selfoss vann alla sína leiki.Einstaklingsverðlaun voru veitt að venju.
17.08.2018
Selfoss mætir litháenska liðinu Klaipeda Dragunas þann 1.september n.k. hér heima í fyrstu umferð EHF cup. Forsala miða mun fara fram í Iðu, 23 ágúst n.k.
16.08.2018
Í dag hefst Ragnarsmót kvenna og stendur það til laugardags. Fjögur lið taka þátt, ásamt Selfossi eru það Afturelding, Haukar og Fjölnir.
13.08.2018
Matthías Örn Halldórsson hefur gert tveggja ára samning við handknattleiksdeild Selfoss. Matthías er 27 ára Selfyssingur og spilaði með Selfoss í nokkur ár áður en hann fór til Fjölnis í eitt tímabil, en tók sér síðan pásu frá handboltanum vegna náms.
12.08.2018
Haukar unnu Ragnarsmót karla 2018 eftir sigur á ÍBV nú um helgina, en mótið stóð frá miðvikudegi til laugardags í síðustu viku.
03.08.2018
Ragnarsmótið í handbolta hefst í næstu viku, en leikið verður á sér karla- og kvennamóti eins og undanfarin ár. Mótið er æfingamót sem haldið er nú í 28.skipti og er þetta eitt elsta æfingamót á Íslandi.
02.08.2018
Það var kátt á hjalla í Handboltaskólanum í Kiel sem fór fram í síðustu viku, en skólinn hefur verið starfræktur í sjö ár af miklum sóma.
24.07.2018
Handknattleiksdeild Umf. Selfoss hefur ráðið Þorstein Rúnar Ásgeirsson sem framkvæmdastjóra félagsins.Þorsteinn er góðu kunnur í félaginu en hann hefur verið viðloðandi starf handknattleiksdeildarinnar allt frá árinu 2012 þegar hann kom inn í stjórn deildarinnar og hefur setið þar síðan, þar hefur hann sinnt bæði starfi formanns og gjaldkera.
18.07.2018
Nú er það komið í ljós að Selfoss mun mæta litháenska liðinu Klaipeda Dragunas í fyrstu umferð Evrópukeppninnar (EHF cup), en dregið var í fyrstu tvær umferðir keppninnar í gær í höfuðstöðvum EHF í Vínarborg í Austurríki.