15.05.2018
Átta Selfyssingar eru í nýtilkynntum landsliðshóp A-landsliðs karla í handbolta, en Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari valdi 30 manna æfingahóp í dag.
15.05.2018
Lokahóf handknattleiksdeildar verður haldið á Hótel Selfoss núna á laugardaginn, 19.maí. Við ætlum að fagna frábæru tímabili og við hvetjum alla Selfyssinga nær og fjær sem hafa komið á leiki með liðinu í vetur til þess að mæta.
13.05.2018
Á fimmtudaginn síðastliðinn lék yngra og eldra ár 4.flokks karla til úrslita í í Íslandsmótinu gegn Val. Töpuðu bæði liðin eftir hörkuleiki og enduðu því sem silfurhafar.
10.05.2018
Selfoss tapaði með þremur mörkum fyrir FH í gær, 26-29 og er því úr leik í úrslitakeppni Íslandsmótsins í handbolta. Selfoss tapaði einvíginu í undanúrslitum í oddaleik 2-3 eftir svakalega rimmu.Selfoss byrjaði illa og voru FH-ingar með forystu í fyrri hálfleik, hálfleikstölur voru 12-15.
08.05.2018
Almenn forsala fyrir oddaleik Selfoss - FH verður í íþróttahúsi Vallaskóla í kvöld, þriðjudag, á milli kl 18-20. Einungis er um mjög takmarkað magn miða til í forsölu.
08.05.2018
Strákarnir í 3. flokki karla urðu um helgina Íslandsmeistarar í B-úrslitum eftir góðan 26-22 sigur gegn Val. Fyrr um daginn höfðu þeir unnið Þór Akureyri í undanúrslitum 31-28 eftir vítakeppni.
06.05.2018
Selfoss og FH munu mætast í oddaleik á Selfossi á miðvikudagskvöldið eftir svekkjandi tap í gær í framlengdum leik, 41-38.Leikurinn var í járnum framan af en um miðjan hálfleik hrukku Selfyssingar í gang og komust þremur mörkum yfir.
02.05.2018
Selfoss er komið yfir í einvíginu gegn FH eftir frábæran 31-29 sigur í gærkvöldi. Selfyssingar byrjuðu af miklum krafti og komust mest sex mörkum yfir í fyrri hálfleik.
29.04.2018
Selfyssingar töpuðu gegn FH í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í Kaplakrika í gær. FH-ingar byrjuðu leikinn betur og náðu strax forskotinu, Selfoss náði góðum kafla undir lok fyrri hálfleiks og munaði aðeins tveimur mörkum á liðunum í hálfleik, 17-15.
27.04.2018
Sebastian Alexandersson varð þriðji Selfyssingurinn til að hljóta sæti í heiðurshöll Selfoss handbolta, en þar komast aðeins þeir sem hafa spilað með félaginu í 10 ár eða meira.
Sebastian kom til félagsins árið 2003 sem spilandi þjálfari og lék með liðinu til ársins 2015.