10.05.2018
Selfoss tapaði með þremur mörkum fyrir FH í gær, 26-29 og er því úr leik í úrslitakeppni Íslandsmótsins í handbolta. Selfoss tapaði einvíginu í undanúrslitum í oddaleik 2-3 eftir svakalega rimmu.Selfoss byrjaði illa og voru FH-ingar með forystu í fyrri hálfleik, hálfleikstölur voru 12-15.
08.05.2018
Almenn forsala fyrir oddaleik Selfoss - FH verður í íþróttahúsi Vallaskóla í kvöld, þriðjudag, á milli kl 18-20. Einungis er um mjög takmarkað magn miða til í forsölu.
08.05.2018
Strákarnir í 3. flokki karla urðu um helgina Íslandsmeistarar í B-úrslitum eftir góðan 26-22 sigur gegn Val. Fyrr um daginn höfðu þeir unnið Þór Akureyri í undanúrslitum 31-28 eftir vítakeppni.
06.05.2018
Selfoss og FH munu mætast í oddaleik á Selfossi á miðvikudagskvöldið eftir svekkjandi tap í gær í framlengdum leik, 41-38.Leikurinn var í járnum framan af en um miðjan hálfleik hrukku Selfyssingar í gang og komust þremur mörkum yfir.
02.05.2018
Selfoss er komið yfir í einvíginu gegn FH eftir frábæran 31-29 sigur í gærkvöldi. Selfyssingar byrjuðu af miklum krafti og komust mest sex mörkum yfir í fyrri hálfleik.
29.04.2018
Selfyssingar töpuðu gegn FH í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í Kaplakrika í gær. FH-ingar byrjuðu leikinn betur og náðu strax forskotinu, Selfoss náði góðum kafla undir lok fyrri hálfleiks og munaði aðeins tveimur mörkum á liðunum í hálfleik, 17-15.
27.04.2018
Sebastian Alexandersson varð þriðji Selfyssingurinn til að hljóta sæti í heiðurshöll Selfoss handbolta, en þar komast aðeins þeir sem hafa spilað með félaginu í 10 ár eða meira.
Sebastian kom til félagsins árið 2003 sem spilandi þjálfari og lék með liðinu til ársins 2015.
26.04.2018
Búið er að draga út í vorhappdrætti handknattleiksdeildar Selfoss árið 2018. Fulltrúar handknattleiksdeildar drógu út 69 vinninga að heildarverðmæti 1.071.590 kr að viðurvist fulltrúa sýslumanns.Efstu þrír vinningarnir komu á þessi númer
1.
26.04.2018
Selfyssingar sigruðu FH með tveimur mörkum, 36-34 eftir framlengingu í fyrsta leik í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta. Leikurinn var í járnum framan af en FH-ingar sigu fram úr og voru þremur mörkum yfir í hálfleik 14-17, FH náði síðan fimm marka forskoti í byrjun seinni hálfleiks.
18.04.2018
Það er í nógu að snúast hjá Rúnari Hjálmarssyni, aðstoðarþjálfara meistaraflokks kvenna, en hann sér einnig um styrktarþjálfun beggja meistaraflokka ásamt því að sjá um styrktarþjálfun handknattleiksakademíunnar. Selfoss.net ræddi við Rúnar um starf hans innan handknattleiksdeildarinnar.Hversu lengi hefur þú séð um styrktarþjálfun í handboltanum?
Þetta er þriðja árið hjá mér sem styrktarþjálfari hjá handknattleiksdeild Selfoss.