17.04.2018
Selfyssingar eru komnir í undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í fyrsta skipti í 24 ár eftir tveggja marka sigur á Stjörnunni í gær, 28-30.
15.04.2018
Landsliðskonurnar Perla Ruth Albertsdóttir og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hafa framlengt samninga sína við Selfoss til tveggja ára.
15.04.2018
Selfoss vann öruggan sigur á Stjörnunni, 33-25 í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í gær. Selfyssingar voru með yfirhöndina allan leikinn og leiddu í hálfleik með fimm mörkum, 15-10.
09.04.2018
Hafin er sala miða í vorhappadrætti handknattleiksdeildar Selfoss. Vinningar eru af fáheyrðum gæðum og heildaverðmæti rúmlega ein milljón króna.Um er að ræða eina stærstu fjáröflun deildarinnar og því hvetjum við alla til að taka vel á móti iðkendum sem verða á ferðinni í net- og raunheimum næstu tvær vikur.
09.04.2018
Það er í nógu að snúast hjá Selfyssku landsliðsfólki í handbolta eins og svo oft áður. Sex Selfyssingar léku með A-landsliði karla um helgina í Gulldeildinni, æfingamóti sem haldið var í Noregi.
05.04.2018
Landsbankinn og Handknattleiksdeild Umf. Selfoss framlengdu á dögunum samstarfssamning sinn um rúmlega eitt ár. Markmið samningsins er að efla íþrótta- og forvarnarstarf handknattleiksdeildar Selfoss. Landsbankinn hefur verið aðalstyrktaraðili handknattleiksdeildarinnar um árabil og er deildin gríðarlega ánægð með að samninginn og vonar að samstarfið verði farsælt líkt og síðustu ár. Mynd: Einar Sindri Ólafsson og Þorsteinn Rúnar Ásgeirsson frá handknattleiksdeild Selfoss og Gunnlaugur Sveinsson og Helga Guðmundsdóttir frá Landsbankanum á Selfossi.
03.04.2018
U-16 ára landslið Íslands lenti í öðru sæti á Vrilittos Cup í Aþenu um helgina eftir æsispennandi úrslitaleik gegn Króötum. Þeir Tryggvi Þórisson, Ísak Gústafsson og Reynir Freyr Sveinsson eru allir í lykilhlutverkum í liðinu og stóðu sig gríðarlega vel, Reynir Freyr skoraði 11 mörk, Ísak 9 og Tryggvi 6 mörk.Einnig er Örn Þrastarson aðstoðarþjálfari liðsins og Mílan-drengurinn Ketill Heiðar Hauksson sjúkraþjálfari liðsins.
Við óskum strákunum að sjálfsögðu til hamingju með silfrið
Úrslit leikjanna
Ísland 26 - 28 Bosnía & Hersegóvína
Ísland 28 - 21 Rúmenía
Ísland 26 - 25 Króatía
Undanúrslit: Ísland 25 - 24 Ísrael
Úrslit: Ísland 20 - 21 Króatía.
31.03.2018
Meistaraflokkur kvenna lauk keppni í Olísdeild kvenna um miðjan marsmánuð. Þær höfnuðu í 6.sæti deildarinnar með 9 stig eftir fjóra sigurleiki, eitt jafntefli og 16 tapleiki.
26.03.2018
Íslenska A-landsliðið mætti Slóveníu í tveimur leikjum í undankeppni EM kvenna sem fram fer í Frakklandi í lok árs. Perla Ruth Albertsdóttir er í landsliðshópnum.Fyrri leikurinn fór fram í Laugardalshöll miðvikudaginn 21.mars.
25.03.2018
Handknattleiksdeild Umf. Selfoss lýsir undrun sinni yfir þeirri niðurstöðu dómstólsins að félagið eigi ekki aðild að kæru vegna mistaka í framkvæmd leiks sem brjóta klárlega í bága við leikreglur HSÍ og hafa afgerandi áhrif á lokaniðurstöðu deildarkeppni Olisdeildarkeppni karla 2017 -2018. Ótvírætt er að félagið hefur lögmæta hagsmuni af niðurstöðu málsins og uppfyllir þar með skilyrði 33.