Fréttir

Stelpurnar stóðu í ströngu

Selfyssingar léku í gær gegn Fjölni í Olís-deild kvenna. Úr varð mikill spennuleikur sem endaði með jafntefli 17-17 í Grafarvoginum.Harpa Sólveig Brynjarsdóttir var markahæst með 6 mörk, Perla Ruth Albertsdóttir skoraði 5, Kristrún Steinþórsdóttir 2 og Hulda Dís Þrastardóttir, Ída Bjarklind Magnúsdóttir, Arna Kristín Einarsdóttir og Katla María Magnúsdóttir allar 1 mark.

Öruggur sigur á Fjölni

Selfoss vann öruggan sigur á Fjölni í kvöld, 34:24. Selfoss byrjaði mjög vel og staðan var 6:0 eftir 16 mínútna leik, þá komu Fjölnismenn í gang og náðu að minnka muninn í 3 mörk í hálfleik, 14:11.

Stjörnuleikur Selfyssinga

Selfoss vann hreint út sagt magnaðan sigur á Stjörnunni þegar liðin mættust í fyrstu umferð Olís-deildar kvenna í íþróttahúsi Vallaskóla í gær.

Mátunardagur 11. september

Mánudaginn 11. september er mátunardagur hjá Jako. Starfsmaður frá Jako verður í Tíbrá milli klukkan 16 og 19, endilega nýtið ykkur frábær tilboð.

Selfoss tapaði í Garðabænum

Selfoss tapaði með þremur mörkum í Garðabænum í kvöld gegn Stjörnunni, 29-26. Selfyssingar byrjuðu illa og var staðan í hálfleik 17-11.

Keppni að hefjast í Olís-deildinni

Íslandsmótið í handknattleik hefst í dag þegar Selfyssingar hefja keppni í Olís-deildinni. Strákarnir okkar ríða á vaðið á útivelli gegn Stjörnunni í kvöld kl.

Selfoss spáð 7. sæti í Olísdeild karla og kvenna

Í gær var haldinn kynningarfundur Olís- og Grill 66 deildar karla og kvenna á vegum HSÍ. Þar var kynnt spá þjálfara, fyrirliða og formanna félaganna.Í Olísdeild karla er Selfoss spáð 7.

Selfoss fær landsliðsmarkmann frá Færeyjum

Handknattleiksdeild Selfoss hefur samið við markmanninn Viviann Petersen til eins árs. Viviann er færeysk og kemur frá félaginu VÍF. Hún er 26 ára gömul og hefur einnig leikið með landsliði Færeyja.

Göngum frá greiðslu æfingagjalda

Ný tímabil hófust hjá flestum deildum Umf. Selfoss 1. september sl. Vetraræfingar hafa farið vel af stað og er fjölgun í öllum hópum hjá félaginu.Við viljum hvetja foreldra og forráðamenn til að ganga frá greiðslu æfingagjalda sem allra fyrst en um miðjan september verða sendir greiðsluseðlar fyrir öllum ógreiddum æfingagjöldum hjá félaginu.Gengið er frá greiðslu æfingagjalda í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra á slóðinni.

Tómstundamessa í Árborg

Fimmtudaginn 31. ágúst mun Sveitarfélagið Árborg standa fyrir svokallaðri „Tómstundamessu" í íþróttahúsinu Vallaskóla í samstarfi við grunnskóla, íþróttafélög, æskulýðsfélög og aðra aðila sem vinna með tómstundir barna á leik- og grunnskólaaldri í sveitarfélaginu.Öllum aðilum sem vinna með frítíma barna og unglinga fá tækifæri til að kynna starfið sitt fyrir nemendum í grunnskólum Árborgar og elstu bekkjum leikskóla og foreldrum þeirra.