Fréttir

Stjórn handknattleiksdeildar endurkjörin

Aðalfundur handknattleiksdeildar Selfoss fór fram fyrir viku þar sem ný stjórn var kjörin en hún er að mestu óbreytt frá fyrra ári enda skilað afar góðu starfi á árinu.

Selfoss í góðri stöðu

Selfyssingar eru í góðri stöðu fyrir lokaumferðirnar í 4. flokki karla og kvenna. Liðin okkar tróna á toppi deildanna og er deildarmeistaratitillinn í sjónmáli.Að auki hafa strákarnir í 5.

Tap á móti deildarmeisturunum

Selfyssingar töpuðu á móti FH í gær þegar síðasta umferð Olís-deildarinnar fór fram.Selfyssingar komu einbeittir til leiks og voru skrefinu á undan allan fyrri hálfleikinn þó lítið væri skorað í upphafi.

Tap gegn toppliðinu

Selfyssingar lágu fyrir toppliði Fram í næstsíðustu umferð Olís-deildarinnar á laugardag en liðin mættust í Safamýrinni í Reykjavík.Fram vann níu marka sigur 32-23 eftir að hafa leitt í hálfleik, 15-10.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Selfoss er ennþá í níunda sæti með tíu stig, og getur hvorki færst upp né niður töfluna, og tekur þátt í umspili um sæti í Olís deildinni á næsta keppnistímabili.Dijana og Perla Ruth voru markahæstar Selfyssinga með 4 mörk, Hulda Dís og Kristrún skoruðu 3 mörk, Arna Kristín, Adina og Ída Bjarklind skoruðu 2 mörk og þær Margrét, Ásta Margrét og Carmen skoruðu 1 mark hver.Selfoss tekur á móti botnliði Fylkis í lokaumferð deildarinnar á laugardag kl.

Sætur sigur á móti Val

Selfyssingar sigruðu Val með einu marki, 29-28, á heimavelli í gærkvöldi og komust þannig upp fyrir Val í deildinni. Selfoss er nú í fimmta sæti með 24 stig en Valur í sjötta sæti með 23 stig.

Strákarnir í 4. flokki deildarmeistarar

Strákarnir á eldra ári í 4. flokki (fæddir 2001) tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með öruggum sigri á Fram um sl. helgi. Þetta er fimmta árið í röð sem Selfoss verður meistari í þessu aldursflokki en þessi sami flokkur var einnig í toppbaráttu Norden Cup um sl.

Selfyssingar fara í umspil

Selfyssingar lágu fyrir Gróttu í Olís-deild kvenna á laugardag. Lokatölur urðu 22-17 en Grótta var einu marki yfir í hálfleik 9-8.Selfoss hafði að litlu að keppa nema heiðrinum en þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni er ljóst að þær enda í sjöunda sæti deildarinnar og leika á móti liðum sem enda í 2.-4 sæti fyrstu deildar um sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Mörk Selfyssinga skoruðu Kristrún Steinþórsdóttir og Dijana Radojevic 6, Perla Ruth Albertsdóttir og Adina Maria Ghidoarca 2 og Hulda Dís Þrastardóttir 1.Næsti leikur er á útivelli gegn toppliði Fram laugardaginn 1.

Stjörnuleikur Selfyssinga

Selfyssingar náðu sér í tvö afar mikilvæg stig í Olís-deildinni þegar þeir sigruðu Stjörnuna með einu marki, 24-25 í hágæða spennutrylli í Garðabænum í gær.Stjarnan leiddi í hálfleik 12-10 og voru sterkari aðilinn stóran hluta seinni hálfleiks.

Boltaskólinn byrjar aftur í apríl

Boltaskóli fyrir 2-4 ára káta krakka verður aftur á dagskrá í apríl og maí. Boltaskólinn verður í Vallaskóla á sunnudögum frá kl.

Hrafnhildur Hanna með slitið krossband

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, leikmaður kvennaliðs Selfoss og íslenska landsliðsins í handbolta, sleit fremra krossband í vinstra hné, í landsleik gegn Hollandi um seinustu helgi og má reikna með að hún verði frá keppni í allt að 12 mánuði.Hún mun ekki spila meira með Selfoss á tímabilinu en hún er langmarkahæst í Olís-deildinni í vetur með 174 mörk, 34 mörkum fleiri en næsti leikmaður.