08.05.2017
Strákarnir á eldra ári í 5. flokki urðu um helgina Íslandsmeistarar í handbolta þriðja árið í röð. Þeir tóku þátt í fimm mótum í vetur þar sem spilaðir voru fjórir leikir í hvert skipti og gerðu þeir sér lítið fyrir og unnu 19 af 20 leikjum vetrarins.Glæsilegur árangur hjá Stefáni Árnasyni og strákunum hans.---Efri röð f.v.
08.05.2017
Selfyssingar tryggðu sæti sitt í Olís-deildinni á næsta keppnistímabili með því að sópa KA/Þór úr einvíginu en Selfoss vann úrslitaeinvígið 3-0.
04.05.2017
Lokahóf handknattleiksdeildar Selfoss verður haldið á Hótel Selfoss laugardaginn 20. maí. Ef þú hefur mætt á leik í vetur, átt vin eða ættingja sem styður Selfoss, hefur áhuga á handknattleik eða hreinlega elskar að skemmta þér með skemmtilegu fólki þá átt þú erindi á þennan viðburð.Líkt og undanfarin ár verður verðlaunaafhending, skemmtiatriði, uppboð, happadrætti og dansleikur.
04.05.2017
Síðasta mót vetrarins í 5. flokki kvenna fór fram í Vestmannaeyjum helgina 28.-30. apríl. Stelpurnar okkar stóðu sig gríðarlega vel og enduðu sem sigurvegarar í 2.
04.05.2017
Selfoss gerði góða ferð norður á Akureyri í gær þegar liðið vann KA/Þór í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um sæti í Olís-deild kvenna næsta tímabil.
02.05.2017
Selfoss er komið 1-0 yfir í úrslitaeinvíginu um laust sæti í Olís deildinni næsta tímabil, en liðið sigraði KA/Þór 29-24 á heimavelli á sunnudag.Selfoss byrjaði betur og skoraði þrjú fyrstu mörkin og hélt forystunni fyrsta korterið.
01.05.2017
Enn eru ósóttir vinningar í páskahappdrætti handknattleiksdeildar þar á meðal er aðalvinningurinn, gjafabréf frá Vogue að verðmæti kr.
27.04.2017
Handknattleiksdeild Selfoss hefur gert þriggja ára samning við Patrek Jóhannesson um þjálfun meistaraflokks karla á Selfossi.
Patrekur mun einnig verða framkvæmdastjóri handboltaakademíu Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Patrekur er boðinn velkominn til starfa á Selfossi.
24.04.2017
Eftir tvo sigurleiki á móti HK er Selfoss komið í úrslit í baráttunni um áframhaldandi sæti í Olís-deild kvenna. Seinni leikur liðanna fór fram í Digranesi í gær.Leikurinn var svipaður og fyrri leikur liðanna, Selfoss hafði frumkvæðið en náði aldrei að hrista HK almennilega af sér.
21.04.2017
Selfoss vann góðan sigur á HK þegar liðin mættust í Vallaskóla í fyrsta leik umspilsins um sæti í Olís deild kvenna í gær. Mikil barátta var í leiknum enda mikið undir fyrir bæði lið og bar leikurinn þess merki þar sem nokkuð var um tapaða bolta og mistök.HK skoraði fyrsta mark leiksins en Selfoss átti næstu fjögur mörkin og staðan orðin 4-1 eftir sjö mínútur.