07.06.2017
Handknattleiksdeild Selfoss kynnir til leiks nýtt þjálfarateymi meistaraflokks kvenna. Örn Þrastarson hefur verið ráðinn sem aðalþjálfari og honum til halds og trausts verður Rúnar Hjálmarsson.Örn og Rúnar eru öllum Selfyssingum af góðu kunnir enda hafa þeir starfað fyrir félagið í mörg ár.
04.06.2017
Þó að formlegri handknattleiksvertíð sé lokið er nóg að gerast innan handknattleiksdeildarinnar. Nú síðast var samið við landsliðskonuna Perlu Ruth um áframhaldandi veru innan félagsins en hún var einn af sterkustu leikmönnum Olís-deildar kvenna á síðasta tímabili.Perla Ruth hefur ekki æft handbolta lengi en hún hefur vakið mikla athygli í deild þeirra bestu fyrir gríðarlegt keppnisskap sem og ótrúlega hæfileika á vellinum.Hún var á dögunum valin í æfingabúðir A-landsliðsins og mun á mánudaginn hitta stöllur sínar í landsliðinu.
29.05.2017
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir leikmaður Selfoss hlaut tvenn verðlaun á lokahófi HSÍ sem fram fór í seinustu viku. Hún var markahæst í Olís-deild kvenna með 174 mörk auk þess sem hún var kosin besti sóknarmaður deildarinnar.---Hrafnhildur Hanna með verðlaun sín á lokahófi HSÍ.
Ljósmynd: HSÍ.
22.05.2017
Lokahóf handknattleiksdeildar Selfoss fór fram með glæsibrag á Hótel Selfoss um helgina þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir árangur vetrarins.Katrín Ósk Magnúsdóttir og Elvar Örn Jónsson voru valin leikmenn ársins.
16.05.2017
Lokahóf yngri flokka handknattleiksdeildar Selfoss verður haldið föstudaginn 19. maí klukkan 17:00 í íþróttahúsi Vallaskóla.Á dagskrá verður m.a.
16.05.2017
Strákarnir á eldra ári í 4. flokki eru Íslandsmeistarar 2017 eftir 29-17 marka sigur í úrslitaleik á móti HK. Við óskum þessum einstaka hópi og þjálfurum þeirra innilega til hamingju með stórkostlegan árangur.
15.05.2017
Í seinustu viku var tilkynnt um . Reglugerð um sjóðinn var breytt á síðasta héraðsþingi og framvegis verður úthlutað úr sjóðnum tvisvar á ári.Á fundi sjóðsstjórnar voru teknar fyrir umsóknir sem bárust fyrir 1.
15.05.2017
fyrir árið 2017 er komið á vef Sveitarfélagsins Árborgar. Í blaðinu er hægt að finna upplýsingar um flest námskeið og æfingar sem í boði eru fyrir börn og ungmenni í Sveitarfélaginu Árborg sumarið 2017.Blaðinu var einnig dreift inn á öll heimili sveitarfélagsins í vikunni.
11.05.2017
Um síðastliðna helgi fór fram á Selfossi hið árlega Landsbankamót í handbolta þar sem keppt er í 7. flokki drengja og stúlkna 10 ára og yngri.
09.05.2017
Lokahóf handknattleiksakademíu Selfoss fór fram í Tíbrá fimmtudaginn 4. maí þar sem Margrét Óskarsdóttir töfraði fram dýrindis veislu fyrir þetta efnilega íþróttafólk.