Fréttir

Göngum frá greiðslu æfingagjalda

Ný tímabil hófust hjá flestum deildum Umf. Selfoss 1. september sl. Vetraræfingar hafa farið vel af stað og er fjölgun í öllum hópum hjá félaginu.Við viljum hvetja foreldra og forráðamenn til að ganga frá greiðslu æfingagjalda sem allra fyrst en um miðjan september verða sendir greiðsluseðlar fyrir öllum ógreiddum æfingagjöldum hjá félaginu.Gengið er frá greiðslu æfingagjalda í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra á slóðinni.

Tómstundamessa í Árborg

Fimmtudaginn 31. ágúst mun Sveitarfélagið Árborg standa fyrir svokallaðri „Tómstundamessu" í íþróttahúsinu Vallaskóla í samstarfi við grunnskóla, íþróttafélög, æskulýðsfélög og aðra aðila sem vinna með tómstundir barna á leik- og grunnskólaaldri í sveitarfélaginu.Öllum aðilum sem vinna með frítíma barna og unglinga fá tækifæri til að kynna starfið sitt fyrir nemendum í grunnskólum Árborgar og elstu bekkjum leikskóla og foreldrum þeirra.

Taekwondoæfingar hjá öllum hópum

Æfingar í taekwondo hefjast í sal taekwondodeildarinnar á 2. hæð í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla, föstudaginn 25. ágúst.Æfingar hjá yngri hópum fara fram á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum en eldri hópar æfa alla virka daga.

Æfingar að hefjast

Taekwondoæfingar fyrir 13 ára og eldri hefjast aftur miðvikudaginn 9. ágúst klukkan 18:00-19:30.Við hlökkum til að sjá sem flesta í salnum okkar í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla. .

Unglingalandsmót UMFÍ um verslunarmannahelgina

Unglinaglandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum nú um verslunarmannahelgina, hefðbundin íþróttakeppni hefst á föstudag og mótsslit verða á sunnudagskvöld.

Björn Jóel kominn með svarta beltið

Selfyssingurinn Björn Jóel Björgvinsson þreytti svartbeltis próf (1. dan) í Mudo Gym í Víkurhvarfi í gær. Hann var eini próftakinn að þessu sinni og stóðst hann prófið með miklum sóma.Á meðfylgjandi mynd er Björn Jóel í hvítum galla ásamt meisturum deildarinnar Sigursteini Snorrasyni (6.

Hátt í hálfri þriðju milljón úthlutað til Umf. Selfoss

Í seinustu viku var tilkynnt um . Reglugerð um sjóðinn var breytt á síðasta héraðsþingi og framvegis verður úthlutað úr sjóðnum tvisvar á ári.Á fundi sjóðsstjórnar voru teknar fyrir umsóknir sem bárust fyrir 1.

Þrenn hjón sæmd gullmerki Umf. Selfoss

Aðalfundur Ungmennfélags Selfoss árið 2017 fór vel fram í félagsheimilinu Tíbrá í gær, fimmtudaginn 6. apríl.Á fundinum lagði Guðmundur Kr.

Fimm Íslandsmeistarar frá Selfossi

Selfyssingar eignuðust fimm Íslandsmeistara þegar Íslandsmótið í taekwondo fór fram um seinustu helgi.Ingibjörg Erla Grétarsdóttir varð Íslandsmeistari í senior -67 kg auk þess sem hún var valin keppandi mótsins í kvennaflokki.

Aðalfundur Ungmennafélags Selfoss

Aðalfundur Ungmennfélags Selfoss árið 2017 verður haldinn í félagsheimilinu Tíbrá fimmtudaginn 6. apríl klukkan 20:00. Aðalfundur Umf.