Styrktaraðilar okkar

Fullorðinsfimleikar

Fullorðinsfimleikar á vegum fimleikadeildar Ungmennafélags Selfoss byrja í kvöld, fimmtudaginn 12. janúar kl. 20:30-22:00 í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla. Tíu skipta námskeið hjá reyndum þjálfara.Skráning í gegnum Nóra á slóðinni .Mjög góð og skemmtileg hreyfing fyrir alla og engar kröfur um kunnáttu í fimleikum.

Uppskeruhátíð Fimleikasambands Íslands og TM

Síðasta fimmtudag fór fram uppskeruhátíð Fimleikasambands Íslands og TM. Hátíðin var öll hin glæsilegasta, hún fór fram í salnum Flóa í Hörpu.Góð mæting var á hátíðina og var gleðin allsráðandi.

Hekla Björt íþróttamaður Hveragerðis

Fimleikakonan Hekla Björt Birkisdóttir sem keppir með Umf. Selfoss var kjörin íþróttamaður ársins í Hveragerði árið 2016 í hófi menningar, íþrótta- og frístundanefndar Hveragerðis í síðustu viku.

Hrafnhildur Hanna og Elvar Örn íþróttafólk Árborgar

Kjöri íþróttafólks Árborgar fyrir árið 2016 var lýst á uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar sem fram fór í Fjölbrautaskóla Suðurlands milli hátíða.

Jólasýning 2016

Glæsileg jólasýning að baki og fimleikadeildin vill þakka öllum sem komu að því að gera hana að veruleika mjög vel fyrir. Það er einstakt að eiga svona frábæra þjálfarar, sjálfboðaliða og ekki síst iðkendur sem leggja allt sitt að mörkum til þess að gera sýninguna eins glæsilega og mögulegt er.Fimleikamaður og kona ársins hjá Fimleikadeild Selfoss voru krýnd á sýningunni.

Tröll – Jólasýning fimleikadeildar

Árleg jólasýning fimleikadeildar Umf. Selfoss verður haldin laugardaginn 10. desember. Þetta er í ellefta sinn sem sýningin er þemabundin og undanfarna daga hafa iðkendur og þjálfarar lagt nótt við dag til að bjóða gestum í undraheim tröllanna.

Íslandsbanki styður fimleikadeildina

Fimleikadeild Umf. Selfoss og Íslandsbanki á Selfossi hafa endurnýjað samning sinn um að bankinn sé aðalstyrktaraðili fimleikadeildarinnar.

Afsláttur í fullorðinsfimleika fram að jólum

Fjögurra skipta námskeið fram að jólum í fullorðinsfimleikum, 20% afsláttur ef maður skráir sig inn á. Æfingar eru á fimmtudagskvöldum kl.

Selfoss liðin stóðu sig vel á haustmóti

Selfoss sendi þrjú lið til keppni á seinni hluta haustmóts Fimleikasambandsins sem var haldið á Akranesi um síðustu helgi.Í 2. flokki blandaðra liða vann lið Selfoss öruggan sigur. Lið Selfoss 1 í 2.

Selfoss Mix 3 með gull

Um helgina keppti Selfoss Mix 3 á Haustmóti Fimleikasambandsins og stóðu sig frábærlega. Þau eru ný byrjuð að æfa saman og frábært að sjá hversu vel gekk, fengu 28.365 stig og gullverðlaun.