Fréttir

Selfoss með fínan sigur á Þrótti í 1.deild karla

Selfoss fékk Þrótt heim í kvöld í fyrstu deildinni. Úr varð hin fínasta skemmtun af handbolta. Fyrri hálfleikurinn byrjaði afskaplega rólega þar sem jafn var á flestum tölum.

Upphitun fyrir ÍBV - Selfoss N1-deild kvenna

Á laugardaginn 9. febrúar heimsækja Selfoss stelpur eyjar og leika við heimastúlkur í ÍBV í N1-deild kvenna klukkan 13:30. Fyrirfram er um gífurlega erfitt verkefni, en ÍBV vann fyrri leik liðanna 15-29 eftir að staðan var einungis 12-15 í hálfleik.ÍBV er með gífurlega vel mannað lið og er sem stendur 3 besta lið deildarinnar á eftir Val og Fram.

4. flokkur í undanúrslit bikars

Strákarnir í 4.  flokki karla mættu Stjörnunni í gær í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. Leikurinn fór fram í Mýrinni í Garðarbæ.

Upphitun fyrir Selfoss - Þróttur í 1.deild karla

Á föstudaginn 8. febrúar leikur Selfoss gegn Þrótti í íþróttahúsinu við Vallaskóla klukkan 19:30. Seinast þegar liðin mættust vann Selfoss góðan sigur 19-35 eftir að staðan var 12-14 í hálfleik.Þróttur hefur verið í miklum vandræðum í deildinni eftir ágæta byrjun.

3. flokkur nálægt sigri

3. flokkur mætti Gróttu á Seltjarnarnesi í gær og var grátlega nærri því að fá eitthvað út úr leiknum. Nokkuð vantaði í lið Selfoss sem lét það ekki hafa áhrif á sig heldur lögðu strákarnir bara enn meira á sig.

Mfl. kvenna leikur gegn Val í bikar

Á þriðjudagskvöldið klukkan 19:30 tekur Selfoss á móti Val í 8-liða úrslitum Símabikars kvenna. Von er á að leikurinn verði gífurlega erfiður fyrir hið unga lið Selfoss gegn ríkjandi bikar-, deildar og Íslandsmeisturum Vals.

Fyrsti Íslandsmeistaratitillinn kominn í hús!

Um helgina vannst fyrsti Íslandsmeistaratitill vetrarins í handboltanum þegar strákarnir á eldra ári í 6. flokki (fæddir 2001) unnu þriðja mót vetarins.

Selfoss með góðan sigur á Fjölni

Selfoss sótti Fjölni heim í Grafarvoginn í kvöld eftir eins og hálfs mánaðar frí í fyrstu deildinni.  Þar af leiðandi var mikill haustbragur af leiknum.

Selfoss sigraði toppslaginn í 4. flokki

97 lið Selfoss mætti Haukum á heimavelli í gærkvöldi. Fyrir leikinn voru liðin jöfn á toppi deildinnar með 10 sigra og 1 tap og spennandi leikur í vændum.

Upphitun Selfoss - HK N1-deild kvenna

Á laugardaginn 2. febrúar spilar Selfoss loksins heimaleik í N1-deild kvenna gegn HK klukkan 13:30 í íþróttahúsinu við Vallaskóla.