Fréttir

Elínborg Katla klár í slaginn

Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum við handknattleiksdeild Selfoss.

Einar Sverrisson framlengir við Selfoss

Stórskyttan Einar Sverrisson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild Selfoss.

Selfyssingum skellt í Úlfarsárdal

Selfyssingar lutu lægra haldi gegn Fram í Olísdeild karla í kvöld, 33-26. Leikurinn var opnunarleikur Íslandsmótsins og jafnframt fyrsti leikurinn sem leikinn er í nýrri stórglæsilegri aðstöðu Framara í Úlfarsárdalnum.

Ísak færður stuðningur í baráttunni

Fyrir hönd meistaraflokka Selfoss í handknattleik færðu þau Katla Björg og Richard Sæþór, Ísak Eldjárni gjöf frá liðunum eftir að okkur barst áskorun frá vinum okkar í knattspyrnudeild Selfoss.

Silfur hjá Elínborgu og Tinnu í Litháen

Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir og Tinna Sigurrós Traustadóttir voru á dögunum ásamt U-17 ára landsliði kvenna í handbolta í Klaipeda í Litháen.

Örn ráðinn íþróttastjóri handknattleiksdeildar

Örn Þrastarson hefur verið ráðinn íþróttastjóri handknattleiksdeildar Umf. Selfoss. Staða íþróttastjóra er ný innan deildarinnar og tekur yfir allt faglegt starf hennar ásamt yfirumsjón með þjálfun yngri flokka félagsins og stjórn handknattleiksakademíu deildarinnar.

Haukar sigruðu Ragnarsmót karla

Haukar sigruðu Fram í úrslitaleik Ragnarsmóts karla, en mótinu lauk á laugardaginn s.l. Selfoss endaði í 4. sæti eftir tap gegn ÍBV.

Æfingar hefjast hjá handboltanum á mánudag

Æfingar hjá handknattleiksdeild Umf. Selfoss hefjast í dag, mánudag. Skráning iðkenda fer fram á selfoss.felog.is.

Ragnarsmótið hefst í dag

Hið árlega Ragnarsmót karla og kvenna fer fram frá 17. - 27. ágúst. Það þekkja þetta allir, enda mótið haldið nú í 33. skipti.

Alexander framlengir við Selfoss

Alexander Hrafnkelsson hefur framlengt samning sínum við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára.  Alexander er ungur og efnilegur markmaður og hefur staðið sig gríðarlega vel bæði með meistaraflokki og U-liðinu síðastliðin tímabil.  Handknattleiksdeildin er gríðarlega ánægð að Alexander skuli framlengja við liðið og verður gaman að fylgjast með honum og strákunum í Olísdeildinni í vetur.Alexander Hrafnkelsson verður hluti af öflugu markmannsteymi Selfoss í vetur. Umf.