Fréttir

Sigur í fyrri leiknum í Garðabæ

Selfyssingar héldu upp á 85 ára afmæli Ungmennafélagsins með því að hefja leik í úrslitakeppni Olísdeildar karla í kvöld.  Þetta var fyrri leikur af tveim gegn Stjörnunni og endaði með tveggja marka sigri Selfyssinga, 24-26.Ljóst var frá fyrstu mínútu að hart yrði barist í þessum leik, tvö lið tilbúin í úrslitakeppni.  Góðar varnir og lítið skorað í upphafi.  Jafnt var á flestum tölum þar til nokkrar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik þegar Selfyssingar tóku leikinn til sín og komust þrem mörkum yfir áður en Stjarnan minnkar muninn fyrir hálfleik í tvö mörk, 10-12.  Meiri hraði var í upphafi síðari hálfleiks og héldu Selfyssingar frumkvæðinu í leiknum og komu muninum í þrjú til fögur mörk.  Stjörnumenn tóku áhlaup og náðu að jafna leikinn í 24-24 þegar þrjár mínútur áttu eftir af leiknum.  Selfyssingar skoruðu svo tvö síðustu mörkin í kvöld og lönduðu sigri, 24-26.Mörk Selfoss: Ísak Gústafsson 7, Hergeir Grímsson 6/1, Einar Sverrisson 5/1, Atli Ævar Ingólfsson 3, Alexander Már Egan 2, Ragnar Jóhannsson 1, Nökkvi Dan Elliðason 1 og Gunnar Flosi Grétarsson 1.Varin skot: Vilius Rasimas 15/1 (38%).Seinni leikurinn verður spilaður í Hleðsluhöllinni á föstudaginn kl 18.00 og er samanlögð markatala úr leikjunum tveimur sem ráða úrslitum.

Sigur í síðasta deildarleiknum

Selfyssingar enduðu í 4. sæti Olísdeildar karla í handbolta eftir sigur á Gróttu í gær í síðasta leik sínum í deildinni á þessu tímabili.Leikurinn gegn Gróttu var í járnum framan af.  Selfyssingar náðu yfirhöndinni um miðbik fyrri hálfleiks en Grótta gerði gott áhlaup á lokamínútunum og staðan 13-13 í hálfleik.  Selfyssingar voru sterkari í seinni hálfleik, þar sem þeir spiluðu fína vörn og áttu góðar sóknir.

Nýr og glæsilegur frístundavefur Árborgar

Opnaður hefur verið nýr frístundavefur fyrir Sveitarfélagið Árborg. Vefurinn kemur í stað hins svokallaða „Sumarbæklings Árborgar" sem hefur verið gefin út mörg undanfarin ár. Á vefnum eru allar helstu upplýsingar um námskeið og afþreyingu í sveitarfélaginu og nágrenni þess í sumar en markmiðið er að vefurinn muni allt árið birta upplýsingar um frístundastarf og afþreyingarmöguleika í sveitarfélaginu fyrir alla aldurshópa.

Tap gegn Haukum

Selfoss tapaði gegn Haukum í Olísdeild karla í gærkvöldi, 24-35.Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 0-3, það gekk treglega í sóknarleiks Selfoss og fyrsta markið kom ekki fyrr en á 9.

Selfoss úr leik í bikarnum

Selfyssingar eru úr leik í Coca Cola bikarnum eftir 32-24 tap gegn Haukum á útivelli í 32-liða úrslitum keppninnar.Eftir jafnan fyrri hálfleik reyndust Haukarnir sterkari í seinni hálfleiknum gegn lánlausum Selfyssingum en okkar strákar skoruðu aðeins átta mörk í seinni hálfleik.Mörk Selfoss: Atli Ævar 5, Einar 5/2, Ragnar 4, Gunnar Flosi Grétarsson 3, Hergeir 2, Nökkvi Dan, Ísak, Guðjón Baldur Ómarsson, Tryggvi og Alexander Már 1 mark hver.Varin skot: Alexander 7 skot og Vilius 4 skot.

Efnilegur árgangur 2009

Strákarnir í 6. flokki (fæddir 2009) gerðu sér lítið fyrir og sigruðu 1. deildina í sínum aldursflokki um síðastliðna helgi.Þeir eru þ.a.l.

Góður sigur gegn Fram

Selfoss sigraði Fram örugglega í Hleðsluhöllinni í dag með fjórum mörkum, 32-28.Selfyssingar skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins en Fram skoraði næstu þrjú mörk.

Eins marks tap í spennuleik

Selfoss tapaði fyrir ÍR í síðasta leik sínum í Grill 66 deild kvenna þennan veturinn á föstudaginn, 24-23. Leikurinn var nokkuð jafn, en Selfoss var alltaf skrefinu á undan.

Sex marka sigur fyrir norðan

Selfoss fór norður og sótti tvö góð stig gegn Þór Akureyri.  Selfoss unnu leikinn með sex mörkum, 21-27. Þórsarar byrjuðu leikinn betur en Selfoss jafnaði í stöðunni 5-5.

Tap gegn Val

Selfyssingar tóku á móti Völsurum í Olísdeild karla í gærkvöldi. Þrátt fyrir frábæra byrjun töpuðu strákarnir með fimm mörkum, 26-31.Selfoss byrjaði mun betur í leiknum og voru búnir að skora fjögur mörk gegn engu hjá Val.