Fréttir

Tap í hörkuleik í Mosfellsbæ

Stelpurnar töpuðu í kvöld fyrir sterku liði Aftureldingar í Grill 66 deildinni í Mosfellsbæ.  Virkilega góður leikur hjá Selfyssingum þrátt fyrir tap, 28-22.Stelpurnar úr Mosfellsbæ hófu leikinn af meiri krafti og náðu strax frumkvæðinu, leiddu 4-1 eftir átta mínútur.  Selfyssingar héldu þó áfram og náðu að hlaupa með þar til þjálfari Aftureldingar tók leikhlé í stöðunni 7-5.  Þá juku heimakonur muninn í 4-5 mörk og stefndi í erfitt kvöld fyrir gestina.  Selfyssingar gerðu svo gott áhlaup síðustu mínútur hálfleiksins og gengu til búningsklefa með jafna stöðu, 12-12.  Leikurinn hélst nokkuð jafn og voru Selfyssingar komnir tveim mörkum yfir þegar tíu mínútur voru búnar af fyrri hálfleik, 15-17.  Mosfellingar tóku þá við sér og komust yfir tíu mínútum síðar, 22-20.  Selfyssingar fóru illa með færin á lokakaflanum og misstu leikinn frá sér, lokatölur 28-22.Mörk Selfoss: Tinna Sigurrós Traustadóttir 10/4, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 5/1, Agnes Sigurðardóttir 4, Elín Krista Sigurðardóttir 2, Emilía Ýr Kjartansdóttir 1.Varin skot: Lena Ósk Jónsdóttir 5 (16%)Næsti leikur stúlknanna er jafnframt síðasti heimaleikur þeirra í vetur, en hann fer fram kl.

Fimm marka sigur í fyrsta leik eftir hlé

Boltinn er byrjaður að rúlla að nýju og af því tilefni tók Selfoss á móti ÍR í Hleðsluhöllinni. Selfoss byrjaði leikinn betur og var staðan orðin 3-0 eftir tæplega þriggja mínútna leik.  Í stuttu máli þá héldu Selfyssingar forystunni meira og minna allan leikinn.  ÍR náði þó að jafna í stöðunni 7-7 en Selfoss átti góðan sprett undir lok fyrri hálfleiks og leiddu Selfyssingar með fjórum mörkum í leikhléi, 13-9.

Atli Ævar framlengir

Línumaðurinn knái Atli Ævar Ingólfsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til þriggja ára. Atli, sem er 32 ára Akureyringur, gekk til liðs við Selfoss árið 2017 og hefur síðan þá verið lykilmaður í meistaraflokki karla.

Staða Íþróttastjóra Handknattleiksdeildar laus til umsóknar

Íþróttastjóri er starfsmaður á skrifstofu Handknattleiksdeildar Umf. Selfoss og starfar undir stjórn handknattleiksdeildar og í samráði við unglingaráð deildarinnar.

Íþróttastarf heimilað á nýjan leik

Allt íþróttastarf hjá Umf. Selfoss kemst í gang á ný á morgun, fimmtudaginn 15. apríl. Grunnskólabörn geta stundað skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf og fjöldatakmarkanir fara úr 10 í 20, samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem tekur gildi á miðnætti í kvöld. Á sama tíma og ný reglugerð tekur gildi um tilslakanir á sóttvarnarreglum breytast nálægðarmörk úr 2 metrum í 1 metra í skólum.Gert er ráð fyrir að reglurnar, sem heilbrigðisráðherra kynnti í gær gildi í þrjár vikur.Það er mikið fagnaðarefni að allt íþróttastarf geti hafist á ný en það er samt mjög mikilvægt að við pössum áfram upp á eigin sóttvarnir.

Guðjón Baldur áfram hjá Selfoss

Örvhenti hornamaðurinn Guðjón Baldur Ómarsson hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára. Guðjón Baldur, sem er aðeins 21 árs, hefur verið fastamaður í liði Selfoss í nokkur ár og varð meðal annars Íslandsmeistari með liðinu árið 2019.

Æfingar falla niður frá miðnætti

Í kjölfar hertra samkomutakmarkanir stjórnvalda, sem kynntar voru í dag, til að ná böndum utan um kórónuveirusmit fellur allt íþróttastarf hjá iðkendum Umf.

Skerðing á þjónustu Umf. Selfoss

Hertar reglur um sóttvarnarráðstafanir á landsvísu taka gildi á miðnætti í kvöld. Tíu manna fjöldatakmörkun verður meginregla og aðeins börn fædd 2015 og síðar verða þar undanskilin.

Eins marks tap í Kaplakrika

Selfyssingar töpuðu fyrir FH í Kaplakrika í Olísdeild karla í handbolta í gærkvöldi, 28-27.Selfoss byrjaði leikinn vel og náði strax fjögurra marka forskoti á meðan ekkert gekk hjá FH í sókninni.

Vortilboð Jako

Mánudaginn 22. mars verður Jako með vortilboð fyrir félagsmenn Umf. Selfoss í Tíbrá að Engjavegi 50 milli klukkan 16 og 19.Það verður boðið upp á á keppnistreyju Umf.