Fréttir

Eins marks tap í Kaplakrika

Selfyssingar töpuðu fyrir FH í Kaplakrika í Olísdeild karla í handbolta í gærkvöldi, 28-27.Selfoss byrjaði leikinn vel og náði strax fjögurra marka forskoti á meðan ekkert gekk hjá FH í sókninni.

Vortilboð Jako

Mánudaginn 22. mars verður Jako með vortilboð fyrir félagsmenn Umf. Selfoss í Tíbrá að Engjavegi 50 milli klukkan 16 og 19.Það verður boðið upp á á keppnistreyju Umf.

Dregið í Coca Cola bikarnum

Dregið var í 16 og 8 liða úrslit Coca Cola bikarsins í hádeginu í dag.  Strákarnir okkar eiga enn eftir leik gegn Haukum í 32 liða úrslitum, en fer sá leikur fram laugardaginn 3.

Þriggja marka tap gegn Mosfellingum

Áfram hélt handboltinn og í kvöld tóku Selfyssingar á móti ungmennafélagi Aftureldingar.  Leikurinn var hluti af 14. umferð í Olísdeildinni og lauk með sigri gestanna, 23-26.Mosfellingar byrjuðu leikinn betur og komust fljótt í þriggja marka forystu, 1-4.

Tap í kaflaskiptum leik

Stelpurnar létu í minni pokann fyrir Gróttu í Hleðsluhöllinni í dag, er liðin áttust við í Grill 66 deildinni, 20-25.Grótta byrjaði leikinn betur og náðu fljótt yfirhöndinni, voru komnar 1-4 yfir eftir nokkrar mínútur.  Selfyssingar tóku þá við sér og minnkuðu muninn.  Grótta tók leikinn aftur yfir og slitu sig  frá heimastelpum, staðan í hálfleik var 8-14.  Gestirnir héldu áfram að vera ákveðnara liðið í uppahafi síðari hálfleiks og virtust vera að ganga frá leiknum þegar Selfyssingar tóku leikhlé í stöðunni 10-18.  Selfyssingar voru þó ekki hættir og minnkuðu stelpurnar muninn niður í fjögur mörk áður en Grótta náðu jafnvægi á sinn leik á ný og sigruðu að lokum, 20-25.Mörk Selfoss: Arna Kristín Einarsdóttir 6/4, Katla Björg Ómarsdóttir 4, Agnes Sigurðardóttir 3, Rakel Guðjónsdóttir 3, Elín Krista Sigurðardóttir 3, Ivana Raičković 1.Varin skot: Lena Ósk Jónsdóttir 8/1 (24%)Næsti leikur stúlknanna er eftir 10 daga í Mosfellsbæ, en þær mæta Aftureldingu miðvikudaginn 24.

Aðalfundur handknattleiksdeildar 2021

Aðalfundur handknattleiksdeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá þriðjudaginn 23. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir, Handknattleiksdeild Umf.

Langþráður sigur í Grilldeildinni

Stelpurnar lögðu Víking í Grill 66 deild kvenna í dag, 25-23.Stelpurnar mættu einbeittar til leiks og tóku frumkvæðið strax í upphafi.

Stigunum skipt á Akureyri

Meistaraflokkur karla gerði í kvöld jafntefli við KA í hörkuleik á Akureyri.  Leikurinn var hluti af þrettándu umferð Olísdeildarinnar og endaði 24-24.Selfyssingar byrjuðu leikinn af krafti og voru komnir 2-5 yfir eftir tíu mínútna leik.  Þá skiptu KA menn upp um gír og náðu að jafna leikinn.  Selfyssingar héldu svo frumkvæðinu áfram út hálfleikinn þar sem staðan var 11-13.  Seinni hálfleikur byrjaði nákvæmlega eins og sá fyrri endaði og héldu Selfyssingar áfram að skora á undan.  Á 45.

Eva María og Hergeir íþróttafólk Árborgar 2020

Frjálsíþróttakonan Eva María Baldursdóttir og handknattleiksmaðurinn Hergeir Grímsson voru valin íþróttakona og íþróttakarl Árborgar á árlegri uppskeruhátíð frístunda- og menningarnefndar sem var send út rafrænt í gær, þriðjudaginn 2.

U-liðið sótti tvö stig í Dalhús

Selfoss U vann góðan sigur í Grill 66 deildinni í gærkvöldi.  Þá mættu þeir Fjölni á þeirra heimavelli í Dalhúsum, Grafarvogi.Heimamenn náðu frumkvæðinu strax í byrjun, en ungmenna liðið frá Selfossi héldu þó í við þá og jöfnuðu jafnharðann.  Selfyssingum gekk vel á báðum endum vallarins en misstu boltan óþarflega oft og skilaði það Fjölni eins marks forystu í hálfleik, 12-11.  Síðari hálfleikur rann svipað af stað, en eftir átta mínútur tóku Selfyssingar framúr Fjölni og komu sér í þriggja marka forystu, 14-17, á góðum kafla.  Áfram var vörnin mjög góð, en Fjölnismenn náðu þó að minnka muninn.  Selfyssingar sleptu ekki tökum á forystunni og unnu að lokum leikinn, lokatölur 23-24.Mörk Selfoss: Andri Dagur Ófeigsson 7, Gunnar Flosi Grétarsson 7, Guðjón Baldur Ómarsson 4, Tryggvi Sigurberg Traustason 2, Elvar Elí Hallgrímsson 2, Arnór Logi Hákonarson 1, Grímur Bjarndal Einarsson 1.Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 17 (42%)Eftir þessa frábæru liðsframistöðu fær U-liðið smá hvíld, en næsti leikur þeirra verður föstudaginn 19.