Fréttir

Tap gegn Haukum

Selfoss tapaði gegn Haukum í Olísdeild karla í gærkvöldi, 24-35.Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 0-3, það gekk treglega í sóknarleiks Selfoss og fyrsta markið kom ekki fyrr en á 9.

Selfoss úr leik í bikarnum

Selfyssingar eru úr leik í Coca Cola bikarnum eftir 32-24 tap gegn Haukum á útivelli í 32-liða úrslitum keppninnar.Eftir jafnan fyrri hálfleik reyndust Haukarnir sterkari í seinni hálfleiknum gegn lánlausum Selfyssingum en okkar strákar skoruðu aðeins átta mörk í seinni hálfleik.Mörk Selfoss: Atli Ævar 5, Einar 5/2, Ragnar 4, Gunnar Flosi Grétarsson 3, Hergeir 2, Nökkvi Dan, Ísak, Guðjón Baldur Ómarsson, Tryggvi og Alexander Már 1 mark hver.Varin skot: Alexander 7 skot og Vilius 4 skot.

Efnilegur árgangur 2009

Strákarnir í 6. flokki (fæddir 2009) gerðu sér lítið fyrir og sigruðu 1. deildina í sínum aldursflokki um síðastliðna helgi.Þeir eru þ.a.l.

Góður sigur gegn Fram

Selfoss sigraði Fram örugglega í Hleðsluhöllinni í dag með fjórum mörkum, 32-28.Selfyssingar skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins en Fram skoraði næstu þrjú mörk.

Eins marks tap í spennuleik

Selfoss tapaði fyrir ÍR í síðasta leik sínum í Grill 66 deild kvenna þennan veturinn á föstudaginn, 24-23. Leikurinn var nokkuð jafn, en Selfoss var alltaf skrefinu á undan.

Sex marka sigur fyrir norðan

Selfoss fór norður og sótti tvö góð stig gegn Þór Akureyri.  Selfoss unnu leikinn með sex mörkum, 21-27. Þórsarar byrjuðu leikinn betur en Selfoss jafnaði í stöðunni 5-5.

Tap gegn Val

Selfyssingar tóku á móti Völsurum í Olísdeild karla í gærkvöldi. Þrátt fyrir frábæra byrjun töpuðu strákarnir með fimm mörkum, 26-31.Selfoss byrjaði mun betur í leiknum og voru búnir að skora fjögur mörk gegn engu hjá Val.

Tap gegn Valsstúlkum

Stelpurnar töpuðu í dag fyrir ungmennaliði Vals í Grill 66 deildinni, 26-33.Valsarar byrjuðu leikinn betur án þess að ná að slíta sig fram úr Selfyssingum.  Heimakonur unnu sig hratt inn í leikinn og jöfnuðu leikinn þegar um tólf mínútur voru liðnar, 7-7.  Selfyssingar voru svo með frumkvæðið fram að hálfleik þar sem þær leiddu 15-14.  Valsarar skoruðu fyrstu þrjú mörk síðari hálfleiks og tóku leikinn aftur til sín.  Selfyssingar fóru illa með boltann á þessum kafla og gestirnir gengu á lagið og bættu heldur í forystuna.  Það bil varð ekki brúað og endaði leikurinn með sigri Valsara, lokatölur 26-33.Mörk Selfoss: Tinna Sigurrós Traustadóttir 9, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 7, Agnes Sigurðardóttir 5, Rakel Guðjónsdóttir 3, Hugrún Tinna Róbertsdóttir 1, Katla Björg Ómarsdóttir 1.Varin skot: Lena Ósk Jónsdóttir 7 (17%)Næsti leikur hjá stelpunum okkar er jafnframt lokaleikur þeirra í vetur.  Þá fara þær í Breiðholtið þar sem þær mæta ÍR á föstudagskvöldið næstkomandi kl.

Sigur í spennutrylli út í Eyjum

Strákarnir fóru til eyja í gærkvöld þar sem þeir öttu kappi við ÍBV í Olísdeildinni.  Eftir algeran naglbít síðustu mínúturnar fóru Selfyssingar með sigur af hólmi, 26-27.Selfyssingar byrjuðu leikinn af meiri krafti og skoruðu fjögur mörk gegn einu fyrstu fimm mínúturnar.  Eyjamenn unnu sig hins vegar inn í leikinn og voru búnir að jafna fimm mínútum síðar.  Jafnt var á öllum tölum eftir það þar til Selfyssingar skoruðu tvö síðustu mörk hálfleiksins og leiddu því 12-14 í hálfleik.  Leikurinn hélst í jafnvægi en Selfyssingar alltaf á undan að skora þar til ÍBV komst yfir, 21-20, um miðjan hálfleikinn.  Það var í fyrsta sinn síðan í stöðunni 1-0 sem heimamenn leiddu leikinn.  Selfyssingar hertu þá tökin og virtust vera með leikinn í hendi sér.  Leiddu 22-26 þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum.  Eyjamenn eru hins vegar vanir því að hleypa svona leikjum upp í spennu í lokin og það tókst þeim í þessum leik.  Það endaði með því að ÍBV hefðu getað jafnað leikinn á lokasekúndunum í galopnu færi af línunni.  Skotið rataði fram hjá Vilius í markinu en líka fram hjá markinu og sigur í höfn hjá Selfyssingum, lokatölur 26-27.Mörk Selfoss: Hergeir Grímsson 9/7, Einar Sverrisson 7, Ragnar Jóhannsson 5, Guðjón Baldur Ómarsson 2, Nökkvi Dan Elliðason 2, Gunnar Flosi Grétarsson 1, Magnús Öder Einarsson 1.Varin skot: Vilius Rasimas 12 (35%), Alexander Hrafnkelsson 1/1 (33%).Með sigrinum hoppa Selfyssingar yfir ÍBV og fleiri í þessari jöfnu töflu og upp í þriðja sæti.  Næsti leikur þeirra er gegn Val í Hleðsluhöllinni þriðjudaginn 4.

Tap í hörkuleik í Mosfellsbæ

Stelpurnar töpuðu í kvöld fyrir sterku liði Aftureldingar í Grill 66 deildinni í Mosfellsbæ.  Virkilega góður leikur hjá Selfyssingum þrátt fyrir tap, 28-22.Stelpurnar úr Mosfellsbæ hófu leikinn af meiri krafti og náðu strax frumkvæðinu, leiddu 4-1 eftir átta mínútur.  Selfyssingar héldu þó áfram og náðu að hlaupa með þar til þjálfari Aftureldingar tók leikhlé í stöðunni 7-5.  Þá juku heimakonur muninn í 4-5 mörk og stefndi í erfitt kvöld fyrir gestina.  Selfyssingar gerðu svo gott áhlaup síðustu mínútur hálfleiksins og gengu til búningsklefa með jafna stöðu, 12-12.  Leikurinn hélst nokkuð jafn og voru Selfyssingar komnir tveim mörkum yfir þegar tíu mínútur voru búnar af fyrri hálfleik, 15-17.  Mosfellingar tóku þá við sér og komust yfir tíu mínútum síðar, 22-20.  Selfyssingar fóru illa með færin á lokakaflanum og misstu leikinn frá sér, lokatölur 28-22.Mörk Selfoss: Tinna Sigurrós Traustadóttir 10/4, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 5/1, Agnes Sigurðardóttir 4, Elín Krista Sigurðardóttir 2, Emilía Ýr Kjartansdóttir 1.Varin skot: Lena Ósk Jónsdóttir 5 (16%)Næsti leikur stúlknanna er jafnframt síðasti heimaleikur þeirra í vetur, en hann fer fram kl.