Fréttir

Selfoss til Tékklands í fyrstu umferð Evrópubikarsins

Nú er það komið í ljós að Selfoss mun mæta tékkneska liðinu KH ISMM Koprivnice í fyrstu umferð Evrópubikarsins (EHF cup), en dregið var í fyrstu tvær umferðir keppninnar í dag í höfuðstöðvum EHF í Vínarborg í Austurríki.

Selfoss í Evrópubikarinn

Meistaraflokkur karla verður með í Evrópubikarnum á komandi keppnistímabili en liðið fékk keppnisrétt í keppninni með því að verða í 4.

Tinna og Vilius best

Lokahóf handknattleiksdeildarinnar fór fram í sumarblíðu í Hótel Selfoss á laugardagskvöldið síðastliðið.  Kátt var á hjalla og gleðin var ótakmörkuð af sóttvarnarreglum.  Dagskráin var með hefðbundnu sniði og var veislustjóri kvöldsins Gunnar okkar Sigurðarson.  Á hófinu voru veitt einstaklingsverðlaun fyrir meistaraflokka og U-liðið auk þess sem félagi ársins var valinn og aðrar viðurkenningar veittar.SelfossTV var valin félagi ársins en þeir Árni Þór Grétarsson og Brad Egan tóku við viðurkenningunni, enda hausinn og hjartað í SelfossTV.  SelfossTV hefur verið öflugt í allmörg ár núna, en í ástandinu í vetur þegar íþróttahús landsins voru lokuð áhorfendum hefur mikilvægi SelfossTV aldrei verið meira.  Strákarnir á SelfossTV öxluðu þá ábyrgð og  sendu beint frá öllum hemaleikjum meistaraflokkanna sem ekki voru á Stöð 2 sport, U-liðanna ásamt flestum leikjum þriðja og fjórða flokks.  Alls voru þetta 56 útsendingar og nú hafa fimmtíu þúsund manns horft á. Tinna Sigurrós Traustadóttir var valin besti leikmaður meistaraflokks kvenna auk þess að vera markadrotting og valin sóknarmaður ársins.

Hólmfríður aftur til Selfoss

Hólmfríður Arna Steinsdóttir hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára. Hólmfríður, sem er aðeins 17 ára, er leikstjórnandi og spilaði með Selfoss tímabilið 2019-20.  Hólmfríður er uppalin í Eyjum og spilaði með ÍBV á síðasta tímabili.  Þá hefur hún verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands.

Alexander Már Egan áfram á Selfossi

Hornamaðurinn örvhenti Alexander Már Egan hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára.  Alexander er uppalinn Selfyssingur og hefur leikið um árabil með meistaraflokki þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára og var með stórt hlutverk í liðinu þegar Íslandsmeistaratitillinn vannst.Deildin er gríðarlega ánægð að Alexander skuli framlengja við félagið og verður hann áfram einn af lykilmönnum liðsins.

Litháenskt handboltapar til Selfoss

Þau Karolis Stropus og Roberta Ivanauskaitė hafa samið við handknattleiksdeild Selfoss til þriggja ára. Roberta er 23 ára skytta og spilaði síðast með Aftureldingu í Olísdeildinni 2019-2020, en var frá á síðasta tímabili vegna meiðsla.  Þar áður lék hún í þýsku fyrstu deildinni með liði Neckarsulmer SU.Karolis er 30 ára skytta sem spilaði með Þór á Akureyri í vetur, en einnig hefur hann leikið með Aftureldingu, Víking og Akureyri á Íslandi.Bæði hafa þau leikið töluvert fyrir landslið Litháen og bæði hafa þau spilað með vinaliði okkar í Litháen, Dragunas frá Klaipeda.  En Karolis spilaði með Dragunas þegar Selfoss mætti þeim í Evrópukeppninni haustið 2018.Það er því ljóst að að þau eru góð viðbót við meistaraflokkana okkar.  Við bjóðum þau bæði tvö hjartanlega velkomin á Selfoss.  Mynd: Roberta Ivanauskaitė og Karolis Stropus Umf.

Svavar Vignisson nýr þjálfari meistaraflokks kvenna

Eyjamaðurinn Svavar Vignisson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna. Svavar, sem er 48 ára gamall, hefur bæði spilað með og þjálfað ÍBV.

Glæsilegt mót á Selfossi

Íslandsmót í 5. flokki kvenna fór fram á Selfossi um seinustu helgi. Þar var margt um manninn og mikið um góð tilþrif. Deildar- og Íslandsmeistarar voru krýndir eftir flottan vetur hjá stelpunum.---Á laugardagskvöldinu var síðan blásið til stjörnuleiks, þar sem landsliðið mætti pressuliðinu, sem hafði sigur úr býtum. Ljósmynd: Umf.

Íslandsmeistarar í 6. flokki

Stelpurnar á yngra ári í 6. flokki tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta með því að vinna alla sína leiki á lokamóti tímabilsins sem fram fór á Akureyri fyrstu helgina í júní.

Tímabilinu lokið eftir spennuþrungna leiki gegn Stjörnunni

Selfoss féll úr leik á Íslandsmótinu í handknattleik með minnsta mun eftir spennuþrungna viðureign gegn lærisveinum Patreks Jóhannessonar í Stjörnunni á föstudag.