Fréttir

Sigur í toppbaráttunni

Stelpurnar sigruðu í kvöld FH í Kaplakrika, 25-22.  Þetta var uppgjör liðanna í 2. & 3. sæti Grill 66 deildarinnar þar sem baráttan um sæti beint upp í Olísdeild lifir enn með þessum úrslitum.Þessi stórleikur stóð undir öllum væntingum og hart barist.  Bæði lið léku mjög góða vörn og og var lítið skorað framan af.  Gestirnir frá Selfossi náðu þó fljótt frumkvæðinu sem þær átti ekki eftir að láta af hendi.  Munurinn nánast allan hálfleikinn 2-4 mörk og staðan í hálfleik 11-14.  Seinni hálfleikur var meira af því sama, Selfoss leiddi en FH-ingar köstuðu ekki inn handklæðinu, minnkuðu muninn niður í eitt mark.  Þegar um tíu mínútur lifðu af leiknum sigldu Selfoss stelpur aftur framúr og kláruðu leikinn sterkt.  Frábær sigur staðreynd, 25-22.Mörk Selfoss: Hulda Dís Þrastardóttir 8/3, Katla María Magnúsdóttir 7, Tinna Sigurrós Traustadóttir 3, Rakel Guðjónsdóttir 2, Katla Björg Ómarsdóttir 2, Agnes Sigurðardóttir 2, Elín Krista Sigurðardóttir 1,.Varin skot: Henriette Östergaard 10 (32%),  Dröfn Sveinsdóttir 1 (50%)Úrslit leiksins merkja það að enn eru stelpurnar í 3.

Fjórir Selfyssingar í hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins

Fjórir Selfyssingar voru á dögunum valdir í hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins sem fram fer helgina 28. febrúar til 1. mars nk. Þar æfa strákar og stelpur fædd árið 2006 og fá leikmenn smjörþefinn af því hvernig yngri landslið HSÍ æfa hverju sinni.

Gleðin í fyrirrúmi í Mosfellsbæ

Stelpurnar í 8. flokki fóru á skemmtilegt handboltamót í Mosfellsbæ í febrúar. Stelpurnar stóðu sig virkilega vel og var gleðin að sjálfsögðu í fyrirrúmi.Ljósmyndir frá foreldrum og þjálfurum Umf.

Fjögur lið frá Selfossi á Ákamótinu

Stelpurnar í 7. flokki stóðu sig með stakri prýði á Ákamótinu sem haldið var í Kópavogi í febrúar.Ljósmyndir frá foreldrum og þjálfurum Umf.

Endurreisn í Mýrinni

Selfyssingar áttu harma að hefna gegn Stjörnunni eftir síðasta leik liðanna í Coca Cola-bikarnum. Selfoss vann fjögurra marka sigur í Mýrinni í kvöld, 29-33.Sigur Selfyssinga var aldrei í hættu.

Sigur hjá stelpunum í Eyjum

Stelpurnar gerðu góða ferð til Eyja og sigruðu ÍBV U með þremur mörkum, 25-28.Selfyssingar tóku frumkvæðið strax í byrjun og stýrðu leiknum frá upphafi, þær voru tveimur mörkum yfir í hálfleik var 12-14.  Stelpurnar gerðu þetta spennandi undir lok leiks og náðu Eyjastúlkur að jafna leikinn, 25-25, þegar um fimm mínútur voru eftir.  Selfyssingar skoruðu hins vegar síðustu þrjú mörkin og sigldu báðum stigunum heim með þriggja marka sigri, 25-28.Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 10/2, Agnes Sigurðardóttir 6, Katla Björg Ómarsdóttir 5, Elín Krista Sigurðardóttir 4, Hulda Dís Þrastardóttir 2/1, Rakel Guðjónsdóttir 1.Varin skot: Henriette Östergaard 17 (40%)Enn sitja stelpurnar sem fastast í 3.

Halldór Jóhann tekur við Selfoss

Handknattleiksdeild Umf. Selfoss hefur ráðið Halldór Jóhann Sigfússon sem þjálfara meistaraflokks karla frá og með næsta tímabili, en Halldór skrifaði undir þriggja ára samning við Selfoss.

Landsbankinn og handknattleiksdeildin endurnýja samning sinn

Landsbankinn og Handknattleiksdeild Umf. Selfoss hafa endurnýjað samstarfssamning sinn.  Um langt skeið hefur Landsbankinn verið einn af aðalstyrktaraðilum deildarinnar og er afar stoltur af því samstarfi, sem og árangri deildarinnar.

Öruggur sigur Selfyssinga í Hleðsluhöllinni

Meistaraflokkur karla lagði Aftureldingu örugglega með átta mörkum í Hleðsluhöllinni í kvöld, 35-27.Leikurinn byrjaði nokkuð jafnt og var staðan 3-3 eftir sjö mínútna leik.

Átta marka sigur hjá stelpunum

Selfoss sigraði HK U örugglega í kvöld með átta mörkum, 30-22, þegar liðin mættust í Hleðsluhöllinni í Grill 66 deild kvenna.Selfoss byrjaði leikinn illa og komust HK-stelpur tveimur mörkum yfir, 0-2.