Fréttir

Tap í fyrsta leik ársins

Selfoss U hóf handboltavertíðina að nýju sem hefur legið í dvala í nokkra mánuði. Strákarnir töpuðu stórt gegn Víkingum í Víkinni, 28-19.Víkingar voru sterkari í fyrri hálfleik og náðu þar góðu forskoti sem þeir héldu út leikinn.

Ísak Gústafsson framlengir

Ísak Gústafsson hefur framlengt samning sinn við Selfoss til tveggja ára.  Þessi 17 ára örvhenta skytta er í hópi efnilegustu leikmanna Selfoss.

Ragnar Jóhannsson kemur heim

Örvhenta skyttan Ragnar Jóhannsson hefur samið við Handknattleiksdeild Selfoss til þriggja ára. Ragnar er Selfyssingum að góðu kunnur og þarf vart að kynna.

Framhald á samstarfi við SS

Sláturfélag Suðurlands og handknattleiksdeild Selfoss hafa framlengt samstarfssamningi sín á milli, en Hafþór Úlfarsson, deildarstjóri markaðsdeildar SS skrifaði undir samninginn fyrir hönd SS og Þorsteinn Rúnar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar fyrir hönd Selfoss.

Aðalfundur Ungmennfélags Selfoss 2020

Aðalfundur Ungmennfélags Selfoss árið 2020 verður haldinn í fjarfundi miðvikudaginn 16. desember klukkan 20:00. Fyrirhugað var að halda fundinn í vor og aftur í haust en í bæði skiptin var ákveðið að fresta honum vegna heimsfaraldursins af völdum Covid-19. Aðalfundur Umf.

Halldór Jóhann tekur við Barein

Halldór Jóhann mun taka tímabundið við liði Barein og stýra liðinu fram yfir HM sem fram fer í Egyptalandi nú í janúar. Þar er Barein í riðli með Ólympíu- og heimsmeisturum Dönum, Argentínu og Kongó.

Nýir styrkir fyrir börn og ungt fólk í íþrótta- og æskulýðstarfi

Félagsmálaráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir á íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem koma frá tekjulágum heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi.Rannsóknir hafa sýnt að mikilvægt er að halda sem flestum börnum virkum í íþrótta- og frístundastarfi og tryggja jafnt aðgengi barna og unglinga að slíku starfi.

Átta frá Selfossi í 35 manna landsliðshóp

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið þá 35 leikmenn sem koma til greina á HM í janúar. Reikna má með að 22-24 leikmenn verði í æfingahóp sem kemur saman í janúar en að lokum verða það 20 leikmenn sem fara til Egyptalands.Í hópnum eru tveir leikmenn Selfoss, þeir Atli Ævar Ingólfsson og Guðmundur Hólmar Helgason.

Börnum og ungmennum heimilt að stunda íþróttir á nýjan leik

Það er mikið fagnaðarefni að íþróttastarf geti hafist að nokkru leyti á miðvikudag en þá geta börn á leik- og grunnskólaaldri (fædd 2005 og síðar) hafið æfingar með og án snertingar.

Jólatilboð Jako

Jako sport á Íslandi verður til 13. desember.Það verður boðið upp á frábær nettilboð á keppnistreyju Umf. Selfoss, félagsgalla, æfingabúnaði, kuldaúlpum, nýjum vetrar vindjakka, húfum og fleiri vinsælum Selfossvörum sem hægt verður að kaupa fyrir gott verð.Vinsamlegast athugið að tilboðsvörur á myndinni hér fyrir neðan er ekki tæmandi, mun meira er á.