15 krakkar á Gautaborgarleikunum

Fimmtán frjálsíþróttakrakkar frá Selfossi á aldrinum 13-20 ára fóru til Gautaborgar í júlí og tóku þátt í Gautaborgarleikunum sem er risastórt mót þar sem keppendur koma frá mörgum löndum. Skráningar á mótið eru 7.000 og því gríðarleg reynsla að keppa á svona móti. Krökkunum okkar gekk rosalega vel og komu heim með 2 gullverðlaun, 2 silfurverðlaun og 2 bronsverðlaun og að auki fullt af bætingum.13 ára strákar: Styrmir Dan Steinunnarson stóð sig frábærlega á mótinu. Hann gerði sér lítið fyrir og vann hástökkið og setti um leið Íslandsmet þegar hann stökk yfir 1,70 m. Hann sigraði líka spjótkastið með kasti upp á 44,10 metra. Í langstökki bætti hann besta árangur sinn þegar hann stökk 5,51 m og varð í 2.

Fjör á Símamótinu um helgina

Símamótið fór fram um síðustu helgi. Selfoss átti 7 lið á mótinu sem haldið er á vegum Breiðabliks í Kópavogi. Öll Selfoss-liðin stóðu sig vel á mótinu.

Fjóla Signý þrefaldur Íslandsmeistari

Helgina 14.-15. júlí s.l. fór fram á Laugardalsvellinum aðalhluti Meistaramóts Íslands í frjálsíþróttum. HSK/Selfoss sendi vaska sveit til keppni sem taldi 20 manns og stóð sveitin sig mjög vel.

Fimleikahópur frá Selfossi á leið á Eurogymhátíðina í Portúgal

Ungar fimleikastúlkur frá Selfossi, fæddar 1997 og 1998, halda út föstudaginn 13. júlí á fimleikahátíðina Eurogym sem haldin er í Portúgal.

Jóhann Gunnarsson til liðs við Selfoss

Meistaraflokkslið Selfoss í handbolta styrkti hóp sinn á dögunum þegar liðið samdi við Akureyringinn Jóhann Gunnarsson um að leika með liðinu.

Selfoss í Pepsi-deild - lið allra Sunnlendinga

Nú þegar boltasumarið er komið vel af stað og meistaraflokkslið okkar komin á fullt og í hörkubaráttu í Pepsi-deildum langar okkur, sem fyrrverandi leikmenn Selfoss, að koma á framfæri mikilvægi þess við eigum gott lið í efstu deild og að Sunnlendingar allir styðji sitt lið.Lífsstíll að halda með sínu liðiÞað er góður lífsstíll að halda með sínu liði og fylgja því eftir.

Bikarleikur við Þrótt R. á Valbjarnarvelli á sunnudaginn

Selfyssingar mæta Þrótti Reykjavík í 8-liða úrslitum Bogunarbikars karla á Valbjarnarvelli á sunnudaginn og hefst leikurinn kl. 19:15.

Frjálsíþróttaskóli UMFí hefst á Selfossi 16. júlí

Spennandi verkefni fyrir börn og unglinga:Frjálsíþróttaskóli UMFÍ á SelfossiFrjálsíþróttaráð HSK mun í fjórða sinn halda Frjálsíþróttaskóla Ungmennafélags Íslands í sumar og verður hann á Selfossi, annað árið í röð, á nýja frjálsíþróttavellinum, þar sem Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið um verslunarmannahelgina.Námskeiðið stendur í fimm daga og er frá 16.-20.

Skráning fyrir Unglingalandsmótið á Selfossi er hafin

Opnað hefur verið fyrir skráningu á 15. Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður á Selfossi um verslunarmannahelgina. Skráningu lýkur á miðnætti 29.

Styrmir Dan og Halla María með 8 Íslandsmeistaratitla og 1 Íslandsmet á MÍ 11-14 ára

Helgina sem leið, laugardaginn 30. júní og sunnudaginn 1. júlí s.l., fór fram á Laugardalsvelli í Reykjavík Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum í aldursflokkum 11-14 ára.