Tómstundamessa Árborgar

Miðvikudaginn 8. maí mun Sveitarfélagið Árborg standa fyrir svokallaðri Tómstundamessu í íþróttahúsi Vallaskóla í samstarfi við grunnskóla, íþróttafélög, æskulýðsfélög og aðra aðila sem vinna með tómstundir barna á leik- og grunnskólaaldri í sveitarfélaginu.

Sigur á Val í fyrsta leik

Selfoss vann Val í framlengdum leik í Hleðsluhöllinni í gær, 35-34, en leikurinn var fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts Olísdeildar karla.Leikurinn byrjaði með miklum hraða en allt var í járnum.  Valur náði frumkvæðinu um miðbik hálfleiksins áður en Selfyssingar náðu svo að jafna leikinn aftur, staðan 17-17 í hálfleik.Í síðari hálfleik voru liðin aðeins mistækari, en boltinn datt meira fyrir Val í byrjun.  Rúmar 8 mínútur voru liðnar af hálfleiknum þegar fyrsta markið kom hjá Selfyssingum og aftur náðu Valsmenn forustunni, 4 mörk þegar mest var.  Selfoss vann sig hins vegar aftur inn í leikinn og jöfnuðu þegar um 8 mínútur voru eftir af síðari hálfleik.  Við tóku spennandi lokamínútur sem enduðu með því að Selfoss náði að knýja fram framlengingu.Í framlenginunni fóru Selfyssingar af stað af miklum krafti og skoruðu þrjú fyrstu mörkin.  Valsmenn náðu að saxa á þessa forustu, en höfðu það ekki af að klára hana.  Eins marks sigur í einum af mest spennandi leikjum tímabilsins staðreynd.Mörk Selfoss: Haukur Þrastarson 13, Elvar Örn Jónsson 5/2, Nökkvi Dan Elliðason 5/1, Árni Steinn Steinþórsson 5, Guðni Ingvarsson 4, Hergeir Grímsson 2, Guðjón Baldur Ómarsson 1.Varin skot: Sölvi Ólafsson 10 (33%), Pawer Kiepulski 4 (22%).Nánar er fjallað um leikinn á  og  og .Leikur tvö fer fram í Origo höllinni á Hlíðarenda á föstudagskvöldið kl 20:00.  Vinna þarf þrjá leiki í undanúrslitum til þess að komast áfram í úrslitarimmuna.  Það er því ljóst að það verður hið minnsta einn leikur enn í Hleðsluhöllinni sem fram fer á mánudagskvöld kl.

Fjórir Íslandsmeistarar

Íslandsmót yngri (U21) í júdó var haldið í sal júdódeildar Ármanns laugardaginn 13. apríl. Þar mætti júdódeild Selfoss með 17 keppendur, stóðu þeir sig allir mjög vel og komu heim með fjögur gull, fjögur silfur og þrjú brons.Sáust oft flottar glímur og flott köst og átti Claudiu Sohan eitt af flottustu köstum mótsins.