Stjörnusigur í Hleðsluhöllinni

Selfyssingar unnu eins marks sigur á Stjörnunni í gær í háspennuleik í Hleðsluhöllinni, 29-28. Þar með er liðið komið upp í 3.

Tveir bikarmeistaratitlar á Selfoss

Bikarmót unglinga í hópfimleikum var haldið á Selfossi helgina 13.-14. febrúar. Fimleikadeild Selfoss sendi sjö lið á mótið og var árangur þeirra einkar glæsilegur.Í 5.

Slæm byrjun varð stelpunum að falli í Grafarvogi

Stelpurnar töpuðu fyrir Fjölni/Fylki í Grafarvogi í Grill 66 deildinni í dag, 20-17.Segja má að mjög slæm byrjun hafi verið banabiti Selfyssinga í þessum leik í Dalhúsum.  Eftir um fimmtán mínúntur voru gestgjafarnir komnir með 7 marka forystu, 9-2.  Selfyssingar gerðu smá áhlaup og minnkuðu muninn aðeins, en heimastúlkur náðu að forystunni fljótt aftur og staðan í hálfleik 13-5.  Jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik.  Selfyssingar náðu að þétta vörnina, en fóru á köflum illa með boltan þegar sótt var hratt.  Þegar um tólf mínútur voru eftir komu Fjölnir/Fylkir muninum aftur í 8 mörk 20-12.  Það reyndist síðasta mark þeirra í leiknum, en munurinn reyndist Selfyssingum óyfirstíganlegur á endanum.  Lokatölur 20-17.  Mörk Selfoss: Elín Krista Sigurðardóttir 4, Agnes Sigurðardóttir 2, Tinna Sigurrós Traustadóttir 2/2, Arna Kristín Einarsdóttir 2, Ivana Raickovic 2, Katla Björg Ómarsdóttir 2, Rakel Guðjónsdóttir 1, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 1, Kristín Una Hólmarsdóttir 1.Varin skot: Áslaug Ýr Bragadóttir 12 (37%), Lena Ósk Jónsdóttir 1 (100%).Næsti leikur er gegn Víkingum eftir viku í Hleðsluhöllinni!Mynd: Elín Krista var markahæst í dag með fjögur mörk. Sunnlenska.is / GK

Sterkur sigur í Suðurlandsslagnum

Selfoss vann frábæran sigur á ÍBV í spennuleik í Olísdeild karla í handbolta á fimmtudagskvöldið, 27-25.Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og liðin skiptust á að leiða og fór munurinn aldrei yfir tvö mörk, jafnt var á öllum tölum í fyrri hálfleik, 13-13.

Ísold Assa og Oliver Jan á palli í fjölþraut

Meistaramót Íslands í fjölþrautum fór fram laugardaginn 20. febrúar. Mikil eftirvænting var hjá keppendum að fá loks að keppa eftir langt hlé.Selfoss átti níu keppendur í fimmtarþraut 15 ára og yngri en þá er keppt í 60 m grindahlaupi, hástökki, kúluvarpi, langstökki og 800 m hlaupi, í þessari röð.Hjá stelpunum varð Ísold Assa (14 ára) í þriðja sæti með 2.445 stig, bestan árangur í einstaka grein náði hún í hástökki með 1,60 m.

Aðalfundur mótokrossdeildar 2021

Aðalfundur mótokrossdeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá fimmtudaginn 4. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir, Mótokrossdeild Umf.

Tap gegn sterkum Frömurum

Stúlkurnar lutu í lægra haldi gegn sterku liði Fram U í Grill 66 deild kvenna í kvöld. Ljóst var strax frá byrjun að topplið Framara hugðist ekki ætla að taka neina fanga.  Þær byrjuðu leikinn í maður á mann vörn og tókst að slá Selfyssinga út af laginu.  Með þessu náðu þær fimm marka forystu, 1-6 eftir aðeins tíu mínútur.  Örn, þjálfari Selfoss, tók leikhlé þar sem honum tókst að berja baráttuandann í liðið.  Selfyssingar náðu góðri viðspyrnu og voru búnar að jafna leikinn, 7-7, átta mínútum síðar.  Meira jafnvægi var í leiknum fram að hálfleik þar sem Fram leiddi með þrem mörkum, 9-12.  Framarar byrjuðu síðari hálfleik af meiri ákveðni og juku forystu sína hægt en örugglega þar til á lokamínútunum.  Lokatölur 19-29.Mörk Selfoss:  Elín Krista Sigurðardóttir 5, Katla Björg Ómarsdóttir 4/3, Rakel Guðjónsdóttir 3, Agnes Sigurðardóttir 2, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 2, Ivana Raičković 2, Sólveig Ása Brynjarsdóttir 1.Varin skot: Áslaug Ýr Bragadóttir 12/1 (29%)Næsti leikur hjá stelpunum er gegn sameinuðu liði Fjölnis og Fylkis á sunnudaginn næstkomandi, í Dalhúsum kl.

Fréttabréf UMFÍ

Breki í Selfoss

Þorlákur Breki Baxter er genginn til liðs við Selfoss og mun leika með liðinu í Lengjudeildinni í sumar. Breki kemur frá Hetti á Egilsstöðum.

Tryggvi Þórisson framlengir

Hinn ungi og efnilegi línumaður Tryggvi Þórisson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til næstu þriggja ára.