Unnur Dóra áfram í vínrauðu

Sóknarmaðurinn Unnur Dóra Bergsdóttir skrifaði í dag undir nýjan, tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.Unnur Dóra, sem er tvítug, er uppalin á Selfossi.

Þóra skrifar undir nýjan samning

Þóra Jónsdóttir skrifaði í dag undir nýjan, tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss. Þóra, sem er 22 ára miðjumaður, er uppalin hjá knattspyrnudeild Selfoss og spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki sumarið 2018.

Fyrsta mót Egils í rúmt ár

Egill Blöndal féll úr leik í fyrstu umferð á Evrópumótinu í júdó sem fór fram í Prag í Tékklandi um helgina. Þetta var fyrsta mót Egils, sem keppir í -90 kg flokki, eftir meira en eitt ár frá keppni og tvær erfiðar aðgerðir.Egill tapaði fyrir afar sterkum keppanda frá Georgíu, Beka Gvinasvhili, sem er í tíunda sæti heimslistans í þyngdarflokknum en Egill er í 123.

Magdalena Annar framlengir við Selfoss

Magdalena Reimus skrifaði í dag undir nýjan, tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.Magdalena, sem er 25 ára, kom til Selfoss frá uppeldisfélagi sínu, Hetti á Egilsstöðum, fyrir tímabilið 2015 og hefur síðan leikið 119 leiki fyrir Selfoss í deild og bikar og skorað í þeim 30 mörk.Kvennalið Selfoss var í 3.

Halldór Jóhann tekur við Barein

Halldór Jóhann mun taka tímabundið við liði Barein og stýra liðinu fram yfir HM sem fram fer í Egyptalandi nú í janúar. Þar er Barein í riðli með Ólympíu- og heimsmeisturum Dönum, Argentínu og Kongó.

Fréttabréf ÍSÍ

Nýir styrkir fyrir börn og ungt fólk í íþrótta- og æskulýðstarfi

Félagsmálaráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir á íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem koma frá tekjulágum heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi.Rannsóknir hafa sýnt að mikilvægt er að halda sem flestum börnum virkum í íþrótta- og frístundastarfi og tryggja jafnt aðgengi barna og unglinga að slíku starfi.

Átta frá Selfossi í 35 manna landsliðshóp

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið þá 35 leikmenn sem koma til greina á HM í janúar. Reikna má með að 22-24 leikmenn verði í æfingahóp sem kemur saman í janúar en að lokum verða það 20 leikmenn sem fara til Egyptalands.Í hópnum eru tveir leikmenn Selfoss, þeir Atli Ævar Ingólfsson og Guðmundur Hólmar Helgason.

Fréttabréf UMFÍ

Egill keppir á Evrópumótinu í Prag

Um komandi helgi fer Evrópumótið í júdó fram í Prag í Tékklandi. Ísland á tvo keppendur á mótinu. Selfyssingurinn Egill Blöndal er annar þeirra en hinn er félagi hans Sveinbjörn Iura úr júdódeild Ármanns.---Egill (blár) í snarpri glímu á HM 2019. Ljósmynd: IJF/Mayorova Marina.