Fjöldi Selfyssinga í yngri landsliðum

Selfoss á þrjá fulltrúa í æfingahópi 19 ára landsliðs kvenna sem kemur saman til tveggja æfinga í TM-höllinni í Garðabæ sunnudaginn 4.

Viðurkenningar á lokahófi yngri flokka 2015

Lokahóf yngri flokka knattspyrnudeildar fór fram á JÁVERK-vellinum 12. september þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir góða framistöðu á tímabilinu.Eftirtaldir einstaklingar hlutu viðurkenningar. Flokkur Leikmaður Ársins eldra ár Leikmaður Ársins yngra ár Mestu framfarir Besta ástundun 3.

Hanna fer hamförum!

Hádramatískum leik Selfossstúlkna gegn Fylki í Olísdeildinni sem fram fór í íþróttahúsi Vallaskóla i kvöld lauk með 27-26 sigri Selfoss.Fylkisstúlkur komu mjög ákveðnar til leiks á meðan Selfossliðið var ekki að finna allveg taktinn svokallaða, Fylkir með eilítið frumkvæði en Selfoss náði að jafna leikinn 7-7 og síðan 11-11 en Fylkir skreið framúr og var yfir 12-15 í hálfleik.Fylkisstelpur voru með 16-20 forystu þegar 20 mín voru eftir af leiknum, þá náðu Selfyssingar að spýta í lófa og með miklu harðfylgi og fyrir frábært einstaklingsframtak Hrafnhildar Hönnu og mikilvægar markvörslur að jafna leikinn í 21-21.Selfoss náði síðan 25-22 forskoti og náðu að halda út leikinn þrátt fyrir góða baráttu Fylkis.Hrafnhildur Hanna var stórkostleg í þessum leik og skoraði 18 mörk, já 18 kvikyndi takk fyrir.Gríðarlega mikilvægur sigur hjá liðinu og hafa þær nú unnið alla fjóra leiki sína á Íslandsmótinu.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Markaskorun: Hrafnhildur Hanna 18 Adina 4 Perla 2 Elena 2 Carmen 1Markvarsla: Áslaug Ýr 32%, þar af 2 víti varinnMM

Hrafnhildur Hanna með landsliðinu í undankeppni EM

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var fyrir helgi valin í íslenska landsliðið í handbolta sem undirbýr sig fyrir tvo leiki við Frakka og Þjóðverja í fyrstu umferð riðlakeppninnar fyrir EM 2016.Fyrri leikur liðsins er á útivelli gegn Frökkum fimmtudaginn 8.

Dagný best í seinni umferð - Gumma í úrvalsliði

Fyrir helgi var tilkynnt um þá leikmenn, þjálfara, stuðningsmenn og dómara sem þóttu standa upp úr í seinni hluta Íslandsmótsins í knattspyrnu kvenna og eru þeir neðangreindir.Dagný Brynjarsdóttir leikmaður Selfoss var valin besti leikmaðurinn auk þess sem Guðmunda Brynja Óladóttir er í úrvalsliði umferða 10-18.Liðið er þannig skipað:Markmaður: Sonný Lára Þráinsdóttir (Breiðablik)Vörn: Anna Björk Kristjánsdóttir (Stjarnan), Málfríður Erna Sigurðardóttir (Breiðablik), Hallbera Guðný Gísladóttir (Breiðablik), Guðrún Arnardóttir (Breiðablik)Miðja: Dagný Brynjarsdóttir (Selfoss), Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik), Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik), Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)Framherjar: Guðmunda Brynja Óladóttir (Selfoss), Klara Lindberg (Þór/KA)Besti leikmaður: Dagný Brynjarsdóttir (Selfoss)Besti þjálfari: Þorsteinn Halldórsson (Breiðablik)Bestu stuðningsmenn: (Breiðablik)Besti dómari: Bríet Bragadóttir---Verðlaunahafar úr seinni umferð Pepsi-deildarinnar. Ljósmynd: Myndasafn KSÍ.

Dagný María keppir á EM

Helgina 22.-25. október  keppir Dagný María Pétursdóttir í kyorugi (bardaga) á EM Junior sem haldið er í Daugavpils í Lettlandi.Dagný var valin af Chago Rodriguez landsliðsþjálfara til að keppa á þessu móti ásamt einni annari stelpu og fjórum strákum.Gaman er að sjá hversu miklum og stórstígum framförum Dagný hefur tekið á stuttum tíma.

Sunnlendingar afgreiddu Hvít-Rússa

Ísland sigraði Hvíta-Rússland 2-0 í fyrsta leik sínum í undankeppni EM á fimmtudagskvöld.Það voru Sunnlendingarnir Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður Selfoss, og Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður Avaldsnes í Noregi, sem skoruðu mörk Íslands í leiknum. Hólmfríður skoraði fyrra markið á 30.

Selfoss vinnur Fjölni

Meistaraflokkslið Selfoss mætti Fjölni í Grafarvoginum í dag.  Leikurinn hraður og skemmtilegur, Selfossstelpur þó mun hraðari og skemmtilegri.Jafnt á fyrstu tölum en fljótt tók Selfoss flest völd á vellinum og góður 26-41 sigur staðreynd og sigur í fyrstu þremur leikjum Olísdeildarinnar einnig.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Markaskorun:Perla Ruth Albertsdóttir 9 mörk, Carmen Palamariu skoraði 8 Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 7 Adina Ghidoarca 6 Elena Birgisdóttir 3 Sigrún Arna Brynjarsdóttir 3 Dagbjört Friðfinnsdóttir 2 Margrét Katrín Jónsdóttir 2 Kara Rún Árnadóttir 1 Markvarsla: Áslaug Ýr Bragadóttir 31% Katrín Ósk Magnúsdóttir 33%MM

Selfosssigur gegn KR

Strákarnir unnu sinn fyrsta sigur í deildinni þegar þeir lögðu KR að velli í kvöld á útivelli.Varnarleikur beggja liða var í fyrirrúmi framan af leik, staðan var 4-3 fyrir KR eftir 12 mínútna leik en þá kom góður kafli hjá Selfyssingum og eftir 20 mínútur var staðan orðin 5-8 Selfyssingum í vil.

Nýr hópleikur hefst á laugardag

Nýr hópleikur, haustleikur Selfoss getrauna, hefst laugardaginn 26. september. Aðalvinningur er ferð á leik í enska boltanum. Hægt er að skrá sig til leiks í Tíbrá, Engjavegi 50, þar sem er opið hús frá kl.