20.12.2019
Dregið var í árlegu jólahappadrætti knattspyrnudeildar fimmtudaginn 19. desember við hátíðlega athöfn í félagsheimilinu Tíbrá við Engjaveg.Í ár voru gefnir út 3.500 miðar, aldrei hafa verið gefnir út svo margir miðar áður og seldust þeir allir á mettíma.Happadrættið er stór hluti af fjáröflun ungra iðkenda fyrir knattspyrnumót komandi sumars.Vinningsnúmerin í ár:.
19.12.2019
Þeir Ísak Gústafsson og Tryggvi Þórisson voru valdir í 16 manna leikmannahóp U-18 ára landsliðsins sem fer á Sparkassen Cup í Þýskalandi á milli jóla og nýárs.
16.12.2019
Sigríður Ósk Harðardóttur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fimleikadeildar Selfoss.Sigríður Ósk er öllum hnútum kunnug í fimleikaheiminum.
16.12.2019
HSK mótið í júdó fyrir 12-15 ára var haldið í Sandvíkursalnum í seinustu viku. Vésteinn Bjarnason og Claudiu Sohan báru sigur úr bítum í sínum flokkum.Claudiu Sohan og Sara Nugig Ingólfsdóttir fengu verðlaun fyrir ástundun og framfarir.
15.12.2019
Selfoss mætti Val í síðasta leik fyrir jól í Hleðsluhöllinni. Valur hafði tveggja marka sigur, 31-33, eftir stórskemmtilegan leik.Valsarar byrjuðu betur og leiddu fyrstu fimm mínútur leiksins. Selfyssingar náðu að fínstilla sinn leik og náðu að jafna leikinn í 4-4. Atli Ævar fékk snemma rautt spjald fyrir vægt brot. Þetta þjappaði Selfyssingum saman og Guðni Ingvars fyllti skarð Atla með sóma. Selfoss komst yfir í 8-6 og náðu mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik, 15-11. Þeir héldu tveggja til fjögurra marka forystu út fyrri hálfleik og var staðan í leikhléi 18-16, heimamönnum í vil.Leikurinn hélst í góðu jafvægi áfram og leiddu heimamenn með tveimur til þremur mörkum þar til að Valsmenn náðu að jafna metin um miðjan síðari hálfleik, 26-26. Leikurinn var jafn og spennandi þennan lokakafla og var jafnt á svo til öllum tölum. Á lokamínútunni fengu Selfyssingar ágætt færi á að jafna metin en höfðu hepnina ekki með sér í liði og fór skotið rétt fram hjá, Valsmenn brunuðu upp og innsigluðu sigurinn endandlega, 31-33.Mörk Selfoss: Hergeir Grímsson 10/5, Haukur Þrastarson 9, Guðni Ingvarsson 5, Guðjón Baldur Ómarsson 2, Daníel Karl Gunnarsson 2, Ísak Gústafsson 1, Magnús Öder Einarsson 1.Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 7 (25%) og Sölvi Ólafsson 2 (14%).Nánar er fjallað um leikinn á , og .Nú er handboltinn kominn í jóla-, nýárs- og landsliðspásu fram í lok janúar. Næsti leikur strákanna er gegn HK í Kórnum 30.
14.12.2019
Þeir Haukur Þrastarson, Elvar Örn Jónsson, Janus Daði Smárason og Bjarki Már Elísson eru allir í æfingahópi A-landsliðs karla. Guðmundur Þ.
13.12.2019
Katla María Magnúsdóttir var á dögunum valin í afrekshóp HSÍ, en Arnar Pétursson landsliðsþjálfari boðaði 18 leikmenn til æfinga.
12.12.2019
Ný námskeið í hefjast fimmtudaginn 16. janúar, föstudaginn 17. janúar og laugardaginn 18. janúar. Kennt er einu sinni í viku í átta vikur.Eftirfarandi námskeið eru í boði.Fimmtudaga
Klukkan 17:15 námskeið 2 (um 7-14 mánaða)
Klukkan 18:00 námskeið 4 (um 2-4 ára)
Klukkan 18:45 námskeið 5 (um 4-6 ára)
Klukkan 19:30 byrjendahópur (frá um 2 mánaða)Föstudaga
Klukkan 15:45 sundskóli (börn sem er mjög vön og byrja í skóla næsta haust)
Klukkan 16:30 námskeið 3 (um 1-2 ára börn)
Klukkan 17:15 námskeið 4 ( um 2-4 ára börn)
Klukkan 18:00 námskeið 5 (um 4-6 ára börn)
Klukkan 18:45 námskeið 5 (um 4-6 ára börn)Laugardaga
Klukkan 9:15 námskeið 2 (um 7-14 mánaða)
Klukkan 10:00 námskeið 5 (um 4-6 ára)
Klukkan 10:45 byrjendahópur (frá um 2 mánaða)
Klukkan 11:30 byrjendahópur (frá um 2 mánaða)Skráning er hafin og nánari upplýsingar á og í síma 848-1626.
10.12.2019
Í ljósi mjög slæmrar veðurspár fyrir þriðjudag og miðvikudag er í gildi á Suðurlandi frá kl. 15:00 í dag.Tekin hefur verið ákvörðun hjá sveitarfélaginu að loka leikskólum, frístundaheimilum, íþróttahúsi Vallaskóla, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla, Iðu íþróttahúsi FSu (Hleðsluhöllinni) og útisvæði Sundhallar Selfoss frá kl.
10.12.2019
Laugardaginn 7. desember var HSK mótið í júdó fyrir 11 ára og yngri haldið í Sandvíkursalnum. Margir keppendur voru að taka þátt á sínu fyrsta móti og stóðu sig vel.---Á mynd með fréttinni eru allir keppendur á mótinu.
Ljósmyndir: Umf.