Súrsætt stig á heimavelli

Selfyssingar þurftu að sætta sig við eitt stig þegar liðið mætti Þór frá Akureyri í Lengjudeildinni í gærkvöldi. Það var lítið búið af leiknum þegar gestirnir tóku forystuna í leiknum og staðan orðin 0-1 eftir einungis tæpar átta mínútur.

Leikmenn mánaðarins

Leikmenn júlímánaðar eru þau Svanhildur Edda Rúnarsdóttir og Ingimar Bjartur Jóhannsson. Svanhildur er í 5.flokki kvenna, hún tók þátt á TM mótinu í Vestmannaeyjum með flokknum sínum og er á leiðinni á Símamótið í þessum mánuði.

Markaregn í Eyjum

Selfoss lá fyrir ÍBV í Lengjudeildinni í miklum markaleik í Eyjum í gær, ÍBV vann þar með sinn fjórða leik í röð í deildinni.Heimamenn byrjuðu með látum því Sito skoraði aðeins eftir þriggja mínútna leik.

Markalaust á Króknum

  Selfyssingum tókst ekki að koma boltanum í netið þegar liðið heimsótti botnlið Tindastóls á Sauðárkrók í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu í gær.

Kristrún komin heim

Knattspyrnukonan Kristrún Rut Antonsdóttir mun ganga til liðs við Selfoss þegar félagaskiptaglugginn opnar á nýjan leik í lok júní.Kristrún, sem er 26 ára miðjumaður, lék síðast á Selfossi sumarið 2018 en hún hefur komið víða við í Evrópu á síðustu árum, leikið með Chieti og AS Roma á Ítalíu, Avaldsnes í Noregi, BSF í Danmörku, Mallbackens í Svíþjóð og nú síðast með St.

Bikarmeistararnir úr leik

Það verður ekki af því að Selfyssingar verji bikarmeistaratitil sinn því því liðið laut í gras gegn Þrótti í fjórðungsúrslitum Mjólkurbikarsins á föstudag.Selfyssingar voru yfir í hálfleik eftir mark frá Brenna Lovera á 13.

Fyrsti heimasigur Selfyssinga

Selfoss vann afar mikilvægan sigur á Víkingi frá Ólafsvík þegar liðin mættust í Lengjudeildinni á laugardag. Átta mörk voru skoruð í leiknum og komu sex af þeim í fyrri hálfleik.Hrvoje Tokic skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og komu þau bæði eftir glæsilegan undirbúning Gary Martin.

Breiðablik sótti toppsætið á Selfoss

Selfoss missti toppsæti Pepsi Max deildarinnar í gær en liðið varð að sjá á eftir toppsæti deildarinnar til Íslandsmeistara Breiðabliks þegar liðin mættust á Selfossvelli í gær.

Líf og fjör í Mosfellsbænum

Það er óhætt að segja að áhorfendur í Mosfellsbæ hafi fengið mikið fyrir peninginn þegar Afturelding og Selfoss mættust í Lengjudeildinni á föstudag.

Afhroð gegn Fram

Selfyssingar steinlágu fyrir Fram þegar liðin mættust á JÁVERK-vellinum í gær.Fram komst yfir eftir rúmlega tíu mínútna leik og eftir það sáu heimamenn aldrei til sólar í leiknum.