17.05.2021
Stelpurnar okkar halda toppsætinu í Pepsi Max deildinni eftir flottan 3-1 sigur á Stjörnunni.
Leikurinn var jafn í byrjun leiks og átti Guðný Geirsdóttir nokkrar geggjaðar vörslur í fyrri hálfleik en á 32 mínútu kom Anna María Friðgeirsdóttir okkur yfir með fínu skoti.
17.05.2021
Selfoss sótti þrjú stig í Breiðholtið þegar liðið mætti Kórdrengjum í Lengjudeild karla síðasta föstudag.
Selfyssingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og það var Kenan Turudija sem kom Selfyssingum yfir eftir tæplega fimm mínútna leik með góðu skoti sem að markvörður Kórdrengja réði ekki við.
17.05.2021
Leikmenn maímánaðar eru þau Aron Einar Brynjarsson og Kolbrún Klara Jónsdóttir.
Kolbrún og Aron eru bæði í 7. flokki, æfa mjög vel og hafa bætt sig mikið síðustu vikur og mánuði.
Óskum þessum flottu krökkum til hamingju
Áfram Selfoss.
12.05.2021
Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við norska markvörðinn Benedicte Håland um að leika með liði félagsins í sumar.Håland er 23 ára gömul og kemur til Selfoss frá Bristol City í ensku úrvalsdeildinni.
12.05.2021
Stelpurnar komnar á toppinn eftir 0-2 sigur gegn Þór/KA á Akureyri.
Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik og áttu bæði lið ágætis færi.
10.05.2021
Nýliðar Selfoss léku fyrsta leik tímabilsins í Lengjudeildinni á laugardag þegar lið Vestra kom í heimsókn.Heimamenn fengu skell þar sem Vestramenn voru mun beittari í upphafi leiks og skoruðu þrjú mörk á fyrstu tuttugu mínútunum án þess að Selfyssingar fengju rönd við reist.
08.05.2021
Selfoss spilar sinn fyrsta leik í Lengjudeildinni á laugardag þegar lið Vestra kemur í heimsókn. Leikurinn hefst klukkan 14:00 á JÁVERK-vellinum.
Í ljósi aðstæðna þá er bara hægt að taka á móti 100 áhorfendum.
06.05.2021
Fyrri hálfleikur var frekar bragðdaufur en stelpurnar okkur stjórnuðu leiknum þó ágætlega. Brenna Lovera kom okkur yfir í lok fyrri hálfleiks eftir fyrirgjöf frá Hólmfríði Magnúsdóttur.
Í seinni hálfleik var sama saga þar sem Selfoss stýrði leiknum.
03.05.2021
Fyrir aðalfund Umf. Selfoss sem fór fram í fjarfundi fimmtudaginn 29. apríl var tilkynnt um val á íþróttafólki Umf. Selfoss fyrir árið 2020.
02.05.2021
Framherjinn Gary Martin hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.Gary þarf vart að kynna fyrir knattspyrnuáhugamönnum en hann hefur leikið fyrir ÍA, KR, Víking R, Val og nú síðast ÍBV.