Barbára Sól og Dagur Fannar íþróttafólk Umf. Selfoss 2020

Fyrir aðalfund Umf. Selfoss sem fór fram í fjarfundi fimmtudaginn 29. apríl var tilkynnt um val á íþróttafólki Umf. Selfoss fyrir árið 2020.

Hvalreki á fjörur Selfyssinga

Framherjinn Gary Martin hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.Gary þarf vart að kynna fyrir knattspyrnuáhugamönnum en hann hefur leikið fyrir ÍA, KR, Víking R, Val og nú síðast ÍBV.

Oliver Helgi í Selfoss

Oliver Helgi Gíslason er genginn til liðs við Selfoss. Oliver sem er fæddur árið 1999 kemur til liðsins frá Haukum. Oliver er kantmaður en getur einnig leyst stöðu framherja.

Selfoss úr leik í bikarnum

Knattspyrnusumarið hófst formlega á laugardag þegar Selfoss tók á móti Kórdrengjum í stórleik 1. umferðar Mjólkurbikarsins.Gestirnir unnu 0-1 sigur á Selfossi.

Mjólkurbikarinn

Laugardaginn 24. apríl hefst knattspyrnusumarið formlega þegar Selfoss tekur á móti Kórdrengjum í 1. umferð Mjólkurbikarsins. Leikurinn verður spilaður á gervigrasinu við JÁVERK-völlinn.

Markmenn Selfoss í Rinat hanska

Knattspyrnudeild Selfoss og Rinat á Íslandi hafa gert með sér samstarfssamning. Markmenn Selfoss verja markið í Rinat hönskum. Kíktu á og nældu þér í par.

Íþróttastarf heimilað á nýjan leik

Allt íþróttastarf hjá Umf. Selfoss kemst í gang á ný á morgun, fimmtudaginn 15. apríl. Grunnskólabörn geta stundað skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf og fjöldatakmarkanir fara úr 10 í 20, samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem tekur gildi á miðnætti í kvöld. Á sama tíma og ný reglugerð tekur gildi um tilslakanir á sóttvarnarreglum breytast nálægðarmörk úr 2 metrum í 1 metra í skólum.Gert er ráð fyrir að reglurnar, sem heilbrigðisráðherra kynnti í gær gildi í þrjár vikur.Það er mikið fagnaðarefni að allt íþróttastarf geti hafist á ný en það er samt mjög mikilvægt að við pössum áfram upp á eigin sóttvarnir.

Guðrún Þóra í Selfoss

Guðrún Þóra Geirsdóttir skrifaði á dögunum undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss en hún kemur til félagsins frá Völsungi.

Leikmenn mánaðarins

Leikmenn aprílmánaðar eru Hinrik Jarl Aronsson og María Katrín Björnsdóttir. Hinrik Jarl er í 5. flokki og byrjaði aftur að æfa fótbotla í vetur eftir smá pásu.

Emma Checker í Selfoss

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við áströlsku landsliðskonuna Emma Checker um að leika með liði félagsins í sumar.Checker er 25 ára gamall miðvörður sem hefur lengst af leikið í heimalandi sínu en einnig í Suður-Kóreu og Frakklandi.