Kvennalandsliðið æfði á JÁVERK-vellinum

Kvennalandsliðið undirbýr sig þessa dagana af krafti fyrir EM í Hollandi en liðið dvaldi um helgina á Selfossi í æfingabúðum. Eftir æfingu á föstudag var iðkendum frá Selfossi boðið að hitta stelpurnar okkar og fá eiginhandaráritanir og myndir teknar af sér með landsliðinu.

Jafntefli í toppslagnum

Kvennalið Selfoss gerði 0-0 jafntefli við Þrótt R. á útivelli í gær. Selfoss var sterkari aðilinn í leiknum en tókst ekki að skora. Nánar er fjallað um leikinn á vef . Með stiginu komst Þróttur í fyrsta sæti með 19 stig en Selfoss er með 17 stig í þriðja sæti.

Svekkjandi jafntefli

Annan leikinn í röð gerðu Selfyssingar svekkjandi jafntefli gegn liði í toppbaráttu Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu. Þróttur R kom í heimsókn á Selfoss á föstudag. Selfyssingar voru sterkari í fyrri hálfleik en það voru Þróttarar sem voru fyrri til að skora.

Stelpurnar á Spáni

Stelpurnar í 3. flokki hjá Selfossi tóku þátt í sem haldið var í Salou á Spáni í síðustu viku. Flogið var til Barcelona og þaðan brunað til Salou þar sem liðið gisti meðan á mótinu stóð.Auk þess að spila fótbolta var farið í skemmtiferðir og má nefna að leikvöllur Barcelona, Camp Nou var heimsóttur, farið var í tívolí og sundlaugagarð og rölt um Barcelonaborg þar sem að sjálfsögðu var kíkt inn í nokkrar verslanir.Mótið var vel skipulagt í alla staði og komu stelpurnar vel stemmdar til leiks.

Kvennalandsliðið í knattspyrnu æfir á JÁVERK-vellinum

Helgina 7.-9. júlí mun kvennalandslið Íslands koma á Selfoss og hefja lokaundirbúning sinn fyrir EM í Hollandi.Liðið mun æfa á JÁVERK-vellinum og býður stuðningsmönnum sínum að hitta liðið að lokinni æfingu, föstudaginn 7.

Sannfærandi sigur á Hömrunum

Selfoss vann mikilvægan sigur á Hömrunum í toppbaráttu 1. deildar kvenna í knattspyrnu, í Boganum á Akureyri á laugardag. Selfoss komst í 2-0 í fyrri hálfleik.

Selfoss og Fram gerðu jafntefli

Selfoss og Fram gerðu 1-1 jafntefli í toppbaráttu Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu á JÁVERK-vellinum á Selfossi á föstudag. Alfi Conteh-Lacalle skoraði fyrir Selfoss á 12.

Fótboltastrákar og forsetinn á Skaganum

Strákarnir í 7. flokki tóku þátt í Norðurálsmótinu á Akranesi í lok júní en nærri 40 strákar í fimm liðum tóku þátt. Iðkendur og foreldrar voru félaginu svo sannarlega til sóma og sumir hittu meira að segja .Ljósmyndir frá foreldrum.

Barbára Sól með U16 á NM

Selfyssingurinn Bárbara Sól Gísladóttir heldur í dag til Finnlands þar sem hún tekur þátt í Norðurlandamótinu í knattspyrnu leikmanna 16 ára og yngri.Ísland er í riðli með Finnlandi, Frakklandi og Svíþjóð og leikur í Oulu í Finnlandi.

Tveggja vikna EM námskeið

Mánudaginn 3. júlí hefst tveggja vikna EM námskeið í knattspyrnu á JÁVERK-vellinum. Námskeiðið er fyrir alla aldurshópa og er lögð áhersla á grunntækni í bland við skemmtilega leiki og jákvæða upplifun.