Selfoss og Fram gerðu jafntefli

Selfoss og Fram gerðu 1-1 jafntefli í toppbaráttu Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu á JÁVERK-vellinum á Selfossi á föstudag. Alfi Conteh-Lacalle skoraði fyrir Selfoss á 12.

Fótboltastrákar og forsetinn á Skaganum

Strákarnir í 7. flokki tóku þátt í Norðurálsmótinu á Akranesi í lok júní en nærri 40 strákar í fimm liðum tóku þátt. Iðkendur og foreldrar voru félaginu svo sannarlega til sóma og sumir hittu meira að segja .Ljósmyndir frá foreldrum.

Barbára Sól með U16 á NM

Selfyssingurinn Bárbara Sól Gísladóttir heldur í dag til Finnlands þar sem hún tekur þátt í Norðurlandamótinu í knattspyrnu leikmanna 16 ára og yngri.Ísland er í riðli með Finnlandi, Frakklandi og Svíþjóð og leikur í Oulu í Finnlandi.

Tveggja vikna EM námskeið

Mánudaginn 3. júlí hefst tveggja vikna EM námskeið í knattspyrnu á JÁVERK-vellinum. Námskeiðið er fyrir alla aldurshópa og er lögð áhersla á grunntækni í bland við skemmtilega leiki og jákvæða upplifun.

Jón Daði kíkti í heimsókn

Knattspyrnudeildin býður upp á frítt knattspyrnunámskeið í þessari viku og ákvað Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Wolves og landsliðsmaður Íslands, að kíkja í heimsókn á JÁVERK-völlinn í tilefni af því.Jón Daði heilsaði upp á krakkana ásamt því sem hann tók eina æfingu með meistaraflokknum og gaf knattspyrnudeildinni áritaða treyju sem hann spilaði í síðasta vetur. Jón Daði heldur til Englands á sunnudaginn þar sem hann hefur undirbúning fyrir komandi tímabil. Frábær fyrirmynd fyrir ungu krakkana sem voru himinlifandi með heimsóknina og margir fengu mynd af sér með honum ásamt að spjalla við hann um daginn og veginn Áfram Selfoss

Selfyssingar lágu í Lautinni

Strákarnir okkar lutu í Lautina hjá Fylki í Inkasso-deildinni á föstudag. Strákarnir fengu á sig tvö mörk frá Fylki í fyrri hálfleik og þar við sat í leikslok.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Eftir leikinn eru Selfyssingar eru í 4.

Öruggur sigur á Keflvíkingum

Stelpurnar okkar unnu afar mikilvægan sigur á heimavelli gegn Keflavík í 1. deildinni í gær.Stelpurnar byrjuðu leikinn gegn Keflavík af krafti og komust yfir strax á 2.

Frítt fyrir alla í fótbolta

Vikuna 26.-30. júní er frítt fyrir alla á vikunámskeið í knattspyrnu þar sem lögð er áhersla á spil á litlum völlum, einn gegn einum og skot.

Gerðu góða ferð til Vestmannaeyja

Stór hópur knattspyrnukvenna í 5. flokki á Selfossi tók þátt á Pæjumótinu í Vestmannaeyjum í síðustu viku en mótinu lauk á þjóðhátíðardaginn.

Sex breytingar og sigur Selfyssinga

Selfoss vann afar mikilvægan sigur í Inkasso-deildinni þegar Leikni frá Fáskrúðsfirði kom í heimsókn í gær. Það bar til tíðinda að þjálfarar Selfyssinga gerðu sex breytingar á byrjunarliðinu frá því í seinustu umferð.Að loknum tíðindalitlum fyrri hálfleik færðist fjör í leikinn í þeim síðar.