Markalaust gegn Gróttu

Selfyssingar gerðu markalaust jafntefli á útivelli gegn Gróttu níundu umferð 1. deildar sem fram fór í gær. Liðið er því áfram í 10.

Landsbankamótið 2015

Stelpurnar í 6. flokki fóru með tvö lið á á Sauðárkróki þar sem þær áttu frábæra helgi í brakandi sól og blíðu með skemmtilegu fólki.Selfossstelpurnar stóðu sig allar mjög vel á mótinu og gleðin var í fyrirrúmi bæði innan vallar og utan.Rúm­lega eitt þúsund kepp­end­ur tóku þátt í mótinu en það er fyr­ir stúlk­ur í 6.

Ný námskeið hefjast á mánudag

Nýtt tveggja vikna námskeið í Íþrótta- og útivistarklúbbnum (fyrir börn fædd 2005-2010) hefst á mánudag og verður staðsett í Vallaskóla.Allar nánari upplýsingar og skráningar má fá í netfanginu eða í síma 868-3474.

Orkumótið 2015

í Vestmannaeyjum fór fram um seinustu helgi en mótið er fyrir stráka á eldra ári í 6. flokki. Keppendur, þjálfarar, fararstjórar og fjölskyldur skemmtu sér og sínum allan tímann bæði með fallegum fótbolta og skemmtilegum uppátækjum.Ljósmyndir: Umf.

Hrafnhildur íþróttamaður ársins

Hrafnhildur Hauksdóttir knattspyrnukona sem spilar með Selfoss í Pepsi-deildinni var valin íþróttamaður ársins 2014 í Rangárþingi eystra.Fjórir voru tilnefndir og auk Hrafnhildar voru þau María Rósa Einarsdóttir íþróttafélaginu Dímon, Andri Már Óskarsson GHR og Guðbergur Baldursson Knattspyrnufélagi Rangæinga.

Stelpurnar á hælunum gegn KR

Stelpurnar okkar tóku á móti KR-ingum á JÁVERK-vellinum á Selfossi í gær.Fyrirfram var reiknað með þægilegum leik gegn KR en annað kom á daginn og máttu Selfyssingar að lokum þakka fyrir annað stigið úr leiknum þrátt fyrir töluverða yfirburði úti á vellinum.

Selfyssingar lágu fyrir Haukum

Selfyssingar tóku á móti Haukum í áttundu umferð 1. deildarinnar fyrir fyrir helgi.Líkt og í leiknum gegn Fjarðabyggð í næstu umferð á undan réðust úrslit leiksins undir lok fyrri hálfleiks þegar Selfyssingar misstu einbeitinguna eftir hornspyrnu Hafnfirðinga sem komu boltanum í net okkar pilta.

Dagný klárar tímabilið með Selfoss

Nú liggur fyrir að Dagný Brynjarsdóttir klárar keppnistímabilið með Selfoss en hún hefur verið einn af máttarstólpunum í liðinu í sumar.Þetta er afar ánægjulegt þar sem Dagný velur Selfoss fram yfir tilboð sem henni barst frá Noregi og Svíþjóð.

Stelpurnar á hælum Blika

Stelpurnar okkar mættu topliði Breiðabliks á útivelli í gær.Það er óhætt að segja að spennan hafi verið í hámarki og mikið undir í leiknum.

Norðurálsmótið 2015

á Akranesi sem er knattspyrnumót fyrir kraftmikla stráka í 7. flokki fór fram um seinustu helgi. Keppendur, þjálfarar, fararstjórar og fjölskyldur tóku þátt af lífi og sál og voru Selfyssingum til mikils sóma.