Dramatík hjá stelpunum

Stelpurnar okkar unnu dramatískan sigur á ÍBV í annarri umferð Pepsi-deildarinnar fyrir rúmri viku síðan. Guðmunda Brynja Óladóttir kom okkar stúlkum í 2-0 með marki hvort í sínum hálfleiknum.

Þægilegur sigur Selfyssinga í bikarnum

Karlalið Selfoss í knattspyrnu er komið í 32-liða úrslit Borgunarbikarsins eftir 0-2 sigur á 3. deildarliði Reynis í Sandgerði í gær.Nánar er fjallað um leikinn á vef . .

Grátlegur ósigur hjá strákunum

Strákarnir okkar fengu HK í heimsókn á JÁVERK-völlinn í 1.deildinni á föstudag en bæði lið unnu sína leiki í fyrstu umferð.Okkar menn réðu lögum og lofum á vellinum stóran hluta leiksins eða allt þar til að nýr liðsmaður Selfoss, Halldór Arnarson, var rekinn af velli með sitt annað gula spjald á 67.

Dagný til liðs við Selfoss á ný

Dagný Brynjarsdóttir, sem varð fyrir skemmstu þýskur meistari í knattspyrnu með FC Bayern München, hefur gengið til liðs við Selfoss á nýjan leik og leikur með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar.

Andleysi í Árbænum

Stelpurnar okkar sóttu Fylki heim í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar í gær. Það er skemmst frá því að segja að liðið virtist aldrei komast í takt við leikinn og sú barátta og kraftur sem einkennt hefur liðið undanfarin ár virtist víðsfjarri.Fylkir vann 2-0 en heimakonur létu Selfoss um að stjórna leiknum og beitti hættulegum skyndisóknum þegar færi gafst.

Sumarblað Árborgar 2015

fyrir árið 2015 er komið á vef Sveitarfélagsins Árborgar. Í blaðinu er hægt að finna upplýsingar um flest námskeið og æfingar sem í boði eru fyrir börn og ungmenni í Sveitarfélaginu Árborg sumarið 2015.Blaðinu verður dreift inn á öll heimili sveitarfélagsins í byrjun næstu viku.

Stelpurnar eru tilbúnar fyrir Pepsi-deildina

Stelpurnar hefja leik í Pepsi-deildinni, á morgun uppstigningardag, þegar þær mæta Fylki í Árbænum og hefst leikurinn kl. 14:00.Liðið kemur vel undirbúið til leiks og hefur leikið vel á undirbúningstímabilinu þar sem það komst m.a.

Dagný meistari í Þýskalandi

Dagný Brynj­ars­dótt­ir, fyrrum leikmaður Selfoss, varð um helgina þýsk­ur meist­ari í knatt­spyrnu með liði sínu FC Bayern München og er þetta er í fyrsta sinn sem ís­lensk kona verður þýsk­ur meist­ari í knatt­spyrnu.Dagný byrjaði á vara­manna­bekkn­um í dag en kom inn í síðari hálfleik þegar um tíu mín­út­ur voru til leiks­loka.

Öruggur sigur í fyrsta leik strákanna

Selfoss tók á móti BÍ/Bolungarvík á laugardag í fyrstu umferð 1. deildar karla og vann frækinn sigur 2-0. Bæði lið reyndu sitt besta að spila góðan fótbolta í þessum fyrsta leik sumarsins.Leikurinn fór vel af stað og náðu okkar menn að skapa sér nokkur ákjósanleg marktækifæri.

Knattspyrnuskóli Coerver á Selfossi 15.-17. maí

Knattspyrnudeild Selfoss í samstafi við Coerver Coaching bjóða upp á knattspyrnuskóla Coerver á Selfossi helgina 15.-17. maí nk. Þetta verður í fyrsta skipti sem boðið er upp á námskeiðið á Selfossi. Námskeiðið er fyrir alla iðkendur í 3.-6.