Fréttir

Tómstundamessa í Árborg

Fimmtudaginn 31. ágúst mun Sveitarfélagið Árborg standa fyrir svokallaðri „Tómstundamessu" í íþróttahúsinu Vallaskóla í samstarfi við grunnskóla, íþróttafélög, æskulýðsfélög og aðra aðila sem vinna með tómstundir barna á leik- og grunnskólaaldri í sveitarfélaginu.Öllum aðilum sem vinna með frítíma barna og unglinga fá tækifæri til að kynna starfið sitt fyrir nemendum í grunnskólum Árborgar og elstu bekkjum leikskóla og foreldrum þeirra.

Langar þig að æfa sund

Langar þig að prófa að æfa sund? Í sundi styrkir maður flesta vöðva líkamans og nær bæði þreki og þoli. Hjá sunddeild Selfoss er góður og skemmtilegur hópur iðkenda og metnaðarfullir þjálfararnir eru framúrskarandi og með mikla reynslu.Æfingar eru aldursskiptar  sem hér segir:Koparhópar 10 ára og yngri (f.

Skráningarfrestur á Unglingalandsmót framlengdur

Ákveðið hefur verið að lengja frestinn til að skrá þátttakendur á Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina.

Guggusund | Ný námskeið hefjast 24. ágúst

Ný námskeið í  hefjast fimmtudaginn 24. ágúst og föstudaginn 25. ágúst. Kennt er einu sinni í viku í níu vikur.Eftirfarandi námskeið eru í boði.Fimmtudaga Klukkan 17:15 Námskeið 2 (ca 7-14 mánaða) Klukkan 18:00 Námskeið 4 (ca 2-4 ára) Klukkan 18:45 Námskeið 5 (ca 4-6 ára) Klukkan 19:30 ByrjendurFöstudaga Klukkan 15:45 Sundskóli (börn frá 5 ára og eldri án foreldra) Klukkan 16:30 Námskeið 3 (ca 1-2 ára) Klukkan 17:15 Námskeið 4 (ca 2-4 ára) Klukkan 18:00 Námskeið 5 (ca 4-6 ára)Ef það fyllist í þessa hópa þá bætast við laugardagshópar.Skráning og upplýsingar á  og í síma 848-1626Guðbjörg H.

HSK treyjur til afhendingar

Afhending á HSK treyjum fyrir keppendur sem eru að fara á Unglingalandsmótið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina verður í Selinu á Selfossi mánudaginn 31.

Skráning í fullum gangi á Unglingalandsmót UMFÍ

Skráning er í fullum gangi á. Mótið verður haldið á Egilsstöðum dagana 3.-6. ágúst en það er Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA) heldur mótið með UMFÍ að þessu sinni. Mótið er fyrir 11-18 ára og þarf aðeins að greiða eitt þátttökugjald.

Fjórir Selfyssingar á AMÍ

Fjórir Selfyssingar kepptu á aldursflokkameistaramóti Íslands (AMÍ) sem fram fór í Laugardalslaug um helgina.Sara Ægisdóttir sem náði lágmarki inn á AMÍ í 100 m skriðsundi með tímanum 1:16,36 mín bætti tíma sinn stórkostlega þegar hún synti á 1:10,73 mín sem er bæting um 4,5 sekúndur.Birgitta Ósk Hlöðversdóttir, Elín Þórdís Pálsdóttir og Hallgerður Höskuldsdóttir syntu 100 m bringusund og bættu sig allar.Stelpurnar kepptu einnig í 4x100 m skriðsundi 13 ára og var tími sveitarinnar 5:33.52 mín.Þetta var vel heppnað mót hjá stúlkunum og lofar góðu fyrir næsta keppnistímabil hjá sunddeild Selfoss.mt---Keppendur Selfoss f.v.

Elísabet Helga vann besta afrek kvenna

Héraðsmót HSK í sundi var haldið í Hveragerði 6. júní 2017 sl. og mættu keppendur frá þremur félögum til leiks.Úrslit í stigakeppni mótsins urðu þau að Hamar vann með 94 stig, Selfoss varð í öðru með 79 stig og Dímon hlaut 7 stig.Bestu afrek samkvæmt stigatöflu FINA unnu Dagbjartur Kristjánsson Hamri fyrir 50 m skriðsund 28,40 sek gefur 399 stig og Elísabet Helga Halldórsdóttir Selfossi fyrir 50 m skriðsund 35,46 sek gefur 287 stig.Bikar fyrir þrjú stigahæstu sundin hlutu þau Dagbjartur með 18 stig og Sunneva María Pétursdóttir Austra, einnig með 18 stig.

Héraðsmót HSK

Héraðsmót HSK í sundi verður haldið í Hveragerði þriðjudaginn 6. júní 2017. Upphitun hefst kl. 17:15 og keppni kl. 18:00.Keppt verður í eftirfarandi greinum karla og kvenna: 50 m skriðsundi 100 m baksundi 50 m bringusundi 100 m bringusundi 50 m baksundi 100 m skriðsundi 50 m flugsundi 200 m fjórsundi 100 m flugsundi 4 x 50 m skriðundiSkráningar skulu berast á  skrifstofu HSK í síðasta lagi kl.

Sundnámskeið sumarið 2017

Vornámskeið sunddeildar Umf. Selfoss verður haldið í Sundhöll Selfoss 12.-21. júní. Kennt verður fyrir hádegi virka daga alls 8 skipti í 45 mínútur í senn.Námskeiðið er fyrir  börn fædd 2012 og eldri.