Fréttir

Flöskusöfnun á Selfossi 21. maí

Sunddeild Umf. Selfoss býður fólki að setja tómar flöskur og dósir í poka og leggja út fyrir dyrnar laugardagsmorguninn 21. maí 2016.

Uppbygging íþróttamannvirkja í brennidepli á aðalfundi Umf. Selfoss

Aðalfundur Umf. Selfoss fer fram í Tíbrá í kvöld klukkan 20:00. Fyrir fundinum liggur fjöldi tillagna og ber hæst ályktun um uppbyggingu íþróttamiðstöðvar á Selfossi.

Aðalfundur Ungmennafélags Selfoss

Aðalfundur Ungmennfélags Selfoss árið 2016 verður haldinn í félagsheimilinu Tíbrá fimmtudaginn 14. apríl klukkan 20:00.Aðalfundur Umf.

Guggusund – Ný námskeið hefjast 17. mars

Ný námskeið í hefjast fimmtudaginn 17. mars, föstudaginn 18. mars og laugardaginn 19. mars.Eftirfarandi hópar eru í boði: - Ungbarnasund fyrir 0-2 ára - Barnasund fyrir 2-4 ára - Sundnámskeið fyrir 4-6 ára - Sundskóli fyrir börn fædd 2010 og eldriSkráning á og í síma 848-1626Guðbjörg H.

Ný stjórn á aðalfundi sunddeildar

Aðalfundur sunddeildar Selfoss var haldinn miðvikudaginn 9. mars. Á fundinum létu Sigríður Runólfsdóttir og Elín María Karlsdóttir af störfum eftir farsælt starf undanfarin ár.

Sundmót sunddeildar Selfoss

Sunddeild Selfoss stóð fyrir skemmtilegu sundmóti í Sundhöll Selfoss sl. laugardag. Keppt var í 50 metra greinum og komu keppendur frá Selfossi og Hamri í Hveragerði.Það var svo sannarlega líf og fjör í sundlauginni eins og sjá má á myndunum sem Kristján Emil Guðmundsson tók.

Aðalfundur sunddeildar 2016

Aðalfundur sunddeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá miðvikudaginn 9. mars klukkan 18:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál auk þess sem veittar verða viðurkenningar fyrir góðan árangur.Allir velkomnirSunddeild Umf.

Mikil ásókn í Guggusund

Í dag hefjast ný námskeið í ungbarnasund eða eins og flestir þekkja það. Námskeiðin eru fyrir börn frá þriggja mánaða aldri til 6 ára auk þess sem boðið er upp á sundskóla fyrir börn fædd 2010 og eldri.Líkt og áður er mikil ásókn í sundið og því eru einungis örfá pláss laus í flestum hópum.Skráning hjá Guðbjörgu Bjarnadóttur á og í síma 848-1626 .

Þjálfararáðstefna Árborgar 2015-2016

Þjálfararáðstefna Árborgar verður haldin í Sunnulækjarskóla á Selfossi föstudaginn 15. og laugardaginn 16. janúar 2016. Þema ráðstefnunnar í ár er markmið, skipulag og vellíðan.Á ráðstefnuna er boðið öllum þjálfurum sem starfa á sambandssvæði HSK og eru yfir 18 ára aldri. Mikil áhersla er lögð á það af vegum sveitarfélagsins að allir þjálfarar í sveitarfélaginu mæti á ráðstefnuna. En rétt er að geta þess að ráðstefnan er öllum opin þó sérstök áhersla sé lögð að sunnlenska þjálfara.Þátttökugjald á ráðstefnuna er kr.

Æfingar hafnar að nýju eftir áramót

Æfingar hjá Umf. Selfoss eru hafnar að nýju eftir frí um áramótin. Flestir flokkar hjá félaginu voru í fríi yfir hátíðarnar en það eru margir af eldri hópunum sem una sér vart hvíldar þrátt fyrir jólasteik og áramót.