Fréttir

Selfoss vann stigakeppnina örugglega

Héraðsmót HSK í sundi var haldið í Hveragerði 31. maí sl. og mættu keppendur frá þremur félögum til leiks.Selfoss vann stigakeppni félaga með 111 stig, Hamar varð í öðru með 59 stig og Dímon í þriðja með 24 stig.Stigahæsti sundmaðurinn var Kári Valgeirsson Umf.

Vornámskeið í sundi

Vornámskeiðið í sundi verður haldið í innilaug Sundhallar Selfoss 6.-16. júni. Kennt verður fyrir hádegi virka daga í alls átta skipti í 45 mínútur í senn.Námskeiðið er fyrir börn fædd 2011 og eldri, börn sem eru byrjuð í skóla eru velkomin.

Sumarblað Árborgar 2016

fyrir árið 2016 er komið á vef Sveitarfélagsins Árborgar. Í blaðinu er hægt að finna upplýsingar um flest námskeið og æfingar sem í boði eru fyrir börn og ungmenni í Sveitarfélaginu Árborg sumarið 2016.Blaðinu var einnig dreift inn á öll heimili sveitarfélagsins.

Flöskusöfnun á Selfossi 21. maí

Sunddeild Umf. Selfoss býður fólki að setja tómar flöskur og dósir í poka og leggja út fyrir dyrnar laugardagsmorguninn 21. maí 2016.

Uppbygging íþróttamannvirkja í brennidepli á aðalfundi Umf. Selfoss

Aðalfundur Umf. Selfoss fer fram í Tíbrá í kvöld klukkan 20:00. Fyrir fundinum liggur fjöldi tillagna og ber hæst ályktun um uppbyggingu íþróttamiðstöðvar á Selfossi.

Aðalfundur Ungmennafélags Selfoss

Aðalfundur Ungmennfélags Selfoss árið 2016 verður haldinn í félagsheimilinu Tíbrá fimmtudaginn 14. apríl klukkan 20:00.Aðalfundur Umf.

Guggusund – Ný námskeið hefjast 17. mars

Ný námskeið í hefjast fimmtudaginn 17. mars, föstudaginn 18. mars og laugardaginn 19. mars.Eftirfarandi hópar eru í boði: - Ungbarnasund fyrir 0-2 ára - Barnasund fyrir 2-4 ára - Sundnámskeið fyrir 4-6 ára - Sundskóli fyrir börn fædd 2010 og eldriSkráning á og í síma 848-1626Guðbjörg H.

Ný stjórn á aðalfundi sunddeildar

Aðalfundur sunddeildar Selfoss var haldinn miðvikudaginn 9. mars. Á fundinum létu Sigríður Runólfsdóttir og Elín María Karlsdóttir af störfum eftir farsælt starf undanfarin ár.

Sundmót sunddeildar Selfoss

Sunddeild Selfoss stóð fyrir skemmtilegu sundmóti í Sundhöll Selfoss sl. laugardag. Keppt var í 50 metra greinum og komu keppendur frá Selfossi og Hamri í Hveragerði.Það var svo sannarlega líf og fjör í sundlauginni eins og sjá má á myndunum sem Kristján Emil Guðmundsson tók.

Aðalfundur sunddeildar 2016

Aðalfundur sunddeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá miðvikudaginn 9. mars klukkan 18:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál auk þess sem veittar verða viðurkenningar fyrir góðan árangur.Allir velkomnirSunddeild Umf.