Fréttir

Stórgóður árangur 3. flokks á Granollers Cup

Strákarnir í 3. flokki í handbolta (fæddir 1996 og 1997) tók þátt í  sterku alþjóðlegu móti, Granollers cup, rétt utan við Barcelona á Spáni 25.-29.

Gleði og ánægja í Partille

Þessi glæsilegi hópur 4. flokks kvenna er nýkominn heim frá Gautaborg í Svíþjóð þar sem hann tók þátt í Partille Cup dagana 1.-5.

Fjórar Selfossstelpur í U18 landsliði Íslands

Þessa stundina eru fjórar föngulegar stúlkur frá Selfossi að keppa fyrir Íslands hönd á European Open í Svíþjóð.  Stelpurnar sem allar hafa æft handbolta frá unga aldri eru svo sannarlega verðugir fulltrúar okkar Selfyssinga í U18 landsliðinu.

3. flokkur á Granollers cup í Barcelona

Þessi glæsilegi hópur 3. flokks karla sem varð bikar- og deildarmeistarar í vetur er nú kominn til Barcelona á Spáni þar sem þeir taka þátt í Granollers cup dagana 23.-30.

Lokahóf yngri flokka

Yngri flokkaráð handknattleiksdeildar Umf. Selfoss hélt uppskeruhátíð í íþróttahúsi Vallaskóla sl. föstudag. Afhent voru einstaklingsverðlaun fyrir framúrskarandi árangur 4.-6.

Ellefu leikmenn skrifa undir samninga við Selfoss

Ellefu leikmenn skrifuðu undir samninga við Handknattleiksdeild Selfoss nú í kvöld. Allir þessir leikmenn eru aldir upp hjá félaginu en þarna eru ungir og efnilegir strákar sem eru að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki sem og eldri reynsluboltar sem hafa spilað fjölda leikja fyrir Selfoss.Stjórn handknattleiksdeildarinnar er að vonum ánægð með undirskriftir þessara leikmanna sem er liður í áframhaldandi uppbyggingu liðsins og sýnir góðan afrakstur af unglingastarfi félagsins.

Handboltaskóli Selfoss

Handboltaskóli Umf. Selfoss verður í tvær vikur í sumar frá þriðudegi 10. júní til föstudags 20. júní.Tvískipt verður á námskeiðin eftir aldri.

Eldra ár í 5. flokki Íslandsmeistarar

Strákarnir á eldra ári í 5. flokki, sem luku keppni á Íslandsmótinu í lok apríl, gerðu þeir sér lítið fyrir og urðu meistarar í efstu deild með því að vinna alla sína leiki.

Efnilegur árgangur 2001

Íslandsmótinu í handbolta hjá yngra árí í 5. flokki karla lauk í byrjun maí.Selfoss 1 varð Íslandsmeistari en þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu alla leiki vetrarins, tuttugu talsins.

Lokahóf yngri flokka í handbolta

Lokahóf yngri flokka handknattleiksdeildar Umf. Selfoss verður haldið föstudaginn 23. maí í íþróttahúsi Vallaskóla frá kl. 17-18.Á dagskrá er verðlaunaafhending, myndataka og grillveisla.