15.03.2014
Stelpurnar okkar sóttu HK heim í Digranesið í Kópavogi í dag. Það voru heimastelpur sem hrósuðu sigri 20-16 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 12-10.Lokaumferð deildarinnar fer fram næstkomandi laugardag en þá taka stelpurnar á móti Fylki í Vallaskóla og hefst leikurinn kl.
15.03.2014
Meistaraflokkur karla hélt áfram sigurgöngu sinni og sigraði lið KR á föstudaginn og situr því áfram sem fastast í þriðja sæti deildarinnar. Þegar flautað var til leikhlés leiddi Selfoss með einu marki, 14-15, eftir að hafa verið undir hluta af fyrri hálfleiknum.
14.03.2014
Hildur Öder Einarsdóttir hefur framlengt samning sinn við Selfoss um tvö ár eða til loka leiktíðarinnar 2015/2016. Hildur hefur leikið 43 leiki fyrir Selfoss og verið mikilvægur hlekkur í ungu og efnilegu liði Selfoss sem hefur leikið í efstu deild síðustu tvö tímabil.Mikil ánægja er innan félagsins að hafa tryggt Hildi áfram næstu tvö árin og er það liður í áframhaldandi uppbyggingu Selfoss á starfi kvennahandboltans.
13.03.2014
Aðalfundur Handknattleiksdeildar Umf. Selfoss fer fram í Tíbrá fimmtudaginn 20. mars og hefst kl. 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnirHandknattleiksdeild Umf.
13.03.2014
Markvörðurinn Áslaug Ýr Bragadóttir hefur framlengt samning sinn við Selfoss um tvö ár eða til loka leiktíðarinnar 2015/2016. Áslaug hefur leikið 43 leiki fyrir Selfoss og verið mikilvægur hlekkur í ungu og efnilegu liði Selfoss sem hefur leikið í efstu deild síðustu tvö tímabil.Mikil ánægja er innan félagsins að hafa tryggt Áslaugu áfram næstu tvö árin og er það liður í áframhaldandi uppbyggingu Selfoss á starfi kvennahandboltans.
13.03.2014
Valinn hefur verið æfingahópur fyrir U-18 ára landslið kvenna og eiga Selfyssingar 5 fulltrúa í hópnum, en þær eru Dagmar Öder Einarsdóttir, Elena Birgisdóttir, Hulda Dís Þrastardóttir, Katrín Ósk Magnúsdóttir og Þuríður Guðjónsdóttir.
09.03.2014
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir er í 16 manna lokahópi U-20 ára landsliðs kvenna. Hanna er ekki eini Selfyssingurinn í liðinum því að Kristrún Steinþórsdóttir leikmaður danska liðsins Aarhus er einnig í hópnum.Um páskana, 18.-20.apríl, leikur liðið hér á Íslandi í undanriðli HM ásamt Úkraínu, Rúmeníu og Slóveníu.
08.03.2014
Guðmunda Brynja Óladóttir var í dag útnefnd íþróttamaður Héraðssambandsins Skarphéðins árið 2013 á héraðsþingi HSK sem fram fór á Borg í Grímsnesi.Árið var frábært hjá Guðmundu Brynju.
08.03.2014
Selfyssingar tóku á móti toppliði Stjörnunnar í Olís deildinni í handbolta í dag. Eins og oft áður í vetur áttu stelpurnar í fullu tré við andstæðingana í fyrri hálfleik en Stjarnan hafði að lokum öruggan tíu marka sigur 16-26.Það var jafnt á öllum tölum fram í miðjan fyrri hálfleik þegar staðan var 6-6.
07.03.2014
Selfoss vann auðveldan sigur á liði Hamranna frá Akureyri í kvöld. Gestirnir skoruðu fyrsta mark leiksins en Selfoss næstu sex og sáu Hamrarnir ekki til sólar eftir það. Selfoss var betra liðið á öllum sviðum í kvöld og fengu allir leikmenn að spreyta sig og slógu leikmenn ekki af út leiktímann þrátt fyrir mikinn mun. Ákveðin uppgjöf var í liði Hamranna sem sýndi litla mótspyrnu.