06.03.2014
Þrír Selfyssingar eru í U-18 ára landsliði karla sem leikur þrjá æfingaleiki við Dani í Danmörku dagana 4.-6. apríl. Þetta eru nýkrýndu bikarmeistararnir Elvar Örn Jónsson, Hergeir Grímsson og Ómar Ingi Magnússon. Þjálfari liðsins er Selfyssingurinn Einar Guðmundsson.Við óskum strákunum til hamingju og góðs gengis í Danmörku.
06.03.2014
Tómas Þóroddsson og Fannar Geir Ólafsson, sem reka Kaffi Krús og Tryggvaskála, buðu bikarmeisturum 3. flokks í handknattleik í humarsúpu í Tryggvaskála sl.
05.03.2014
92. héraðsþing Héraðssambandsins Skarphéðins verður haldið í félagsheimilinu Borg í Grímsnesi á laugardag og hefst stundvíslega kl.
02.03.2014
Strákarnir okkar í 3. flokki urðu í dag bikarmeistarar í handknattleik eftir sannfærandi sigur á Fram 27-24.Það var ljóst frá upphafi hvert stefndi í leiknum.
01.03.2014
Þeir sem fylgjast með handbolta á Selfossi hafa veitt athygli góðum árangri strákanna í 3. flokki.Þeir spila í 1. deild í Íslandsmótinu og eru í efsta sæti deildarinnar þegar þetta er skrifað, hafa einungis tapað einum leik eftir fjórtán umferðir.Auk þess eru þeir komnir í úrslit í bikarkeppni HSÍ. Þar lögðu þeir fyrst KA auðveldlega í Vallaskóla 42:18, síðan HK með einu marki 34:35 á útivelli og loks Hauka 19:21 á útivelli.
28.02.2014
Strákarnir í 3. flokki leika um helgina til úrslita í bikarkeppni HSÍ. Leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni sunnudaginn 2. mars klukkan 18:00 og eru mótherjarnir lið Fram.Fólk er hvatt til að fjölmenna í Höllina og hvetja strákana til dáða.---3.
22.02.2014
Meistaraflokkur karla náði í tvö stig í Hafnarfjörðinn í dag þegar þeir unnu ÍH 27-30 eftir hörkubaráttu. Leikurinn byrjaði nokkuð jafnt en Selfoss náði þó forskoti um miðjan fyrri hálfleikinn í stöðunni 4-8.
22.02.2014
Mfl. kvenna mátti þola stórt tap í dag á móti Fram í Olísdeildinni.Fyrri hálfleikur var mjög flottur, jafnt á tölum og staðan 12-12 í hálfleik þó svo markvörður Selfoss hafi aðeins verið með einn varinn bolta í hálfleiknum.
21.02.2014
TM og handknattleiksdeild Selfoss undirrituðu samning í síðustu viku. Samningurinn er frábrugðinn öðrum styrktarsamningum sem deildin er með við fyrirtæki en stjórn og iðkendur munu á næstunni bjóða fólki og fyrirtækjum að fá tilboð í tryggingarnar sínar.Samþykki viðkomandi að fá tilboð mun sölumaður frá TM hafa samband og fara yfir tryggingarnar og gera tilboð.
18.02.2014
Stelpurnar okkar unnu frækinn en öruggan sigur á FH-ingum í Vallaskóla í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 26-21 eftir að staðan í hálfleik var 13-7.Það blés ekki byrlega í upphafi leiks því að gestirnir mættu mjög ákveðnir til leiks og skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins.