Fréttir

Handboltaæfingar byrja fimmtudaginn 22. ágúst

Handboltaæfingar yngri flokka hefjast fimmtudaginn 22. ágúst, æfingatímar verða auglýstir síðar. Handknattleiksdeild Umf. Selfoss leggur mikla áherslu á að hafa vel menntaða og reynslumikla þjálfara og hefur verið mikill stöðugleiki í mannaráðningum undanfarin ár.

Einar ánægður með Þýskalandsdvölina

Einar Sverrisson leikmaður Selfoss, sem í síðustu viku æfði með stórliðinu Rhein-Neckar Löwen, var ánægður með Þýskalandsdvölina.Lesa má nánar um dvöl Einars í Þýskalandi á .Mynd: Sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Einar æfir með Ljónunum í Rhein-Neckar

Miðjumaðurinn efnilegi Einar Sverrisson er nú staddur í Þýskalandi þar sem hann stundar æfingar með Rhein-Neckar Löwen sem þjálfað er af Guðmundi Guðmundssyni fyrrum landsliðsþjálfara Íslands.

10 Selfyssingar í Kiel

Um þessar mundir eru 10 ungir og efnilegir handboltamenn frá Selfossi í Kiel í Þýskalandi í handboltaskóla. 52 manna hópur frá Íslandi lagði af stað í nótt til Þýskalands ásamt þjálfurum og fararstjórum.Handboltaskólinn er unninn í samvinnu við Alfreð Gíslason, þjálfara Kiel, sem mun m.a.

Leikmenn skrifa undir samninga

Thelma Sif Kristjánsdóttir framlengdi samning sinn við Selfoss til tveggja ára nú í kvöld. Thelma er öflug hægri skytta sem spilaði með meistaraflokki kvenna á síðasta tímabili.Andri Hrafn Hallsson skrifaði einnig undir samning en hann er að koma aftur til síns uppeldisfélags eftir að hafa spilað með Aftureldingu og Víkingi.

Ragnarsmótið 2013

Ragnarsmótið í handbolta verður haldið í Íþróttahúsi Vallaskóla 4. – 7. september nk.  Mótið er haldið til minningar um Ragnar Hjálmtýsson sem lést ungur í bílslysi en hann var einn af efnilegri handboltamönnum Selfoss.

Glæsilegur árangur á Partille Cup

Eins og áður hefur komið fram vann lið Selfyssinga, skipað er drengjum fæddum árið 1997, um helgina glæsilegan sigur á Partille Cup.

Sigur á Partille

Strákarnir í árgangi 1997 urðu í 1. sæti á Partille Cup eftir frábæran sigur á franska liðinu Creteil 15-12 í úrslitaleik.Glæsilegur árangur hjá strákunum.

Selfyssingar tryggðu sigur í handknattleikskeppni Landsmótsins

Stelpurnar í Selfoss tryggðu HSK sigur í handknattleikskeppni Landsmóts UMFÍ sem hófst á Selfossi í dag.Það var sem fjallaði um stelpurnar okkar.

Sverrir valinn í u-19 landslið Íslands

Sverrir Pálsson leikmaður Selfoss var á dögunum valinn í u-19 ára landslið Íslands í handbolta sem spilar þessa dagana á European Open sem fram fer í Gautaborg.