Fréttir

Ragnarsmótið - dagur 3

Í fyrri leik kvöldins mættust heimamenn í Selfoss og ÍR, úr varð hörkuleikur sem endaði með sigri ÍR 24-25 eftir að Selfoss hafði leitt í hálfleik með 13 mörkum gegn 11.Markaskorarar Selfoss voru Andri Hrafn Hallsson 6 mörk, Sverrir Pálsson 5, Hörður Másson 3, Ómar Helgason 3, Ómar Magnússon 3, Jóhannes Eiríksson 2, Árni Felix Gíslason 1 og Magnús Magnússon 1.Markaskorarar ÍR voru Arnar Birkir Hálfdánarson 6 mörk, Björgvin Hólmgeirsson 4, Sturla Ásgeirsson 3, Sigurður Magnússon 3, Davíð Georgsson 2, Kristinn Björgúlfsson 2, Sigurjón Björnsson 2, Guðni Kristinsson 1, Daníel Guðmundsson 1 og Jón Heiðar Gunnarsson 1.Seinni leikur kvöldsins var viðureign ÍBV og Gróttu, ÍBV hafði þar betur 32-26 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 17-11.Markaskorarar ÍBV voru Andri Friðriksson 7 mörk, Theodór Sigurbjörnsson 7, Róbert Aron Hostert 6, Grétar Eyþórsson 3, Svavar Kári Grétarsson 3, Dagur Arnarsson 2, Magnús Stefánsson 1, Filip Scepanovic 1, Agnar Smári Jónsson 1 og Guðni Ingvarsson 1.Markaskorarar Gróttu voru Vilhjálmur Hauksson 9 mörk, Óli Björn Jónsson 4, Þráinn Jónsson 3, Jökull Finnbogason 3, Aron Pálsson 1, Alex Ragnarsson 1, Þorgeir Davíðsson 1, Kristján Karlsson 1, Aron Jóhannsson 1, Einar Kristinsson 1 og Hjalti Hjaltason 1.Lokaniðurstaða í riðlunum tveimur, eftir leiki kvöldsins, er:A-riðill Ír 4 stig HK 2 stig Selfoss 0 stigB-riðill ÍBV 4 stig Afturelding 2 stig Grótta 0 stigÁ morgun, laugardag 7.sept, mætast: Kl.

Ragnarsmótið - Dagur 2

Tveir leikir fóru fram á Ragnarsmótinu í handbolta í kvöld. Afturelding vann Gróttu 20-19 og HK vann Selfoss 28-27.Í fyrri leik kvöldsins vann Afturelding sigur á Gróttu, 20-19, en staðan í hálfleik var 13-11 Aftureldingu í vil.

Ragnarsmótið hefst á morgun

Ragnarsmótið á Selfossi er fastur liður í undirbúningi handboltamanna fyrir veturinn og fer það fram í Íþróttahúsi Vallaskóla dagana 4.-7.

Vetrarstarfið að hefjast

Um leið og skólarnir byrja hefst vetrarstarfið hjá flestum deildum Ungmennafélagsins. Handknattleiksdeildin reið á vaðið 22. ágúst, æfingar í taekwondo hefjast í dag, 28.

Mótaskrá í 5.-8. flokki

Búið er að birta mótaskrá vetrarins í 5.-8. flokki í handbolta.

Handboltaæfingar 2013-2014

Æfingar hjá handknattleiksdeildinni hefjast af fullum krafti fimmtudaginn 22. ágúst. Æfingatímarnir verða eins og undanfarin ár, skiptast aðallega á að stelpur æfa mánudaga og miðvikudaga en strákar þriðjudaga og fimmtudaga.

Handboltaæfingar byrja fimmtudaginn 22. ágúst

Handboltaæfingar yngri flokka hefjast fimmtudaginn 22. ágúst, æfingatímar verða auglýstir síðar. Handknattleiksdeild Umf. Selfoss leggur mikla áherslu á að hafa vel menntaða og reynslumikla þjálfara og hefur verið mikill stöðugleiki í mannaráðningum undanfarin ár.

Einar ánægður með Þýskalandsdvölina

Einar Sverrisson leikmaður Selfoss, sem í síðustu viku æfði með stórliðinu Rhein-Neckar Löwen, var ánægður með Þýskalandsdvölina.Lesa má nánar um dvöl Einars í Þýskalandi á .Mynd: Sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Einar æfir með Ljónunum í Rhein-Neckar

Miðjumaðurinn efnilegi Einar Sverrisson er nú staddur í Þýskalandi þar sem hann stundar æfingar með Rhein-Neckar Löwen sem þjálfað er af Guðmundi Guðmundssyni fyrrum landsliðsþjálfara Íslands.

10 Selfyssingar í Kiel

Um þessar mundir eru 10 ungir og efnilegir handboltamenn frá Selfossi í Kiel í Þýskalandi í handboltaskóla. 52 manna hópur frá Íslandi lagði af stað í nótt til Þýskalands ásamt þjálfurum og fararstjórum.Handboltaskólinn er unninn í samvinnu við Alfreð Gíslason, þjálfara Kiel, sem mun m.a.