Fréttir

Heitt í kolunum hjá handboltanum

Það verður heitt í kolunum fyrir handboltaleiki helgarinnar hjá meistaraflokkum Selfoss. Boðið verður upp á grillaða hamborgara fyrir leik strákanna á föstudagskvöld kl.

Hrafnhildur Hanna í U20 ára landsliðið

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var í dag valin í æfingahóp fyrir U20 ára landslið kvenna sem mun æfa saman dagana 21.-27. október.

Hvert andlit gefur stelpunum auka kraft

Stelpurnar í meistaraflokki Selfoss í handbolta hófu leik á Íslandsmótinu í handbolta þann 21. september sl. Fjallað er um stutta sögu meistaraflokks kvenna frá því hann var endurvakinn í Dagskránni og á vef en stelpurnar eru nú á öðru ári í efstu deild. Þær hafa lagt sig alla fram og sýnt stöðugar framfarir.

Selfyssingar fundu ekki fjölina

Selfoss tók á móti Gróttu í Olís deildinni á laugardag. Eftir ágæta byrjun Selfyssinga dró í sundur með liðunum undir lok fyrri hálfleiks og voru Gróttustelpur fjórum mörkum yfir í hálfleik 9-13.

Hörku sigur í Víkinni

Selfoss heimsótti Víking í kvöld föstudaginn 11. október. Víkingar voru örlítið vængbrotnir fyrir leikinn þar sem Róbert Sighvatsson hafði sagt upp störfum og Þorbergur Aðalsteinsson stýrði liðinu.Leikurinn byrjaði af mikilli hörku eins og viðureignir liðana vanalega eru, þannig tók það Selfoss ekki nema 10 mín að klára 3 gula spjalda kvótann.

Sigur hjá Selfoss í spennuleik

Selfoss vann gríðarlega mikilvægan sigur á Aftureldingu í Olís deildinni í gærkvöldi. Leikurinn var í meira lagi sveiflukenndur og réðust úrslit ekki fyrr en á lokamínútu leiksins þegar Þuríður Guðjónsdóttir skoraði sigurmark Selfyssinga.Að loknum fyrri hálfleik var fátt sem benti til þess að Selfyssingar myndu fá eitthvað út úr leiknum.

Handboltabúðir Arons Kristjánssonar á Selfossi

Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari mun, ásamt Handknattleiksdeild Umf. Selfoss, halda handboltanámskeið fyrir krakka fædda 1998-2005 dagana 18.

Fjörugur leikur Sunnlendinga

Selfoss tók á móti ÍBV í bráðfjörugum leik í Olísdeildinni á laugardag.  Það var mikið skorað í fyrri hálfleik og að honum loknum leiddu heimastúlkur 17-16.Selfyssingar náðu góðum kafli í upphafi seinni hálfleiks og komust þremur mörkum yfir.

Allt í járnum gegn Gróttu

Selfoss lék sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu gegn Gróttu í kvöld 4. október. Það mátti búast við hörkuleik, enda viðureignir liðanna í fyrra mjög jafnar og svo varð raunin.Leikurinn byrjaði af miklum krafti og náði hvorugt liðið að ná afgerandi forystu fyrstu 10 mínútur leiksins.

Fyrsti heimaleikur mfl. karla – athugið breyttan leiktíma

Fyrsti heimaleikur mfl. karla er í kvöld, 4. október, klukkan 20:00. Strákarnir fá lið Gróttu í heimsókn en þeir eru búnir að spila tvo leiki, tapa einum og vinna einn.