Fréttir

Við ofurefli að etja gegn Fram

Stelpurnar mættu ógnarsterku Framliði í gær og urðu að sætta sig við stærsta tap vetrarins 33-14, en þetta var jafnframt síðasti leikur liðsins fyrir áramót.

Vinningshafar í happdrætti Mjaltavélarinnar

Tveir vinningar voru dregnir úr seldum aðgöngumiðum í hálfleik í kvöld á leik Selfoss og ÍBV.Dóra Kristín vann veglega ostakörfu en það var Kolbrún Jara sem tók við aðal vinningi kvöldsins, þriggja rétta máltíð fyrir tvö á Riverside í Hótel Selfoss.       

Slæmt tap mfl.karla gegn ÍBV

Selfoss fékk ÍBV í heimsókn í kvöld. Von var á mikilli hörku og baráttu í leiknum eins og raunin varð. Selfoss byrjaði leikinn gífurlega illa og eftir fyrstu 3 mínúturnar var ÍBV komið með forystuna 0-4.

Atli Kristinsson með slitið krossband og verður ekki meira með

Heimasíðan fékk þær slæmu fréttir að Atli Kristinsson sleit krossbandið og verður núna frá í allt að ár. Augljóst er að þetta er gífurlega mikil blóðtaka fyrir Selfoss liðið, en Atli hefur verið mikilvægur bæði sóknarlega og varnarlega og einnig mikill leiðtogi í liðinu.

Grátlegt tap hjá 3. flokki

Selfoss mætti Haukum á útivelli í 3. flokki í gær. Leikurinn var æsispennandi, sérstaklega í síðari hálfleik, og fór svo að lokum að heimamenn höfðu 1 marks sigur 28-27.

Upphitun fyrir Selfoss - ÍBV

Á föstudaginn 16. nóvember klukkan 19:30 þá fer fram baráttan um Suðurlandið. Þegar við tökum á móti ÍBV í íþróttahúsinu við Vallaskóla.

Mfl. Karla áfram í 16-liða úrslit í bikarnum

Selfyssingar sóttu Aftureldingu2 heim í 32-liða úrslitunum í bikarnum.  Afturelding2 byrjaði leikinn ágætlega og náði forystunni í 3-2 eftir 5 mínútur.

98 með góðan sigur á ÍR

98-liðið í 4.  flokki karla mætti ÍR í gær á útivelli. Selfoss vann þar nokkuð sannfærandi sigur 16-23 eftir að hafa leitt allan leikinn.

Tap gegn Stjörnunni

Stelpurnar spiluðu á laugardaginn við enn eitt stórliðið í N1 deildinni sem inniheldur eina 4 leikmenn íslenska landsliðsins og aðra 2 fyrrvernandi leikmenn þess. Stjörnuliðið er eitt af fjórum bestu liðum landsins ásamt Val, Fram og ÍBV og því var verkefnið stórt fyrir nýliðana okkar. Bæði lið byrjuðu leikinn rólega og svo fór að gestirnir voru fyrri til að taka við sér þegar þeir breyttu stöðunni úr 5-6 í 6-10 á aðeins 5 mín.

6. flokkur eldri vann annað mót vetrarins

Annað mót vetarins fór fram í 6. flokki Eldri (2001) um helgina .Selfoss-1 vann 1. deildina með því að vinna alla fimm leiki sína. Selfoss hefur nú unnið bæði mótin sem hafa farið fram í þessum árgangi en alls eru fimm mót í vetur.