Fréttir

Góður sigur á Fylki

Stelpurnar unnu sinn annan leik í N1 deildinni á þriðjudaginn þegar þær mættu liði Fylkis á útivelli. Leikurinn endaði 21-27 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 9-12 fyrir okkar stelpur.

Einar og Magnús Már valdir í u-21 landsliðið

Á dögunum var valinn æfingarhópur fyrir u-21 landsliðið þar sem Selfyssingar eiga tvo fulltrúa í liðinu. Þá Einar Sverrisson og Magnús Már Magnússon.

Tap hjá 98-liðinu

98-liðið í 4. fl. karla mætti FH á sunnudaginn. Liðið lék mjög góðan varnarleik í leiknum og fékk fína markvörslu en þrátt fyrir það unnu gestirnir frá Hafnarfirði 17-18.

Stórt tap fyrir ÍBV

Stelpurnar í meistaraflokki hafa verið að spila vel í upphafi Íslandsmótsins og komið mörgum á óvart. Á laugardaginn mættu þær hins vegar einu af toppliðunum og því ljóst að verkefnið yrði mjög erfitt.

Mfl. karla með sigur á Fjölni

Selfoss tók á móti Fjölni í kvöld í íþróttahúsinu við Vallaskóla. Selfyssingar tóku snemma völdin í leiknum og leiddu 6-2 eftir fyrstu 10 mínúturnar.

Tap gegn Gróttu í 3. flokki karla

3. flokkur karla lék gegn Gróttu á heimavelli í gærkvöldi. Selfyssingar náðu sér ekki á strik og sigraði Grótta leikinn nokkuð sannfærandi.

Upphitun fyrir Selfoss - Fjölnir

Á föstudaginn 26. Október klukkan 19:30 taka Selfyssingar á móti Fjölni í íþróttahúsinu við Vallaskóla.Fjölnir hefur ekki byrjað tímabilið á besta veg og einungis náð í eitt stig gegn Fylki fyrr í vetur.

Stelpurnar töpuðu í hörku leik gegn HK

Stelpurnar spiluðu fyrsta útileik vetrarins gegn HK í Digranesi síðastliðinn laugardag. Liðið átti góðan dag og lét HK stelpurnar vinna virkilega fyrir stigunum.

97 sigraði í Vesturbænum

Selfoss-97 mætti KR um helgina í 4. flokki karla. Eftir rólega byrjun seig Selfoss fram úr KR-ingum og vann að lokum 27-29 sigur.KR-ingar byrjuðu leikinn betur en Sefyssingar sem voru algjörlega á hælunum varnarlega.

3. flokkur mætti Fram

3. flokkur mætti Fram í Safamýri í dag. Vitað var að um erfitt verkefni væri að ræða fyrir Selfoss drengi. Selfyssingar léku á köflum mjög góðan leik og voru nálægt því að ná einhverju út úr leiknum.