Fréttir

Meistaraflokkur vann Fjölni

Strákarnir í meistaraflokki unnu Fjölni örugglega, 28-16 á föstudaginn. Selfyssingar færðust upp í 4. sætið með sigrinum en þurfa sigur í lokaumferðinni ætli þeir sér að halda sætinu.Selfyssingar voru mun betri aðilinn gegn Fjölni og leiddu 16-6 í hálfleik.

Selfoss lagði topplið ÍR

Selfoss vann um helgina ÍR hér á Selfossi, 31 - 25. Selfoss leiddi allan leikinn og léku afar vel í leiknum. Gaman var að sjá Sigurð Má koma sterkan inn í leik liðsins og þá kom Atli Kristins til baka eftir magurt gengi undanfarið.

Jafntefli hjá 2. flokki

Akureyringar sóttu okkar menn heim um helgina í 2. flokki. Endaði leikurinn 25 - 25 en Selfoss fór illa að ráði sínu undir lok leiks er þeir voru þremur mörkum yfir og stutt eftir.

Tap í síðasta deildarleik meistaraflokks kvenna

Stelpurnar náðu sér aldrei á strik í vörninni enda Haukastelpurnar bæði mjög góðar og vel spilandi. Það vakti þó nokkra athygli að lið Hauka stillti upp einum 5 leikmönnum sem voru á leikskýrslu liðsins í N1 deildinni daginn áður.

Selfoss og Grótta mættust í 4. flokki

Á laugardag spilaði 4. flokkur á móti Gróttu í íþróttahúsi Sólvallaskóla. Í A-liðum voru Selfyssingar mun öflugri strax frá byrjun og komust t.a.m.

4. flokkur sótti fjögur stig í Kópavoginn

Í 4. flokki karla léku bæði lið gegn HK á útivelli og náðu Selfyssingar sér í tvo sigra úr ferðinni.A-liðið var kraftlaust framan af og menn ekki nægilega vel tilbúnir í leikinn.

Selfoss 2 tapaði í 3. flokki karla

Selfoss 2 í 3. flokki lék gegn Fram um helgina. Fór svo að Framarar höfðu sigur 25-23 eftir að Selfyssingar höfðu verið öflugri framan af leik.

Tveir sigrar hjá meistaraflokki karla

Selfoss vann á föstudaginn síðastliðinn Stjörnuna heima 28 - 27 eftir að hafa verið undir 14 - 16 í hálfleik. Í gærkvöld gerðu svo okkar menn góða ferð til Eyja og unnu 21 - 23 eftir að hafa forustu 11 - 14 í leikhléi.Leikurinn gegn Stjörnunni var afar erfiður enda vantar marga leikmenn í okkar lið.

Mfl. kv. tapaði fyrir Víkingi í toppslagnum

Þessi úrslit þýða að Víkingur er orðinn deildarmeistari enda bara búnar að tapa 1 leik. Selfoss hins vegar hefur tapað 3 leikjum (2 fyrir Víking og 1 fyrir Fylki).  Selfoss var eina liðið sem gat náð Víkingi en til þess þá hefðu okkar stelpur þurft að vinna leikinn minnst með 3 mörkum til þess að hafa betur í innbyrðisviðureignum liðanna.Leikurinn var skemmtilegur og jafn allan tímann og fyrri hálfleikur var svo jafn að aldrei var meira en 1 marks munur á liðunum.

Selfoss-2 vann líka í 3. flokki

Selfoss 2 í 3. flokki sigraði Gróttu á sunnudaginn líkt og A-liðið gerði. Leikurinn endaði 23-22 en Selfyssingar voru með yfirhöndina allan leikinn.Selfoss náði snemma í fyrri hálfleik þriggja marka forskoti en Grótta komst þá nær Selfyssingum og eins marks munur í hálfleik 13-12.