Fréttir

4. flokkur karla í bikarúrslit!

Í gær sigraði 4. flokkur karla ÍBV, 27-26, í afar dramatískum leik í undanúrslitum bikarkeppninnar og tryggði sér þannig sæti í úrslitaleiknum sem fram fer í Laugardalshöllinni.

Önnur bikarvika í Vallaskóla

Í þessari viku fara fram tveir undanúrslitaleikir í bikarkeppni yngri flokka HSÍ. Leikirnir fara fram í íþróttahúsi Vallaskóla á þriðjudag og fimmtudag.

Selfoss náði í stig í Breiðholtinu

Selfyssingar sóttu ÍR-inga heim í Austurberg síðastliðinn föstudag og fengu úr þeim þeim leik eitt stig. Um hörkuleik var að ræða sem endaði 28 - 28, en í leikhléi var einnig jafnt, 13 - 13.Leikurinn var jafn og gat allt eins farið þannig að annað hvort liðið hefði heppnina með sér og næði fram sigri.

3. flokkur vann stórsigur í Eyjum

3. flokkur karla fór í gær til Vestmannaeyja og lék við heimamenn. Lið ÍBV hefur verið að bæta sig mikið að undanförnu en í þessum leik mættu þeir öflugum Selfyssingum sem voru greinilega staðráðnir í að koma sér aftur í gang eftir tvö töp að undanförnu.

4. flokkur sigraði ÍBV tvívegis

Á föstudag léku bæði lið 4. flokks karla gegn ÍBV í íþróttahúsi Vallaskóla. A-liðið reið á vaðið og sigraði 30-27 eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik.

4. flokkur leikur við ÍBV í dag

4. flokkur karla tekur á móti ÍBV í tveimur leikjum í dag. Leikirnir fara fram í Vallaskóla kl. 16:00 og 17:00 og hvetjum við alla til að mæta og fylgjast með strákunum.

Gekk ekki í Kaplakrika

Selfyssingar mættu FH í Kaplakrika í gær í 4. flokki karla. Seinast þegar þessi lið áttust við vann Selfoss í bæði A og B liðum með einu marki.

Strákarnir sigruðu Eyjamenn í hörkuleik

Eftir tæplega tveggja mánaða hlé, vegna Evrópumótsins sem íslenska karlalandsliðið tók þátt í Serbíu, er 1. deildin hafin á ný.

Útisigur hjá 4. flokki karla

Strákarnir í 4. flokki mættu Aftureldingu í Mosfellsbæ í gær. Selfoss var með yfirhöndina allan leikinn og sigraði að lokum 23-31 eftir að hafa leitt 10-16 í hálfleik.Selfyssingar komust 1-4 yfir og höfðu yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn.

Fjögur lið frá Selfossi í undanúrslitum bikars

Með sigri 3. flokks kvenna á Fylki í gær urðu stelpurnar fjórða liðið frá Selfossi sem tryggir sér sæti í undanúrslitum bikarkeppni HSÍ.