Fréttir

Flottur sigur í 4. flokki

Strákarnir í 4. flokki fóru til Akureyrar á föstudaginn og léku gegn heimamönnum í KA. Ferðin var vel heppnuð og sigraði Selfoss 25-28 eftir að hafa leitt 10-16 í hálfleik.

4. flokkur vann KA

Strákarnir í 4. flokki unnu góðan heimasigur á KA-mönnum í gærkvöldi 38-27. Norðanmenn leiddu framan af leik en um miðjan fyrri hálfleik náðu Selfyssingar tökum á leiknum og stjórnuðu honum alfarið eftir það.

4. flokkur leikur heimaleik á föstudag

Næstkomandi föstudag, 13. janúar,  taka strákarnir í A-liði 4. flokks á móti KA mönnum frá Akureyri. Leikurinn fer fram kl. 21:00 í Vallaskóla og verður væntanlega um hörkuleik að ræða.

Selfoss-strákar 97 unnu brons á Norden Cup

Tvö Selfosslið tóku þátt í Norden Cup sem fór fram í Gautaborg á milli jóla og nýárs. Var þar um að ræða strákalið og stelpulið úr árgangi 1997.

Slæmur dagur hjá 4. flokki

A- og B-liðin í 4. flokki karla mættu toppliðunum í deildunum í gær. Bæði lið þurftu að sætta sig við töp eftir að hafa verið í ágætum möguleika á að ná meiru út úr leikjunum.

HSK-mótið í handbolta haldið í 5. sinn

HSK-mótið í meistaraflokki karla fór fram í íþróttahúsi Vallaskóla fimmtudaginn 29. desember sl. Var þetta fimmta árið í röð sem mótið er haldið eftir að það var endurvakið.