12.02.2012
3. flokkur karla fór í gær til Vestmannaeyja og lék við heimamenn. Lið ÍBV hefur verið að bæta sig mikið að undanförnu en í þessum leik mættu þeir öflugum Selfyssingum sem voru greinilega staðráðnir í að koma sér aftur í gang eftir tvö töp að undanförnu.
12.02.2012
Á föstudag léku bæði lið 4. flokks karla gegn ÍBV í íþróttahúsi Vallaskóla. A-liðið reið á vaðið og sigraði 30-27 eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik.
10.02.2012
4. flokkur karla tekur á móti ÍBV í tveimur leikjum í dag. Leikirnir fara fram í Vallaskóla kl. 16:00 og 17:00 og hvetjum við alla til að mæta og fylgjast með strákunum.
06.02.2012
Selfyssingar mættu FH í Kaplakrika í gær í 4. flokki karla. Seinast þegar þessi lið áttust við vann Selfoss í bæði A og B liðum með einu marki.
05.02.2012
Eftir tæplega tveggja mánaða hlé, vegna Evrópumótsins sem íslenska karlalandsliðið tók þátt í Serbíu, er 1. deildin hafin á ný.
02.02.2012
Strákarnir í 4. flokki mættu Aftureldingu í Mosfellsbæ í gær. Selfoss var með yfirhöndina allan leikinn og sigraði að lokum 23-31 eftir að hafa leitt 10-16 í hálfleik.Selfyssingar komust 1-4 yfir og höfðu yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn.
01.02.2012
Með sigri 3. flokks kvenna á Fylki í gær urðu stelpurnar fjórða liðið frá Selfossi sem tryggir sér sæti í undanúrslitum bikarkeppni HSÍ.
30.01.2012
Selfoss 2 í 3. flokki mætti A-liði FH í gær í Kaplakrika. Fyrir leikinn voru FH-ingar lang efstir í 2. deildinni og höfðu unnið alla sjö leiki sína með minnst 10 marka mun.
27.01.2012
Strákarnir í 4. flokki léku í gær gegn KR-ingum í 8-liða úrslitum bikarkeppni yngri flokka. Selfyssingar unnu þar sannfærandi sigur 25-14 og eru því komnir í undanúrslit bikarsins.
24.01.2012
Næstu tvo daga fara fram tveir æsispennandi leikir í 8-liða úrslitum bikarkeppni yngri flokka í handboltanum í Vallaskóla. Ástæða er til að hvetja fólk til að fjölmenna á leikina þar sem okkar lið fengu heimaleik í bikar í þetta skiptið.Miðvikudagur 25.