Fréttir

Héraðsmót HSK í sundi 2015

Héraðsmót HSK í sundi verður haldið í Hveragerði þriðjudaginn 12. maí 2015. Upphitunhefst kl. 17:15 og keppni kl. 18:00. Skráningar skulu berast á  skrifstofu HSK í síðasta lagi kl.

Aðalfundur Frjálsíþróttaráðs HSK

Aðalfundur Frjálsíþróttaráðs HSK verður  haldinn í Selinu á Selfossi miðvikudaginn 6. maí nk. kl. 20:00.  Til aðalfundar er boðið fulltrúum frá aðildarfélögum Frjálsíþróttaráðs HSK og stjórn HSK.

Minningarmótið um helgina

Minningarmótið um Magnús Arnar Garðarsson verður haldið í íþróttahúsi Vallaskóla sunnudaginn 3. maí.  Minningarmótið er árlegur viðburður hjá deildinni og nota iðkendur mótið sem undirbúning fyrir síðasta mót vetrarins en það er í ár vormót FSÍ sem haldið verður á Egilsstöðum.

Selfyssingar Íslandsmeistarar í 6. flokki

Strákarnir á eldra ári í 6. flokki fóru með þrjú lið á Akureyri um seinustu helgi. Öll liðin léku frábærlega og urðu Selfoss 1 og Selfoss 2 deildarmeistarar.

Úrslit í öðru Grýlupottahlaupinu 2015

Frábær þátttaka var í öðru Grýlupottahlaupi ársins 2015 fór fram á Selfossvelli laugardaginn 25. apríl. Þátttakendur voru 154 sem er töluverð fjölgun frá fyrsta hlaupi ársins. Vonandi verður framhald á góðri mætingu og að hitastigið hækki eftir því sem líður á vorið. Besta tímann hjá stelpunum átti Harpa Svansdóttir, 3:11 mín og hjá strákunum var það Teitur Örn Einarsson sem hljóp á 2:33 mín.Hlaupaleiðinni er sú sama og í fyrra og vegalengdin rúmir 850 metrar.Úrslit úr hlaupinu má finna á fréttavefnum  með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan.Myndir úr hlaupinu má finna á .Þriðja hlaup ársins fer fram nk. laugardag 2.

Þór Íslandsmeistari

Íslandsmót Seniora 15 ára og eldri var haldið laugardaginn 25. apríl í Laugardalshöll. Júdódeild Selfoss sendi fimm júdókappa og allir náðu þeir á verðlaunapall.Þór Davíðsson varð Íslandsmeistari í -90 kg flokki sem var gífurlega jafn og sterkur flokkur.

Innanfélagsmót í sundi

Sunddeild Selfoss heldur innanfélagsmót í Sundhöll Selfoss þriðjudaginn 28. apríl. Upphitun hefst kl 18.10 og mótið verður sett kl 18.30.Keppt er  í öllum aldurshópum og verða þátttökuverðlaun veitt 10 ára og yngri en viðurkenningar fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti fyrir þau eldri.Gert er ráð fyrir að mótið standi í tvo tíma.

Selfossstelpur leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn

Stelpurnar í 3. flokki spiluðu við KA/Þór í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta í gær, sunnudag. Vitað var að um erfiðan leik yrði að ræða enda höfðu þessi lið háð spennandi leiki í þrígang áður í vetur.Jafnræði var með liðum framan af en stelpurnar okkar þó með 1-2 marka forystu, spiluðu sína þekktu góðu vörn og með trausta markvörslu fyrir aftan sig.

Selfyssingar úr leik eftir vítaspyrnukeppni

Stelpurnar í meistaraflokki í knattspyrnu tryggðu sér sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins með 4-2 sigri á ÍBV á JÁVERK-vellinum í seinustu viku.

Elvar með U-19 til Rússlands

Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson hefur verið valinn í hóp U-19 ára landsliðs karla sem tekur þátt í European Open í Gautaborg og HM í Rússlandi í sumar.Þjálfari liðsins er Einar Guðmundsson.