Fréttir

Framlenging á forskráning

Ákveðið hefur verið að framlengja forskráningu um eina viku, henni lýkur því sunnudaginn 9. júlí.Allir þeir sem skrá sig í forskráningu eru í forgangi í hópa hjá deildinni.

Frábærar fyrirmyndir á Selfossi

Það var mikil gleði hjá iðkendum Selfoss í vikunni þegar tvær af okkar bestu fyrirmyndum litu óvænt við á æfingu yngri iðkenda í handboltaskólanum.Tveit af landsliðsmönnunum okkar frá Selfossi, Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon, mættu og hittu krakkana og tóku meðal annars vítakeppni með þeim.

Barbára Sól með U16 á NM

Selfyssingurinn Bárbara Sól Gísladóttir heldur í dag til Finnlands þar sem hún tekur þátt í Norðurlandamótinu í knattspyrnu leikmanna 16 ára og yngri.Ísland er í riðli með Finnlandi, Frakklandi og Svíþjóð og leikur í Oulu í Finnlandi.

Tveggja vikna EM námskeið

Mánudaginn 3. júlí hefst tveggja vikna EM námskeið í knattspyrnu á JÁVERK-vellinum. Námskeiðið er fyrir alla aldurshópa og er lögð áhersla á grunntækni í bland við skemmtilega leiki og jákvæða upplifun.

Jón Daði kíkti í heimsókn

Knattspyrnudeildin býður upp á frítt knattspyrnunámskeið í þessari viku og ákvað Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Wolves og landsliðsmaður Íslands, að kíkja í heimsókn á JÁVERK-völlinn í tilefni af því.Jón Daði heilsaði upp á krakkana ásamt því sem hann tók eina æfingu með meistaraflokknum og gaf knattspyrnudeildinni áritaða treyju sem hann spilaði í síðasta vetur. Jón Daði heldur til Englands á sunnudaginn þar sem hann hefur undirbúning fyrir komandi tímabil. Frábær fyrirmynd fyrir ungu krakkana sem voru himinlifandi með heimsóknina og margir fengu mynd af sér með honum ásamt að spjalla við hann um daginn og veginn Áfram Selfoss

Mikil stemmning á Selfossi

Um helgina fór fram önnur umferð í Íslandsmeistaramótinu í mótokross. Keppnin var haldin í mótokrossbrautinni á Selfossi og var vel heppnuð í alla staði.Veðrið á laugadag lék við keppendur og áhorfendur en rigning undanfarna daga truflaði verulega undirbúning keppninnar.

Fjórir Selfyssingar á AMÍ

Fjórir Selfyssingar kepptu á aldursflokkameistaramóti Íslands (AMÍ) sem fram fór í Laugardalslaug um helgina.Sara Ægisdóttir sem náði lágmarki inn á AMÍ í 100 m skriðsundi með tímanum 1:16,36 mín bætti tíma sinn stórkostlega þegar hún synti á 1:10,73 mín sem er bæting um 4,5 sekúndur.Birgitta Ósk Hlöðversdóttir, Elín Þórdís Pálsdóttir og Hallgerður Höskuldsdóttir syntu 100 m bringusund og bættu sig allar.Stelpurnar kepptu einnig í 4x100 m skriðsundi 13 ára og var tími sveitarinnar 5:33.52 mín.Þetta var vel heppnað mót hjá stúlkunum og lofar góðu fyrir næsta keppnistímabil hjá sunddeild Selfoss.mt---Keppendur Selfoss f.v.

Hressir krakkar á héraðsleikum HSK

Það voru hressir krakkar sem tóku þátt í héraðsleikum HSK 10 ára og yngri í frjálsum íþróttum sem fóru fram í blíðskaparveðri í Þorlákshöfn 11. júní.

Selfyssingar lágu í Lautinni

Strákarnir okkar lutu í Lautina hjá Fylki í Inkasso-deildinni á föstudag. Strákarnir fengu á sig tvö mörk frá Fylki í fyrri hálfleik og þar við sat í leikslok.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Eftir leikinn eru Selfyssingar eru í 4.

Þuríður komin heim

Þuríður Olsen Guðjónsdóttir hefur gert tveggja ára samning við handknattleiksdeild Selfoss.Þuríður er gríðarlega öflug skytta og varnarjaxl hinn mesti.