Fréttir

Allir frá Selfossi á pall á NM í Taekwondo

Norðurlandamótið í taekwondo fór fram um helgina. Umf. Selfoss átti fimm fulltrúa á mótinu og komust þeir allir á verðlaunapall.Daníel Jens Pétursson Norðurlandameistari 2015 Ingibjörg Erla Grétarsdóttir Norðurlandameistari 2015 Gunnar Snorri Svanþórsson Norðurlandameistari 2015 Dagný María Pétursdóttir silfurverðlaun Kristín Björg Hrólfsdóttir bronsverðlaun.Allir í Selfossliðinu þurftu að hafa mikið fyrir sínum verðlaunum og kepptu allir í fjölmennum flokkum.Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.PJ---Frá vinstri: Daníel Jens, Dagný María, Master Sigursteinn, Gunnar Snorri, Kristin Björg og Ingibjörg Erla. Umf.

Selfoss vann með yfirburðum og metin halda áfram að falla

Seinni dagur héraðsmóts HSK í frjálsum í flokki fullorðinna fór fram síðastliðið mánudagskvöld í Frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika.Frá þessu er greint á en þar kemur einnig fram að gott samstarfi var við Frjálsíþróttadeild FH um framkvæmd þessara móta og eru væntingar um frekara samtarf í framtíðinni.Selfyssingurinn Ólafur Guðmundsson heldur áfram að setja HSK met í sínum aldursflokki, en hann setti  ellefu HSK met á fyrri degi og þar af tvö Íslandsmet.

Þór og Egill æfa í Tékklandi

Um seinustu helgi fór þeir Þór Davíðsson og Egill Blöndal til æfinga í Tékklandi ásamt þeim Breka Bernharðssyni og Karli Stefánssyni frá Draupni og Loga Haraldssyni frá JR.Þeir munu feta í fótspor Þormóðs Jónssonar sem margoft hefur verið í Prag við æfingar en næstu tvo til fjóra mánuði munu þeir æfa í Folimanka höllinni sem er æfingastaður sterkasta júdóklúbbs Tékklands og sækja mót frá Prag.Það er góðvinur júdóhreyfingarinnar á Íslandi, Michal Vachum varaforseti EJU og fyrrum landsliðsþjálfari Íslands sem hefur ásamt Petr Lacina landsliðsþjálfara Tékka hjálpað til við að koma þessu í kring og munu þeir verða hópnum innan handar á meðan á dvöl þeirra í Tékklandi stendur.Þetta er stórkostlegt tækifæri fyrir Þór og Egil og óskum við þeim alls hins besta við æfingar og keppni næstu mánuði.Sjá nánar í frétt á .---Á myndinni eru Egill og Þór þegar þeir voru við æfingar í Danmörku sl.

Leitað er að góðum dómurum

Á hverju ári eru gríðarlega margir leikir spilaðir á JÁVERK-vellinum á Selfossi. Öllum leikjum fylgir undirbúningur og einn mikilvægasti þátturinn í þeim undirbúningi er að útvega dómara og að hæfur dómari dæmi leiki á okkar heimavelli.Árið 2015 vill knattspyrnudeildin leggja aukna áherslu á góða dómgæslu og leitar að áhugasömu fólki til að dæma fyrir félagið ykkar.

Tvö góð stig á móti KR

Selfoss tók á móti KR í gærkvöldi en þessi lið berjast um sæti úrslitakeppninni í vor. Selfyssingar sýndu gestrisni í upphafi og leyfðu KR-ingum að komast í 0-3.

Stjarnan var sterkari

Meistaraflokkur kvenna tók á móti Stjörnunni í vikunni. Leikurinn var jafn í upphafi en Stjarnan náði þó fljótt tveggja til þriggja marka forystu og leiddi í hálfleik 10 – 13.

Tilnefningar til sérverðlauna HSK

Stjórn HSK hefur ákveðið að óska eftir tilnefningum til sérverðlauna, sem veitt verða á héraðsþingi HSK 14. mars nk.  Um er að ræða Foreldrastarfsbikar HSK og Unglingabikar HSK.Aðildarfélög sambandsins og deildir þeirra geta fengið umrædd verðlaun fyrir öflugt foreldrastarf og/eða unglingastarf innan félags/deildar.Ábendingar um öflugt foreldra og/eða unglingastarf innan félaga og deilda berist á netfangið fyrir 2.

Sex leikmenn Selfoss á landsliðsæfingum

Alls voru sex leikmenn Selfoss valdir til æfinga með landsliðum Íslands nú í lok mánaðarins.Guðmunda Brynja Óladóttir var með A-landsliði kvenna sem koma saman til æfinga í Kórnum 24.

Markvarðaæfingar HSÍ

Handknattleikssamband Íslands stendur fyrir markvarðaæfingum sem eru öllum opnar, án endurgjalds, annan hvern sunnudag.Næsta markvarðaæfing er sunnudaginn 1.

Dómaranámskeið

Námskeið fyrir knattspyrnudómara verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ, þriðjudaginn 3. febrúar kl. 18:00. Kristinn Jakobsson, reyndasti FIFA dómari Íslands, mun kenna á námskeiðinu.Aðaláherslan verður lögð á undirbúning fyrir leik og leikstjórn.