Fréttir

Þrettándagleði á Selfossi 2026

Jólin verða kvödd á Selfossi með glæsilegri þrettándagleði þriðjudaginn 6. janúar. Gleðin verður með hefðbundnu sniði og sér Ungmennafélag Selfoss um framkvæmdina. Að vanda verður farin blysför frá Tryggvaskála kl. 20:00 að brennustæði á tjaldstæði Gesthúsa þar sem kveikt verður í þrettándabálkesti.

Umf. Selfoss auglýsir eftir framkvæmdastjóra

Ungmennafélag Selfoss auglýsir eftir framkvæmdastjóra, fyrir félagið. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri félagsins, innleiðir stefnu og eftirfylgni með þeim. Framkvæmdastjóri er yfirmaður starfmanna félagsins, skilgreinir hlutverk þeirra og ábyrgð, í samstarfi við framkvæmdastjórn. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á því að starfsemin sé skilvirk og hagkvæm og umgjörð og stuðningur við iðkendur og annarra hagsmunaaðila sé í samræmi við stefnu Ungmennafélags Selfoss.